Hjulmand hefur náð eftirtektarverðum árangri með danska liðið en Danmörk er komið í átta liða úrslitin á Evrópumótinu. Auk þess hefur liðið einungis tapað fáeinum leikjum með Hjulmand við stýrið.
Þrátt fyrir það er Peter Møller rólegur hvað varðar stöðu Hjulmands.
„Fyrir utan að vera góður þjálfari þá er Kasper Hjulmand einnig góð manneskja með góð gildi og þegar maður vill bæta heilt samband eða lið, þá er mikilvægt að vera með góðar manneskjur,“ sagði Peter.
„Kasper er með góð gildi og ég er viss um að þegar hann hefur skrifað undir samning þá stendur hann við hann.“
Møller bætti einnig við að Hjulmand væri rétt svo byrjaður í danska þjálfarastólnum en Danir spila við Tékka á laugardag í 8-liða úrslitunum á EM.
DBU frygter ikke at miste Hjulmand til storklub https://t.co/M6RZD4YF8r
— bold.dk (@bolddk) June 29, 2021

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.