Völdu Kára og Hannes Þór besta til þessa | Blikar geta ógnað toppliði Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 12:31 Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason eru bestu leikmenn fyrri hluta Pepsi Max deildar karla að mati Jón Þórs Haukssonar og Mána Péturssonar. Vísir/Hulda Margrét Farið var yfir víðan völl í Stúkunni að loknum leikjum dagsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Voru nokkur málefni rætt í lok þáttar en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Máni Pétursson og Jón Þór Hauksson. HK-ingar í hættu? „Það fellur enginn þegar mótið er hálfnað en þeir eru vissulega í mjög harðri fallbaráttu,“ sagði Jón Þór. „Ég var ótrúlega spenntur fyrir að sjá HK. Ég var viss um að þeir myndu ekki vera í fallbaráttu og koma á óvart ef eitthvað væri. Þeir hafa klárlega komið á óvart, ég bjóst ekki við þeim í fallbaráttu,“ bætti Máni við. Hversu langt geta Blikar náð? „Það sem Blikar hafa gert – sem er mjög jákvætt – að eftir hræðilega byrjun þá hafa þeir núllstillt sig og ákveðið að hafa trú á því sem þeir eru að gera og halda áfram,“ sagði Máni. „Það sem vekur athygli mína í þessari toppbaráttu er að í maí og langt framan af móti var Heimir Guðjónsson að spila á sama liði og Valur að sækja þrjú stig á meðan Blikar voru að hrófla mikið í sínu liði. Núna erum við að sjá að Blikarnir eru að koma fulla ferð og hafa verið að spila frábærlega á köflum á meðan Valsmenn hafa verið að lækka flugið töluvert,“ bætti Jón Þór við. Bjart yfir Bítlabænum? „Það er alltaf sól í Keflavík. Þetta er ekki kallað „Sunny Kef“ fyrir ekki neitt. Það eru hins vegar aðeins tveir gírar í Keflavík, það er aftur á bak og áfram,“ sagði Máni. Þá var einnig farið yfir hvernig Jón Þór og Máni myndu styrkja Víkingsliðið en Arnar Gunnlaugsson hefur gefið í skyn að Víkingar munu sækja leikmenn í glugganum sem opnar á næstu dögum. Að lokum var spurt hvaða leikmaður hefði verið bestur fyrri hluta móts. Þar voru Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Sævar Atli Magnússon og Brynjar Ingi Bjarnason nefndir til sögunnar. Jón Þór vildi meina að Kári væri bestur á Íslandsmótinu til þessa á meðan Máni valdi Hannes Þór. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Farið yfir ýmis málefni í Stúkunni Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
HK-ingar í hættu? „Það fellur enginn þegar mótið er hálfnað en þeir eru vissulega í mjög harðri fallbaráttu,“ sagði Jón Þór. „Ég var ótrúlega spenntur fyrir að sjá HK. Ég var viss um að þeir myndu ekki vera í fallbaráttu og koma á óvart ef eitthvað væri. Þeir hafa klárlega komið á óvart, ég bjóst ekki við þeim í fallbaráttu,“ bætti Máni við. Hversu langt geta Blikar náð? „Það sem Blikar hafa gert – sem er mjög jákvætt – að eftir hræðilega byrjun þá hafa þeir núllstillt sig og ákveðið að hafa trú á því sem þeir eru að gera og halda áfram,“ sagði Máni. „Það sem vekur athygli mína í þessari toppbaráttu er að í maí og langt framan af móti var Heimir Guðjónsson að spila á sama liði og Valur að sækja þrjú stig á meðan Blikar voru að hrófla mikið í sínu liði. Núna erum við að sjá að Blikarnir eru að koma fulla ferð og hafa verið að spila frábærlega á köflum á meðan Valsmenn hafa verið að lækka flugið töluvert,“ bætti Jón Þór við. Bjart yfir Bítlabænum? „Það er alltaf sól í Keflavík. Þetta er ekki kallað „Sunny Kef“ fyrir ekki neitt. Það eru hins vegar aðeins tveir gírar í Keflavík, það er aftur á bak og áfram,“ sagði Máni. Þá var einnig farið yfir hvernig Jón Þór og Máni myndu styrkja Víkingsliðið en Arnar Gunnlaugsson hefur gefið í skyn að Víkingar munu sækja leikmenn í glugganum sem opnar á næstu dögum. Að lokum var spurt hvaða leikmaður hefði verið bestur fyrri hluta móts. Þar voru Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Sævar Atli Magnússon og Brynjar Ingi Bjarnason nefndir til sögunnar. Jón Þór vildi meina að Kári væri bestur á Íslandsmótinu til þessa á meðan Máni valdi Hannes Þór. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Farið yfir ýmis málefni í Stúkunni Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira