Íslenski boltinn

Mælti með að Sverrir Páll myndi taka svefn­töflu eftir klúður ársins gegn Fylki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Besta færi sumarsins?
Besta færi sumarsins? Skjáskot

Sverrir Páll Hjaltested fékk gullið tækifæri til að klára leik Vals og Fylkis í Pepsi Max deild karla. Valur var 1-0 yfir þegar Sverrir Páll fékk mögulega besta færi sumarsins, hann skaut yfir og Fylkir jafnaði skömmu síðar. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

„Sverrir Páll Hjaltested hefði getað klárað þetta fyrir Val,“ sagði Rikki G. um færið sem Sverrir Páll klúðraði þegar aðeins fimm mínútur lifðu leiks.

„Sjáum Birki [Má Sævarsson] hérna með sendinguna, frábært skot hjá Sigga [Sigurði Agli Lárussyni], heldur honum niðri en þeir bjarga á línu og svo …“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins, um þetta rosalega klúður.

„Það er ekki eins og hann sé búinn að vera inn á í 85 mínútur. Hann kemur inn á og er með ferska fætur. Hann á eftir að vera svekktur að sjá þetta aftur.“

„Ég ætla að ráðleggja honum Sverri það að taka eina eða tvær svefntöflur því hann á eftir að eiga í verulegum vandræðum með að sofna á eftir,“ sagði Jón Þór Hauksson, annar af sérfræðingum þáttarins að lokum.

Klippa: Klúður ársins?

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×