Fimm greindust utan sóttkvíar um helgina Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2021 10:59 Rúmlega 6.600 manns hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Alls greindust fimm með kórónuveiruna innanlands utan sóttkvíar á föstudag og laugardag. Smitin eru þau fyrstu sem greinast innanlands frá 15. júní, en einn greindist á föstudag og fjórir á laugardag. Enginn greindist innanlands í gær, sunnudag. Síðan er nú einungis uppfærð á mánudögum og fimmtudögum. Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, er um að ræða fólk sem greindist í svokallaðri vottorðaskimun. Von er á tilkynningu frá almannavörnum eins og venjulega þegar um er að ræða smit utan sóttkvíar. Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli. Fjölmargir lögðu leið sína á barina um helgina eftir að tilkynnt á föstudag að öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt. Hafi einhverjir smitast um helgina á það ekki eftir að koma fram í tölunum fyrr en eftir einhverja daga. Í einangrun eru nú 23, en þeir voru tólf á fimmtudag. Í sóttkví er 111, en voru 78 á fimmtudag. 1823 eru í skimunarsóttkví. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og var í síðustu viku. 177.540 eru nú fullbólusettir hér á landi, 60,1 prósent íbúa sextán ára og eldri, og er bólusetning hafin hjá 81.312 til viðbótar, eða 27,5 prósent íbúa sextán ára og eldri. Alls voru tekin 84 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 4.277 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 539 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. 6.646 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru þrjátíu látin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Smitin eru þau fyrstu sem greinast innanlands frá 15. júní, en einn greindist á föstudag og fjórir á laugardag. Enginn greindist innanlands í gær, sunnudag. Síðan er nú einungis uppfærð á mánudögum og fimmtudögum. Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, er um að ræða fólk sem greindist í svokallaðri vottorðaskimun. Von er á tilkynningu frá almannavörnum eins og venjulega þegar um er að ræða smit utan sóttkvíar. Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli. Fjölmargir lögðu leið sína á barina um helgina eftir að tilkynnt á föstudag að öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt. Hafi einhverjir smitast um helgina á það ekki eftir að koma fram í tölunum fyrr en eftir einhverja daga. Í einangrun eru nú 23, en þeir voru tólf á fimmtudag. Í sóttkví er 111, en voru 78 á fimmtudag. 1823 eru í skimunarsóttkví. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og var í síðustu viku. 177.540 eru nú fullbólusettir hér á landi, 60,1 prósent íbúa sextán ára og eldri, og er bólusetning hafin hjá 81.312 til viðbótar, eða 27,5 prósent íbúa sextán ára og eldri. Alls voru tekin 84 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 4.277 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 539 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. 6.646 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru þrjátíu látin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira