Um mögulega lokasókn Fylkis gegn Val: Hann á bara að lesa leikinn og hleypa þessu í gegn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2021 14:00 Fylkismenn voru ekki sáttir að fá ekki að klára lokasókn sína gegn Val. Vísir/Hulda Margrét Fylkismenn voru verulega ósáttir með að leikur þeirra og Vals að Hlíðarenda í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hafi verið flautaður af þegar liðið var á leið í álitlega skyndisókn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Fylkismenn hefðu getað stolið sigrinum þarna. Atvikið var til umræðu í Stúkunni að leik loknum. „Þegar staðan er 1-1 og Valsmenn eru að reyna stela sigrinum þá eru Fylkismenn á leiðinni þrír í gegn, það er einn varnarmaður Vals til að verjast og dómarinn flautar af. Nú bara spyr ég, eru reglurnar ekki þannig að þegar leiktíminn er búinn þá er leiktíminn bara búinn?“ spurði Rikki G., þáttastjórnandi Stúkunnar í gær. „Ég held það sé þannig að þú verður að klára augnablikið,“ sagði Jón Þór Hauksson, annar af sérfræðingum þáttarins, og bætti svo við. „Þegar hann flautar til loka fyrri hálfleiks eru Fylkismenn pirraðir á því að fá ekki að klára hornspyrnu. Þarna sjáum við að það eru 30 sekúndur komnar fram yfir uppgefinn uppbótartíma sem var þrjár mínútur. Valsmenn fá að klára sína hornspyrnu ólíkt því sem gerist í fyrri hálfleik þegar Fylkir fær ekki að klára sína.“ „Síðan eru Fylkismenn komnir í álitlega stöðu, vægt til orða tekið, þá flautar hann af. Sem er kannski rétt hjá honum þar sem augnablikið er búið. Nú ertu kannski ekki að spyrja rétta manninn,“ sagði Jón Þór að endingu og hló. „Hann á bara að lesa leikinn og hleypa þessu í gegn,“ bætti Baldur Sigurðsson, hinn sérfræðingur þáttarins, við að lokum. Klippa: Fylkismenn ósáttir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Fylkir Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr dramatískum Kópavogsslag, varamennina redda Fylki stigi og tíu KA-menn ná jafntefli við FH Breiðablik vann dramatískan sigur á HK í Kópavogsslagnum, Fylkir tryggði sér jafntefli við Val með afar snotru marki Arnórs Borg Guðjohnsen og tíu KA-menn skoruðu jöfnunarmark gegn FH í Krikanum. Mörkin öll má nú sjá á Vísi. 28. júní 2021 09:01 Ólafur Stígsson: „Flautað af þegar við erum komnir einir í gegn“ Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var bæði sáttur og súr með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val á Origo vellinum í kvöld. 27. júní 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valsmenn fengu Fylkir í heimsókn á Origo völlinn í kvöld. Um 750 áhorfendur mættu og mikil stemning í stúkunni. Lokatölur 1-1, en jöfnunarmark Fylkismanna kom í blálokin. 27. júní 2021 22:23 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Fylkismenn hefðu getað stolið sigrinum þarna. Atvikið var til umræðu í Stúkunni að leik loknum. „Þegar staðan er 1-1 og Valsmenn eru að reyna stela sigrinum þá eru Fylkismenn á leiðinni þrír í gegn, það er einn varnarmaður Vals til að verjast og dómarinn flautar af. Nú bara spyr ég, eru reglurnar ekki þannig að þegar leiktíminn er búinn þá er leiktíminn bara búinn?“ spurði Rikki G., þáttastjórnandi Stúkunnar í gær. „Ég held það sé þannig að þú verður að klára augnablikið,“ sagði Jón Þór Hauksson, annar af sérfræðingum þáttarins, og bætti svo við. „Þegar hann flautar til loka fyrri hálfleiks eru Fylkismenn pirraðir á því að fá ekki að klára hornspyrnu. Þarna sjáum við að það eru 30 sekúndur komnar fram yfir uppgefinn uppbótartíma sem var þrjár mínútur. Valsmenn fá að klára sína hornspyrnu ólíkt því sem gerist í fyrri hálfleik þegar Fylkir fær ekki að klára sína.“ „Síðan eru Fylkismenn komnir í álitlega stöðu, vægt til orða tekið, þá flautar hann af. Sem er kannski rétt hjá honum þar sem augnablikið er búið. Nú ertu kannski ekki að spyrja rétta manninn,“ sagði Jón Þór að endingu og hló. „Hann á bara að lesa leikinn og hleypa þessu í gegn,“ bætti Baldur Sigurðsson, hinn sérfræðingur þáttarins, við að lokum. Klippa: Fylkismenn ósáttir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur Fylkir Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr dramatískum Kópavogsslag, varamennina redda Fylki stigi og tíu KA-menn ná jafntefli við FH Breiðablik vann dramatískan sigur á HK í Kópavogsslagnum, Fylkir tryggði sér jafntefli við Val með afar snotru marki Arnórs Borg Guðjohnsen og tíu KA-menn skoruðu jöfnunarmark gegn FH í Krikanum. Mörkin öll má nú sjá á Vísi. 28. júní 2021 09:01 Ólafur Stígsson: „Flautað af þegar við erum komnir einir í gegn“ Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var bæði sáttur og súr með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val á Origo vellinum í kvöld. 27. júní 2021 21:49 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valsmenn fengu Fylkir í heimsókn á Origo völlinn í kvöld. Um 750 áhorfendur mættu og mikil stemning í stúkunni. Lokatölur 1-1, en jöfnunarmark Fylkismanna kom í blálokin. 27. júní 2021 22:23 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Sjáðu mörkin úr dramatískum Kópavogsslag, varamennina redda Fylki stigi og tíu KA-menn ná jafntefli við FH Breiðablik vann dramatískan sigur á HK í Kópavogsslagnum, Fylkir tryggði sér jafntefli við Val með afar snotru marki Arnórs Borg Guðjohnsen og tíu KA-menn skoruðu jöfnunarmark gegn FH í Krikanum. Mörkin öll má nú sjá á Vísi. 28. júní 2021 09:01
Ólafur Stígsson: „Flautað af þegar við erum komnir einir í gegn“ Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var bæði sáttur og súr með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val á Origo vellinum í kvöld. 27. júní 2021 21:49
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valsmenn fengu Fylkir í heimsókn á Origo völlinn í kvöld. Um 750 áhorfendur mættu og mikil stemning í stúkunni. Lokatölur 1-1, en jöfnunarmark Fylkismanna kom í blálokin. 27. júní 2021 22:23