Sam Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. júní 2021 18:03 Ég þekki mann sem er svo hægri sinnaður að hann þolir engin orð sem hafa forskeytið sam-. Hann telur sig sannan íhaldsmann og málvöndunarmann af gamla skólanum. Eiginlega er hann frekar mál-umvöndunarmaður, alltaf að jagast í því hvernig annað fólk tjáir sig. Meðal þess sem hann tuðar yfir er orðalagið að „eiga samtal“: nú þurfi fólk að „eiga samtal“ um allt, dæsir hann mæðulega eins og samtöl séu eitthvað ískyggileg. Ég veit samt að þetta snýst ekkert um mál(um)vöndun: hann er bara svo mikill hægri maður að hann þolir engin orð með forskeytinu sam- og í hans orðaforða er orðið „samræðustjórnmál“ háðsglósa. Verst er honum þó við Samfylkinguna. Allt sem honum þykir hafa aflaga farið í íslensku samfélagi telur hann vera þeim flokki að kenna, hvort sem það er sú upplausn sem fylgir „femínistabröltinu“ eða réttindaleysi bíla í miðborg Reykjavíkur í almannarými þar sem alls konar fólk er að flækjast þar sem ættu að vera bílastæði. Fyrir utan alla mannréttindabaráttuna sem ætlar hann lifandi að drepa og honum finnst að sé öll á vegum Samfylkingarinnar. Allt sem fer í taugarnar á honum tengir hann við Samfylkinguna, hver sem uppruni málsins kann að vera. Það er auðvitað hvorki rétt né sanngjarnt hjá honum – en þó ekki alveg. Það er vegna þess að Samfylkingin er flokkur frjálslyndra vinstri manna. Frjálslyndið birtist í fögnuði yfir fjölbreytileika mannlífsins, – stuðningi við mannréttindabaráttuna – þeirri trú að hver einstaklingur eigi rétt á því að þroskast í samræmi við eiginleika sína og hæfileika og ekki eigi að mismuna fólki eftir uppruna, útliti, kynhneigð eða öðrum meðfæddum eiginleikum. Frjálslyndið birtist í umburðarlyndi gagnvart hamingjuleit annarra, þó að hún sé hugsanlega ólík þeim leiðum sem maður sjálfur velur sér, því að frjálslyndinu verður að fylgja virðing fyrir einstaklingunum og sérkennum þeirra. Frjálslyndinu verður að fylgja kærleikur, annars er það einskisvert. Frjálslyndið nær til þess að vilja efla og styrkja atvinnustarfsemi hjá litlum fyrirtækjum svo að þau nái að vaxa og dafna og skapa verðmæti fyrir eigendur, starfsfólk og samfélagið en séu ekki kæfð í samkeppni við stóru risana eða af yfirþyrmandi reglugerðum, því að frjálslyndinu verður að fylgja sveigjanleiki. Frjálslyndið snýst um áhuga á listum, opinn huga gagnvart sköpunaraflinu, því viðhorfi að jafnvel þótt maður skilji stundum ekki hvað verið sé að gera þá sé það allt í lagi enda eigi listin að vera frjáls. Frjálslyndið snýst um opinn huga gagnvart nýsköpun – nýjum hugmyndum og nýjum vinnubrögðum. En frjálslyndið jafngildir ekki veiðileyfi. Frjálslyndið nær ekki til þess að umbera rétt hins sterka til að ráðast á þau sem standa höllum fæti. Frjálslyndið snýst ekki um rétt hins sterka til að greiða laun undir kjarasamningum, okra á leigjendum, þagga niður í röddum minnihlutahópa, stjórna fréttaflutningi um sig, kúga aðra eða hagnýta sér veika stöðu annarra. Frjálslyndið nær heldur ekki til þess að koma á glundroða, afnema reglur og samninga sem taka mið af almannahagsmunum. Það nær ekki til þess að allir geri bara hvað sem þeim sýnist burtséð frá afleiðingum fyrir samferðafólk og samfélag. Mannlegt samfélag þarf umferðarreglur, líka viðskiptalífið. Það þarf að skipuleggja umgjörðina sem líf almennings fer fram í – og það skipulag þarf að taka mið af því að við erum samfélag, öll með tilkall til gæða og skyldur til að axla byrðar saman. Velferðarsamfélagið á ekki að vera komið undir góðvild og örlæti einstakra auðmanna. Það er hlutverk samfélagsins alls að reka velferðarsamfélag. Þessi félagshyggja er stundum kennt við vinstrimennsku. Þetta sambland af frjálslyndi og vinstri mennsku er kjarni jafnaðarstefnunnar. Í fornu máli er til orðið „sam“. Það er sagt vera úrelt í orðabókum og þýðir „sátt“, „friður“. Jafnaðarstefnan er í eðli sínu friðsöm stefna, hófsöm, en einbeitt. Og hvað sem kann að líða hugsanlegri misnotkun þá eru öll orð sem byrja á sam- falleg: samúð, samlíðan, samhygð, samvinna, samferð, samfögnuður, samræður – Samfylkingin. Verðum í sambandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég þekki mann sem er svo hægri sinnaður að hann þolir engin orð sem hafa forskeytið sam-. Hann telur sig sannan íhaldsmann og málvöndunarmann af gamla skólanum. Eiginlega er hann frekar mál-umvöndunarmaður, alltaf að jagast í því hvernig annað fólk tjáir sig. Meðal þess sem hann tuðar yfir er orðalagið að „eiga samtal“: nú þurfi fólk að „eiga samtal“ um allt, dæsir hann mæðulega eins og samtöl séu eitthvað ískyggileg. Ég veit samt að þetta snýst ekkert um mál(um)vöndun: hann er bara svo mikill hægri maður að hann þolir engin orð með forskeytinu sam- og í hans orðaforða er orðið „samræðustjórnmál“ háðsglósa. Verst er honum þó við Samfylkinguna. Allt sem honum þykir hafa aflaga farið í íslensku samfélagi telur hann vera þeim flokki að kenna, hvort sem það er sú upplausn sem fylgir „femínistabröltinu“ eða réttindaleysi bíla í miðborg Reykjavíkur í almannarými þar sem alls konar fólk er að flækjast þar sem ættu að vera bílastæði. Fyrir utan alla mannréttindabaráttuna sem ætlar hann lifandi að drepa og honum finnst að sé öll á vegum Samfylkingarinnar. Allt sem fer í taugarnar á honum tengir hann við Samfylkinguna, hver sem uppruni málsins kann að vera. Það er auðvitað hvorki rétt né sanngjarnt hjá honum – en þó ekki alveg. Það er vegna þess að Samfylkingin er flokkur frjálslyndra vinstri manna. Frjálslyndið birtist í fögnuði yfir fjölbreytileika mannlífsins, – stuðningi við mannréttindabaráttuna – þeirri trú að hver einstaklingur eigi rétt á því að þroskast í samræmi við eiginleika sína og hæfileika og ekki eigi að mismuna fólki eftir uppruna, útliti, kynhneigð eða öðrum meðfæddum eiginleikum. Frjálslyndið birtist í umburðarlyndi gagnvart hamingjuleit annarra, þó að hún sé hugsanlega ólík þeim leiðum sem maður sjálfur velur sér, því að frjálslyndinu verður að fylgja virðing fyrir einstaklingunum og sérkennum þeirra. Frjálslyndinu verður að fylgja kærleikur, annars er það einskisvert. Frjálslyndið nær til þess að vilja efla og styrkja atvinnustarfsemi hjá litlum fyrirtækjum svo að þau nái að vaxa og dafna og skapa verðmæti fyrir eigendur, starfsfólk og samfélagið en séu ekki kæfð í samkeppni við stóru risana eða af yfirþyrmandi reglugerðum, því að frjálslyndinu verður að fylgja sveigjanleiki. Frjálslyndið snýst um áhuga á listum, opinn huga gagnvart sköpunaraflinu, því viðhorfi að jafnvel þótt maður skilji stundum ekki hvað verið sé að gera þá sé það allt í lagi enda eigi listin að vera frjáls. Frjálslyndið snýst um opinn huga gagnvart nýsköpun – nýjum hugmyndum og nýjum vinnubrögðum. En frjálslyndið jafngildir ekki veiðileyfi. Frjálslyndið nær ekki til þess að umbera rétt hins sterka til að ráðast á þau sem standa höllum fæti. Frjálslyndið snýst ekki um rétt hins sterka til að greiða laun undir kjarasamningum, okra á leigjendum, þagga niður í röddum minnihlutahópa, stjórna fréttaflutningi um sig, kúga aðra eða hagnýta sér veika stöðu annarra. Frjálslyndið nær heldur ekki til þess að koma á glundroða, afnema reglur og samninga sem taka mið af almannahagsmunum. Það nær ekki til þess að allir geri bara hvað sem þeim sýnist burtséð frá afleiðingum fyrir samferðafólk og samfélag. Mannlegt samfélag þarf umferðarreglur, líka viðskiptalífið. Það þarf að skipuleggja umgjörðina sem líf almennings fer fram í – og það skipulag þarf að taka mið af því að við erum samfélag, öll með tilkall til gæða og skyldur til að axla byrðar saman. Velferðarsamfélagið á ekki að vera komið undir góðvild og örlæti einstakra auðmanna. Það er hlutverk samfélagsins alls að reka velferðarsamfélag. Þessi félagshyggja er stundum kennt við vinstrimennsku. Þetta sambland af frjálslyndi og vinstri mennsku er kjarni jafnaðarstefnunnar. Í fornu máli er til orðið „sam“. Það er sagt vera úrelt í orðabókum og þýðir „sátt“, „friður“. Jafnaðarstefnan er í eðli sínu friðsöm stefna, hófsöm, en einbeitt. Og hvað sem kann að líða hugsanlegri misnotkun þá eru öll orð sem byrja á sam- falleg: samúð, samlíðan, samhygð, samvinna, samferð, samfögnuður, samræður – Samfylkingin. Verðum í sambandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun