Jakob Høyer, fjölmiðlafulltrúi danska sambandsins, hefur staðfest að Danirnir hafi nú þegar fengið sekt fyrir stuðningsmenn sína er þeir henda ölglösunum á loft.
Eins og má sjá í myndinni hér að ofan eru stuðningsmennirnir duglegir að fleygja glösunum á loft þegar mark er skorað og fyrir það hafa Danir fengið sekt.
„Við höfum fengið nokkrar sektir frá UEFA fyrir bjórköst,“ sagði Jakob í samtali við TV2.
„Það verður meira og meira svo við verðum að finna aðrar leiðir til þess að fagna mörkum og sigrum með þessu landsliði.“
Hann bætir einnig við að það gæti farið svo að þeir sem kasti glösunum á loft verði settir í bann frá leikjum danska landsliðsins.
Danir mæta Tékklandi í átta liða úrslitum á laugardaginn en sigurvegarinn mætir annað hvort Englandi eða Úkraínu í undanúrslitunum.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.