Mætir KR og ætlar svo að læra hratt á ítalska boltann, veðrið og menninguna Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 13:31 Brynjar Ingi Bjarnason í leiknum við Pólverja þar sem segja má að hann hafi endanlega skotið sér út í atvinnumennsku. Getty/Boris Streubel Brynjar Ingi Bjarnason fann fyrir miklum áhuga eftir markið sem hann skoraði gegn Pólverjum. Hann nær kveðjuleik með KA gegn KR næsta mánudag áður en hann flytur til Ítalíu til að spila með liði Lecce næstu árin. Þetta sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag eftir að ítalska B-deildarfélagið tilkynnti að það hefði samið við Brynjar til næstu þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Svíþjóðarmeistarar Malmö, með hinn íslenskættaða Jon Dahl Thomasson í brúnni, höfðu einnig hug á að fá Brynjar en á endanum samdi þessi 21 árs gamli miðvörður við Lecce og kveðst hæstánægður með þá niðurstöðu. Brynjar segist hafa stefnt á að komast í atvinnumennsku í ár með því að eiga gott tímabil með KA en að hjólin hafi heldur betur farið að snúast eftir að hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir mánuði, og sérstaklega eftir að hann skoraði gegn Pólverjum. „Þetta er draumastaða. Þetta er það sem að maður æfir fyrir. Eftir að ég kom heim úr landsliðsferðinni skoðaði ég alla valmöguleika og þess vegna tók þetta svona langan tíma. Það kom mikill áhugi, sérstaklega eftir Póllandsleikinn,“ segir Brynjar en áhugi Malmö og Lecce var hins vegar mestur. „Markmiðið var að taka þessa leiktíð með trompi og það var í raun ætlunin að komast í atvinnumennsku eftir tímabilið,“ segir Brynjar. Mikil breyting og holl samkeppni Lecce er í samnefndum bæ á suðausturodda Ítalíu. Brynjar ætlar sér að vera fljótur að aðlagast nýju umhverfi: „Þetta er mikil breyting hvað allt umhverfið varðar og maður þarf að nýta undirbúningstímabilið vel til að aðlagast hlutunum; venjast veðrinu og boltanum þarna, og grípa alla menningu sem fyrst,“ segir Brynjar sem er því meðal annars á leið í ítölskunám. Lecce var nálægt því að vinna sér sæti í ítölsku A-deildinni í vor en tapaði í undanúrslitum umspilsins. Brynjar ætlar að sjálfsögðu að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu: „Það eru nokkrir kostir í varnarlínunni og eins og þetta horfir við mér þá verð ég þarna í hollri samkeppni. Það eru þarna eldri og reyndari menn sem maður getur lært af, en ef maður gerir sitt þarna þá kemst maður vonandi inn í liðið fljótt.“ Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Sjá meira
Þetta sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag eftir að ítalska B-deildarfélagið tilkynnti að það hefði samið við Brynjar til næstu þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Svíþjóðarmeistarar Malmö, með hinn íslenskættaða Jon Dahl Thomasson í brúnni, höfðu einnig hug á að fá Brynjar en á endanum samdi þessi 21 árs gamli miðvörður við Lecce og kveðst hæstánægður með þá niðurstöðu. Brynjar segist hafa stefnt á að komast í atvinnumennsku í ár með því að eiga gott tímabil með KA en að hjólin hafi heldur betur farið að snúast eftir að hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir mánuði, og sérstaklega eftir að hann skoraði gegn Pólverjum. „Þetta er draumastaða. Þetta er það sem að maður æfir fyrir. Eftir að ég kom heim úr landsliðsferðinni skoðaði ég alla valmöguleika og þess vegna tók þetta svona langan tíma. Það kom mikill áhugi, sérstaklega eftir Póllandsleikinn,“ segir Brynjar en áhugi Malmö og Lecce var hins vegar mestur. „Markmiðið var að taka þessa leiktíð með trompi og það var í raun ætlunin að komast í atvinnumennsku eftir tímabilið,“ segir Brynjar. Mikil breyting og holl samkeppni Lecce er í samnefndum bæ á suðausturodda Ítalíu. Brynjar ætlar sér að vera fljótur að aðlagast nýju umhverfi: „Þetta er mikil breyting hvað allt umhverfið varðar og maður þarf að nýta undirbúningstímabilið vel til að aðlagast hlutunum; venjast veðrinu og boltanum þarna, og grípa alla menningu sem fyrst,“ segir Brynjar sem er því meðal annars á leið í ítölskunám. Lecce var nálægt því að vinna sér sæti í ítölsku A-deildinni í vor en tapaði í undanúrslitum umspilsins. Brynjar ætlar að sjálfsögðu að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu: „Það eru nokkrir kostir í varnarlínunni og eins og þetta horfir við mér þá verð ég þarna í hollri samkeppni. Það eru þarna eldri og reyndari menn sem maður getur lært af, en ef maður gerir sitt þarna þá kemst maður vonandi inn í liðið fljótt.“
Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Sjá meira