„Miðflokkurinn mætti gufa upp mér að meinalausu“ Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2021 11:24 Inga Sælan á þinginu. Þó hún taki ekki mikið mark á nýrri könnun hvað Flokk fólksins varðar kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé að ströggla, reyndar mætti sá flokkur gufa upp Ingu að meinalausu. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokksins gefur lítið fyrir nýja könnun um fylgi flokkanna. Nema henni kemur ekki á óvart að Miðflokkurinn skuli ekki sjá til sólar. Miðflokkurinn er á mörkum þess að detta af þingi samkvæmt könnun á fylgi stjórnmálaflokka sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Miðflokkurinn mældist með fimm prósenta fylgi og er þannig á mörkum þess að detta út af þingi en til að fá jöfnunarmönnum úthluta er þröskuldurinn fimm prósent á landsvísu. Í síðustu kosningum hlaut Miðflokkurinn 10,9 prósent. Ekki náðist í formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun. Aldrei fundið annan eins meðbyr Hins vegar var engan bilbug að finna á Ingu þó Flokkur fólksins mælist ekki inni á þingi ef kosningar fara svo sem könnunin segir til um. Hann mælist aðeins með 4,2 prósent sem þýðir að hann mun þurrkast út af þingi. „Við erum bjartsýn og brosandi og höfum fulla trú á því að fólk dæmi okkur af verkum okkar,“ segir Inga. Hún hefur ekki séð könnunina en þetta er algerlega á skjön við hennar upplifun; hún finnur mikinn meðbyr með flokknum og merkir það á flokksstarfinu. „Aldrei fundið eins mikinn meðbyr.“ Inga segir að nú sé talsvert meiri tími til undirbúnings en var 2017 og þau séu að reima á sig skóna, og setja þar á fallega slaufu. „Bjartsýni og bros. Flokkur fólksins er búinn að skjóta rótum. Það er bara þannig.“ Lágt risið á Miðflokknum að mati Ingu Flokkur fólksins hlaut í þingkosningum 2017 6,9 prósentum og fékk fjóra menn á þing. Í miðju Klausturmálinu voru hins vegar tveir þeirra reknir, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, og gengu þeir til liðs við Miðflokkinn. Þó Inga Sæland telji könnunina hvað Flokk fólksins varðar varla gefa rétta mynd af stöðunni kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé í basli. „Við sjáum þetta með Gunnar Braga Sveinsson, hann er hættur,“ segir Inga sem situr við hlið hans á þinginu og segir að það sé miklu léttara yfir honum eftir að sú ákvörðun lá fyrir. Hún telur það skarð fyrir skildi fyrir Sigmund Davíð, hann þurfi nú að finna sér annan vængmann. „Ég held að þeir eigi eftir að finna fyrir Klausturmálinu alveg uppá nýtt. Við sjáum hvernig dómsstóll götunnar er að taka á fólki, þýðir ekkert að malda í móinn ef því er að skipta. Kemur mér ekkert á óvart og ég yrði rosalega glöð ef hann gufar bara upp, Miðflokkurinn. Það væri mér alveg að meinalausu.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Miðflokkurinn er á mörkum þess að detta af þingi samkvæmt könnun á fylgi stjórnmálaflokka sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Miðflokkurinn mældist með fimm prósenta fylgi og er þannig á mörkum þess að detta út af þingi en til að fá jöfnunarmönnum úthluta er þröskuldurinn fimm prósent á landsvísu. Í síðustu kosningum hlaut Miðflokkurinn 10,9 prósent. Ekki náðist í formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun. Aldrei fundið annan eins meðbyr Hins vegar var engan bilbug að finna á Ingu þó Flokkur fólksins mælist ekki inni á þingi ef kosningar fara svo sem könnunin segir til um. Hann mælist aðeins með 4,2 prósent sem þýðir að hann mun þurrkast út af þingi. „Við erum bjartsýn og brosandi og höfum fulla trú á því að fólk dæmi okkur af verkum okkar,“ segir Inga. Hún hefur ekki séð könnunina en þetta er algerlega á skjön við hennar upplifun; hún finnur mikinn meðbyr með flokknum og merkir það á flokksstarfinu. „Aldrei fundið eins mikinn meðbyr.“ Inga segir að nú sé talsvert meiri tími til undirbúnings en var 2017 og þau séu að reima á sig skóna, og setja þar á fallega slaufu. „Bjartsýni og bros. Flokkur fólksins er búinn að skjóta rótum. Það er bara þannig.“ Lágt risið á Miðflokknum að mati Ingu Flokkur fólksins hlaut í þingkosningum 2017 6,9 prósentum og fékk fjóra menn á þing. Í miðju Klausturmálinu voru hins vegar tveir þeirra reknir, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, og gengu þeir til liðs við Miðflokkinn. Þó Inga Sæland telji könnunina hvað Flokk fólksins varðar varla gefa rétta mynd af stöðunni kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé í basli. „Við sjáum þetta með Gunnar Braga Sveinsson, hann er hættur,“ segir Inga sem situr við hlið hans á þinginu og segir að það sé miklu léttara yfir honum eftir að sú ákvörðun lá fyrir. Hún telur það skarð fyrir skildi fyrir Sigmund Davíð, hann þurfi nú að finna sér annan vængmann. „Ég held að þeir eigi eftir að finna fyrir Klausturmálinu alveg uppá nýtt. Við sjáum hvernig dómsstóll götunnar er að taka á fólki, þýðir ekkert að malda í móinn ef því er að skipta. Kemur mér ekkert á óvart og ég yrði rosalega glöð ef hann gufar bara upp, Miðflokkurinn. Það væri mér alveg að meinalausu.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01