Fékk að vita hjá pabba á leiðinni heim að hún hefði getað hitt ástina í lífi sínu Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 12:01 Kristjana Arnarsdóttir var með myndavélina á lofti á Laugardalsvelli en hefði sjálfsagt ekki þurft að nota súmm-takkann ef hún hefði fylgt pabba sínum í viðtöl sem hann tók eftir landsleik Íslands og Spánar. S2 Sport „Ég var mjög leið. Ég missti af honum,“ sagði íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir þegar hún rifjaði upp glatað tækifæri til að hitta þáverandi ástina í lífi sínu, á Laugardalsvelli á sextán ára afmælinu sínu. Kristjana var gestur í þættinum EM í dag á Stöð 2 EM í gær þar sem hún rifjaði upp kostulega sögu af því þegar hún fór með pabba sínum, íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, að sjá Ísland mæta Spáni á Laugardalsvelli árið 2006. Þar var hún með augun á Fernando Torres allan tímann: „Hann var í raun og veru fyrsta ástin í lífi mínu. Ég var svo skotin í honum. Ég hugsaði um hann oft á dag,“ sagði Kristjana létt í bragði en best er að hlusta á hana segja söguna í myndbandinu hér að neðan. Klippa: EM í dag: Kristjana missti af ástinni sinni á Laugardalsvelli „Þeir komu hingað Spánverjarnir, 2006, og spiluðu vináttulandsleik við okkur. Ég var því komin á Laugardalsvöll, á afmælisdaginn minn, 16. ágúst. Ég varð sextán ára þennan dag og fékk að fara með pabba á völlinn. Hann var að vinna í kringum leikinn – fara í viðtöl og svona eftir leik. Ég sit í stúkunni og er með svona digital myndavél, þessa gömlu góðu, og er allan leikinn að súmma á Torres og taka myndir. Það var ekkert annað á vélinni en súmm-myndir af Fernando Torres sem ég hélt auðvitað að væru í æðislegum gæðum, en þegar ég kom heim sá ég að það var engin í fókus. Ég var að vona að kannski kæmust mínar myndir á forsíðu Moggans eða eitthvað, en það var ekki svo,“ sagði Kristjana. Hún komst svo að því í bílnum á leiðinni heim að hún hefði líklega getað komist mun nær Torres, með því að fylgja pabba sínum í viðtölin: „Ég var ein í stúkunni því pabbi var bara að vinna. Svo vorum við á leið heim eftir leik og erum einhvers staðar á Miklubrautinni þegar hann segir allt í einu: „Ahh, ég fattaði ekki að ég hefði náttúrulega getað tekið þig með niður og við hitt strákana.“ Það brotnaði eitthvað inni í mér, á afmælisdaginn,“ sagði Kristjana létt og skaut á pabba sinn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Kristjana var gestur í þættinum EM í dag á Stöð 2 EM í gær þar sem hún rifjaði upp kostulega sögu af því þegar hún fór með pabba sínum, íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, að sjá Ísland mæta Spáni á Laugardalsvelli árið 2006. Þar var hún með augun á Fernando Torres allan tímann: „Hann var í raun og veru fyrsta ástin í lífi mínu. Ég var svo skotin í honum. Ég hugsaði um hann oft á dag,“ sagði Kristjana létt í bragði en best er að hlusta á hana segja söguna í myndbandinu hér að neðan. Klippa: EM í dag: Kristjana missti af ástinni sinni á Laugardalsvelli „Þeir komu hingað Spánverjarnir, 2006, og spiluðu vináttulandsleik við okkur. Ég var því komin á Laugardalsvöll, á afmælisdaginn minn, 16. ágúst. Ég varð sextán ára þennan dag og fékk að fara með pabba á völlinn. Hann var að vinna í kringum leikinn – fara í viðtöl og svona eftir leik. Ég sit í stúkunni og er með svona digital myndavél, þessa gömlu góðu, og er allan leikinn að súmma á Torres og taka myndir. Það var ekkert annað á vélinni en súmm-myndir af Fernando Torres sem ég hélt auðvitað að væru í æðislegum gæðum, en þegar ég kom heim sá ég að það var engin í fókus. Ég var að vona að kannski kæmust mínar myndir á forsíðu Moggans eða eitthvað, en það var ekki svo,“ sagði Kristjana. Hún komst svo að því í bílnum á leiðinni heim að hún hefði líklega getað komist mun nær Torres, með því að fylgja pabba sínum í viðtölin: „Ég var ein í stúkunni því pabbi var bara að vinna. Svo vorum við á leið heim eftir leik og erum einhvers staðar á Miklubrautinni þegar hann segir allt í einu: „Ahh, ég fattaði ekki að ég hefði náttúrulega getað tekið þig með niður og við hitt strákana.“ Það brotnaði eitthvað inni í mér, á afmælisdaginn,“ sagði Kristjana létt og skaut á pabba sinn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti