Foreldrar stjarnanna rifust eftir tap Frakka Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 08:34 Paul Pogba og Adrien Rabiot hafa ef til vill skammast sín fyrir framferði fjölskyldumeðlima á mánudagskvöldið. Getty/Marcio Machado Fjölskyldur Pauls Pogba og Kylians Mbappé fengu að heyra það í stúkunni á leik Frakklands og Sviss í Búkarest á mánudagskvöld, þegar Frakkar féllu úr leik á EM. Móðir liðsfélaga þeirra reifst og skammaðist. Veronique Rabiot, móðir Adriens Rabiot, var sú sem hagaði sér svo illa á leiknum samkvæmt franska miðlinum RMC. Miðillinn segir að Veronique hafi sérstaklega beint spjótum sínum að fjölskyldu Pogba og spurt hvernig hann hafi eiginlega getað misst boltann í aðdraganda þriðja marks Sviss í leiknum, en Svisslendingar jöfnuðu metin í 3-3 rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Eftir að Mbappé hafði klúðrað sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni lét Veronique svo fjölskyldu Mbappé heyra það. Hún sagði pabba Mbappé að láta son sinn ekki vera svona „hrokafullan“. Hún harmaði það einnig hvernig sumir fjölmiðlamenn fjölluðu um Mbappé. Eftir þetta rifust mæður Mbappé og Rabiot og var nokkur hiti í því rifrildi, samkvæmt RMC. Footage of Rabiot s mother in tribune telling off Pogba s and Mbappè s family after the defeat while praising his son.What a sad human being pic.twitter.com/GHMqVZnIUi— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) June 30, 2021 RMC segir að Veronique hafi verið með fjölskyldum annarra leikmanna í um 20 mínútur eftir að leik lauk og að fólk hafi verið hneykslað á framferði hennar. Nokkur læti voru í fólkinu einnig á meðan á leik stóð og þurftu öryggisverðir að biðja fjölskyldumeðlimi Pogba um að róa sig niður en þeir munu hafa brugðist með neikvæðum hætti við hverjum mistökum Rabiots í leiknum. Veronique Rabiot er þekkt í franska fótboltaheiminum. Hún gegndi starfi umboðsmanns sonar síns og stuðlaði að því að hann færi frá PSG til Juventus árið 2019, þar sem þessi 26 ára gamli leikmaður er á mála nú. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
Veronique Rabiot, móðir Adriens Rabiot, var sú sem hagaði sér svo illa á leiknum samkvæmt franska miðlinum RMC. Miðillinn segir að Veronique hafi sérstaklega beint spjótum sínum að fjölskyldu Pogba og spurt hvernig hann hafi eiginlega getað misst boltann í aðdraganda þriðja marks Sviss í leiknum, en Svisslendingar jöfnuðu metin í 3-3 rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Eftir að Mbappé hafði klúðrað sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni lét Veronique svo fjölskyldu Mbappé heyra það. Hún sagði pabba Mbappé að láta son sinn ekki vera svona „hrokafullan“. Hún harmaði það einnig hvernig sumir fjölmiðlamenn fjölluðu um Mbappé. Eftir þetta rifust mæður Mbappé og Rabiot og var nokkur hiti í því rifrildi, samkvæmt RMC. Footage of Rabiot s mother in tribune telling off Pogba s and Mbappè s family after the defeat while praising his son.What a sad human being pic.twitter.com/GHMqVZnIUi— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) June 30, 2021 RMC segir að Veronique hafi verið með fjölskyldum annarra leikmanna í um 20 mínútur eftir að leik lauk og að fólk hafi verið hneykslað á framferði hennar. Nokkur læti voru í fólkinu einnig á meðan á leik stóð og þurftu öryggisverðir að biðja fjölskyldumeðlimi Pogba um að róa sig niður en þeir munu hafa brugðist með neikvæðum hætti við hverjum mistökum Rabiots í leiknum. Veronique Rabiot er þekkt í franska fótboltaheiminum. Hún gegndi starfi umboðsmanns sonar síns og stuðlaði að því að hann færi frá PSG til Juventus árið 2019, þar sem þessi 26 ára gamli leikmaður er á mála nú. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira