Bjarni Ben hvatti íþróttafélög til að horfa á ný til Balkanskaga Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2021 14:00 Luka Modric og félagar kvöddu EM í gær eftir hetjulega baráttu gegn Spánverjum. EPA-EFE/Friedemann Vogel Hin magnaða íþróttaþjóð sem Króatar eru var til umræðu í þættinum EM í dag á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og þingmaðurinn Willum Þór Þórsson voru gestir. Bjarni kallaði eftir því að íslensk íþróttafélög horfðu meira til Balkanskaga eftir leikmönnum. Bjarni og Willum, sem báðir eru fyrrverandi knattspyrnumenn, voru gestir Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben á degi sem margir virðast telja besta dag í sögu Evrópumótsins. Fjórmenningarnir fóru yfir þá taumlausu skemmtun sem sigrar Sviss gegn Frakklandi og Spánar gegn Króatíu voru, og stöldruðu meðal annars við lið Króata. „Ég held að þeir hafi bara á íþróttamennskunni náð að koma til baka,“ sagði Willum um það hvernig króatíska liðinu tókst að jafna metin gegn Spáni þrátt fyrir að vera 3-1 undir þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: EM í dag: Willum og Bjarni Ben Gummi spurði Bjarna út í þetta og sagði: „Þetta er ótrúleg íþróttaþjóð.“ „Alveg mögnuð,“ tók Bjarni undir. „Ég sat nú með félaga mínum og við vorum að fara yfir þetta. Hann skrapp tvisvar fram í ísskáp og í bæði skiptin komu mörk. Það mátti varla standa upp frá skjánum,“ sagði Bjarni léttur. „Við vorum byrjaðir að tala um það af hverju við fáum ekki oftar inn í íslenska boltann íþróttamenn af þessu svæði, eins og við vorum með upp úr átökunum þarna á skaganum,“ sagði Bjarni og vísaði til borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu árin 1991–1995. Á meðal knattspyrnumanna af Balkanskaganum sem komu og sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta, sem leikmenn og þjálfarar, má nefna Luka Kostic, Zoran Miljkovic, Sinisa Kekic, Milan Stefán Jankovic, Salih Heimi Porca, Mihajlo Bibercic, Ejub Purisevic, Hajrudin Cardaklija og fleiri. Meira hefur verið horft til Danmerkur og annarra landa undanfarin ár en Bjarni vill að sjónum verði aftur beint til Balkanskagans: „Í kringum 1990 komu margir frábærir leikmenn frá þessu svæði Evrópu, sem sumir enduðu í íslenska landsliðinu. Leikmenn hafa verið að koma annars staðar frá síðasta áratuginn,“ sagði Bjarni en innslagið má sjá hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Bjarni og Willum, sem báðir eru fyrrverandi knattspyrnumenn, voru gestir Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben á degi sem margir virðast telja besta dag í sögu Evrópumótsins. Fjórmenningarnir fóru yfir þá taumlausu skemmtun sem sigrar Sviss gegn Frakklandi og Spánar gegn Króatíu voru, og stöldruðu meðal annars við lið Króata. „Ég held að þeir hafi bara á íþróttamennskunni náð að koma til baka,“ sagði Willum um það hvernig króatíska liðinu tókst að jafna metin gegn Spáni þrátt fyrir að vera 3-1 undir þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: EM í dag: Willum og Bjarni Ben Gummi spurði Bjarna út í þetta og sagði: „Þetta er ótrúleg íþróttaþjóð.“ „Alveg mögnuð,“ tók Bjarni undir. „Ég sat nú með félaga mínum og við vorum að fara yfir þetta. Hann skrapp tvisvar fram í ísskáp og í bæði skiptin komu mörk. Það mátti varla standa upp frá skjánum,“ sagði Bjarni léttur. „Við vorum byrjaðir að tala um það af hverju við fáum ekki oftar inn í íslenska boltann íþróttamenn af þessu svæði, eins og við vorum með upp úr átökunum þarna á skaganum,“ sagði Bjarni og vísaði til borgarastyrjaldarinnar í Júgóslavíu árin 1991–1995. Á meðal knattspyrnumanna af Balkanskaganum sem komu og sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta, sem leikmenn og þjálfarar, má nefna Luka Kostic, Zoran Miljkovic, Sinisa Kekic, Milan Stefán Jankovic, Salih Heimi Porca, Mihajlo Bibercic, Ejub Purisevic, Hajrudin Cardaklija og fleiri. Meira hefur verið horft til Danmerkur og annarra landa undanfarin ár en Bjarni vill að sjónum verði aftur beint til Balkanskagans: „Í kringum 1990 komu margir frábærir leikmenn frá þessu svæði Evrópu, sem sumir enduðu í íslenska landsliðinu. Leikmenn hafa verið að koma annars staðar frá síðasta áratuginn,“ sagði Bjarni en innslagið má sjá hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira