Mætir KR og ætlar svo að læra hratt á ítalska boltann, veðrið og menninguna Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 13:31 Brynjar Ingi Bjarnason í leiknum við Pólverja þar sem segja má að hann hafi endanlega skotið sér út í atvinnumennsku. Getty/Boris Streubel Brynjar Ingi Bjarnason fann fyrir miklum áhuga eftir markið sem hann skoraði gegn Pólverjum. Hann nær kveðjuleik með KA gegn KR næsta mánudag áður en hann flytur til Ítalíu til að spila með liði Lecce næstu árin. Þetta sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag eftir að ítalska B-deildarfélagið tilkynnti að það hefði samið við Brynjar til næstu þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Svíþjóðarmeistarar Malmö, með hinn íslenskættaða Jon Dahl Thomasson í brúnni, höfðu einnig hug á að fá Brynjar en á endanum samdi þessi 21 árs gamli miðvörður við Lecce og kveðst hæstánægður með þá niðurstöðu. Brynjar segist hafa stefnt á að komast í atvinnumennsku í ár með því að eiga gott tímabil með KA en að hjólin hafi heldur betur farið að snúast eftir að hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir mánuði, og sérstaklega eftir að hann skoraði gegn Pólverjum. „Þetta er draumastaða. Þetta er það sem að maður æfir fyrir. Eftir að ég kom heim úr landsliðsferðinni skoðaði ég alla valmöguleika og þess vegna tók þetta svona langan tíma. Það kom mikill áhugi, sérstaklega eftir Póllandsleikinn,“ segir Brynjar en áhugi Malmö og Lecce var hins vegar mestur. „Markmiðið var að taka þessa leiktíð með trompi og það var í raun ætlunin að komast í atvinnumennsku eftir tímabilið,“ segir Brynjar. Mikil breyting og holl samkeppni Lecce er í samnefndum bæ á suðausturodda Ítalíu. Brynjar ætlar sér að vera fljótur að aðlagast nýju umhverfi: „Þetta er mikil breyting hvað allt umhverfið varðar og maður þarf að nýta undirbúningstímabilið vel til að aðlagast hlutunum; venjast veðrinu og boltanum þarna, og grípa alla menningu sem fyrst,“ segir Brynjar sem er því meðal annars á leið í ítölskunám. Lecce var nálægt því að vinna sér sæti í ítölsku A-deildinni í vor en tapaði í undanúrslitum umspilsins. Brynjar ætlar að sjálfsögðu að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu: „Það eru nokkrir kostir í varnarlínunni og eins og þetta horfir við mér þá verð ég þarna í hollri samkeppni. Það eru þarna eldri og reyndari menn sem maður getur lært af, en ef maður gerir sitt þarna þá kemst maður vonandi inn í liðið fljótt.“ Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira
Þetta sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag eftir að ítalska B-deildarfélagið tilkynnti að það hefði samið við Brynjar til næstu þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Svíþjóðarmeistarar Malmö, með hinn íslenskættaða Jon Dahl Thomasson í brúnni, höfðu einnig hug á að fá Brynjar en á endanum samdi þessi 21 árs gamli miðvörður við Lecce og kveðst hæstánægður með þá niðurstöðu. Brynjar segist hafa stefnt á að komast í atvinnumennsku í ár með því að eiga gott tímabil með KA en að hjólin hafi heldur betur farið að snúast eftir að hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir mánuði, og sérstaklega eftir að hann skoraði gegn Pólverjum. „Þetta er draumastaða. Þetta er það sem að maður æfir fyrir. Eftir að ég kom heim úr landsliðsferðinni skoðaði ég alla valmöguleika og þess vegna tók þetta svona langan tíma. Það kom mikill áhugi, sérstaklega eftir Póllandsleikinn,“ segir Brynjar en áhugi Malmö og Lecce var hins vegar mestur. „Markmiðið var að taka þessa leiktíð með trompi og það var í raun ætlunin að komast í atvinnumennsku eftir tímabilið,“ segir Brynjar. Mikil breyting og holl samkeppni Lecce er í samnefndum bæ á suðausturodda Ítalíu. Brynjar ætlar sér að vera fljótur að aðlagast nýju umhverfi: „Þetta er mikil breyting hvað allt umhverfið varðar og maður þarf að nýta undirbúningstímabilið vel til að aðlagast hlutunum; venjast veðrinu og boltanum þarna, og grípa alla menningu sem fyrst,“ segir Brynjar sem er því meðal annars á leið í ítölskunám. Lecce var nálægt því að vinna sér sæti í ítölsku A-deildinni í vor en tapaði í undanúrslitum umspilsins. Brynjar ætlar að sjálfsögðu að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu: „Það eru nokkrir kostir í varnarlínunni og eins og þetta horfir við mér þá verð ég þarna í hollri samkeppni. Það eru þarna eldri og reyndari menn sem maður getur lært af, en ef maður gerir sitt þarna þá kemst maður vonandi inn í liðið fljótt.“
Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira