Bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2021 20:01 Töluvert tjón varð í Háteigskirkju vegna vatnsleka í kjallara kirkjunnar í dag. Kirkjuvörður bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum. Slökkvilið var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. Lekinn uppgötvaðist í morgun en líklegt þykir að byrjað hafi að leka í gærkvöldi eða nótt. „Þetta kom í ljós þegar ég geng inn í kirkjuna. Þá finn ég þessa skrítnu lykt og eftir því sem ég labba framar í kirkjuna þá fer ég að heyra bylinn í vatninu,“ sagði Rannveig Eva Karlsdóttir, kirkjuvörður í Háteigskirkju. Slökkvilið hafði nýlokið við að dæla vatni upp úr kjallaranum þegar fréttastofu bar að garði skömmu eftir hádegi, en unnið var að þurrkun í dag. Ekki er vitað hvað olli lekanum. „En þetta hefur verið einhvers konar sprenging í vatnskerfinu.“ Ekki er vitað hve mikið tjón varð en að sögn Rannveigar er það töluvert. Ýmislegt er geymt í kjallara kirkjunnar meðal annars nótnablöð, jólaskraut og skjöl sem skemmdust. Þessi nótnablöð eru blaut í gegn.SIGURJÓN ÓLASON „Loftið hérna er þakið dropum eftir lekann og mikill raki hérna inni. Þessar nótur og skjöl eru meðal þess sem skemmdist í lekanum.“ Lekinn varð einungis í kjallara kirkjunnar en líkt og sést í myndbandinu voru gluggar í alrými kirkjunnar sveittir auk þess sem vatnstaumar láku niður veggina. Við sjáum að hérna inni er raki í gluggum og lofti. Haldiði að eitthvað hér hafi orðið fyrir skemmdum eins og þetta fallega orgel? „Ég vona svo sannarlega ekki við erum líka með flygil í kirkjunni og svo í öllu þessu viðarverki, bekkjunum, altari og svo framvegis, ég vona bara ekki,“ sagði Rannveig. Hér sjást vatnstaumar leka niður veggina í kirkjuskipinu.SIGURJÓN ÓLASON Þjóðkirkjan Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Mikill vatnsleki í kjallara Háteigskirkju Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. 28. júní 2021 12:43 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Slökkvilið var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. Lekinn uppgötvaðist í morgun en líklegt þykir að byrjað hafi að leka í gærkvöldi eða nótt. „Þetta kom í ljós þegar ég geng inn í kirkjuna. Þá finn ég þessa skrítnu lykt og eftir því sem ég labba framar í kirkjuna þá fer ég að heyra bylinn í vatninu,“ sagði Rannveig Eva Karlsdóttir, kirkjuvörður í Háteigskirkju. Slökkvilið hafði nýlokið við að dæla vatni upp úr kjallaranum þegar fréttastofu bar að garði skömmu eftir hádegi, en unnið var að þurrkun í dag. Ekki er vitað hvað olli lekanum. „En þetta hefur verið einhvers konar sprenging í vatnskerfinu.“ Ekki er vitað hve mikið tjón varð en að sögn Rannveigar er það töluvert. Ýmislegt er geymt í kjallara kirkjunnar meðal annars nótnablöð, jólaskraut og skjöl sem skemmdust. Þessi nótnablöð eru blaut í gegn.SIGURJÓN ÓLASON „Loftið hérna er þakið dropum eftir lekann og mikill raki hérna inni. Þessar nótur og skjöl eru meðal þess sem skemmdist í lekanum.“ Lekinn varð einungis í kjallara kirkjunnar en líkt og sést í myndbandinu voru gluggar í alrými kirkjunnar sveittir auk þess sem vatnstaumar láku niður veggina. Við sjáum að hérna inni er raki í gluggum og lofti. Haldiði að eitthvað hér hafi orðið fyrir skemmdum eins og þetta fallega orgel? „Ég vona svo sannarlega ekki við erum líka með flygil í kirkjunni og svo í öllu þessu viðarverki, bekkjunum, altari og svo framvegis, ég vona bara ekki,“ sagði Rannveig. Hér sjást vatnstaumar leka niður veggina í kirkjuskipinu.SIGURJÓN ÓLASON
Þjóðkirkjan Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Mikill vatnsleki í kjallara Háteigskirkju Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. 28. júní 2021 12:43 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Mikill vatnsleki í kjallara Háteigskirkju Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. 28. júní 2021 12:43