Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júní 2021 12:45 Umfangsmikil leit stendur yfir í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. „Staðan er þannig að nú fer að líða í að það fer að verða sólarhringur í að maðurinn varð viðskila. Þannig að við erum búin að kalla út björgunarsveitir á öllu Suðurlandi, alveg austur fyrir Höfn, á öllu höfuðborgarsvæðinu og Norður- og Vesturlandi,“ segir Jónas Guðmundsson í vettvangsstjórn Landsbjargar. Aðstæður í gær voru erfiðar og skyggni slæmt, en töluvert betri í dag. Aðspurður segir hann svæðið ekki erfitt yfirferðar. „Það er kannski ekki erfitt, þetta eru frekar lág fjöll, nokkur hundruð metrar, en hins vegar er alltaf erfitt að finna týndan aðila. Viðkomandi gæti legið einhvers staðar, verið búinn að hjúfra sig saman og svo framvegis. Þannig að leit er alltaf erfið sem slík,“ útskýrir Jónas. Skoða hvort maðurinn hafi farið út á hraunið Fjölgað verður í leitarhópnum síðar í dag og búist er við að 200 manns muni taka þátt í leitinni. Að auki er notast við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir svæðið. „Í upphafi lögðum við áherslu á svæðið umhverfis gosstöðvarnar en eftir því sem tíminn líður þá stækkar auðvitað leitarsvæðið, því maður veit ekki hvernig týnt fólk hagar sér. Sumir setjast niður og bíða, sem er betri kostur, en aðrir labba og freista þess að komast til byggða.“ Jónas segir að maðurinn hafi verið ágætlega búinn. „Hann er ekkert illa búinn en ekkert vel búinn heldur.“ Ekki er útilokað að maðurinn hafi farið út á hraunið. „Auðvitað er það ein af þeim sviðsmyndum sem við erum að skoða en göngum ekki út frá því.” Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59 Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
„Staðan er þannig að nú fer að líða í að það fer að verða sólarhringur í að maðurinn varð viðskila. Þannig að við erum búin að kalla út björgunarsveitir á öllu Suðurlandi, alveg austur fyrir Höfn, á öllu höfuðborgarsvæðinu og Norður- og Vesturlandi,“ segir Jónas Guðmundsson í vettvangsstjórn Landsbjargar. Aðstæður í gær voru erfiðar og skyggni slæmt, en töluvert betri í dag. Aðspurður segir hann svæðið ekki erfitt yfirferðar. „Það er kannski ekki erfitt, þetta eru frekar lág fjöll, nokkur hundruð metrar, en hins vegar er alltaf erfitt að finna týndan aðila. Viðkomandi gæti legið einhvers staðar, verið búinn að hjúfra sig saman og svo framvegis. Þannig að leit er alltaf erfið sem slík,“ útskýrir Jónas. Skoða hvort maðurinn hafi farið út á hraunið Fjölgað verður í leitarhópnum síðar í dag og búist er við að 200 manns muni taka þátt í leitinni. Að auki er notast við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir svæðið. „Í upphafi lögðum við áherslu á svæðið umhverfis gosstöðvarnar en eftir því sem tíminn líður þá stækkar auðvitað leitarsvæðið, því maður veit ekki hvernig týnt fólk hagar sér. Sumir setjast niður og bíða, sem er betri kostur, en aðrir labba og freista þess að komast til byggða.“ Jónas segir að maðurinn hafi verið ágætlega búinn. „Hann er ekkert illa búinn en ekkert vel búinn heldur.“ Ekki er útilokað að maðurinn hafi farið út á hraunið. „Auðvitað er það ein af þeim sviðsmyndum sem við erum að skoða en göngum ekki út frá því.”
Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59 Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24
Leit að erlendum ferðamanni enn engan árangur borið Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks leitar enn erlends ferðamanns sem hefur verið saknað við gosstöðvarnar á Reykjanesi frá því um miðjan dag. Lítið skyggni er á svæðinu og leiðinlegt veður en leitað verður fram á nótt ef þörf krefur. 25. júní 2021 22:59
Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina. 25. júní 2021 19:52
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent