Íslenski boltinn

Smit hjá Fylki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik hjá Fylki í sumar.
Úr leik hjá Fylki í sumar.

Leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla hefur greinst með kórónuveiruna en vefmiðillinn 433.is greinir frá þessu í kvöld.

Kjartan Daníelsson, stjórnarmaður Fylkis, staðfesti þetta í samtali við 433.is en leikmaðurinn greindist með veiruna í dag.

Því þarf fjöldinn allur af leikmönnum í sóttkví, sem og einhverjir úr starfsliðinu, en talið er að alls fimmtán þurfi í sóttkví.

Fylkir mætti Val í síðustu umferð en enginn Valsmaður þarf í sóttkví vegna þess að þeir eru allir fullbólusettir.

Fylkir átti að mæta HK um helgina en þeim leik verður frestað vegna tíðinda kvöldsins.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×