Cosby kominn heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2021 22:45 Cosby henti upp friðarmerkinu þegar hann kom heim í dag. AP Photo/Matt Rourke Leikarinn og grínistinn Bill Cosby er nú frjáls ferða sinna og laus úr fangelsi aðeins nokkrum klukkutímum eftir að kynferðisbrotadómi yfir honum var snúið við af Hæstarétti Pensylvaníu. Cosby myndaði friðarmerkið svokallaða, eða „V-for-victory“ eins og það er kallað í frétt AP, með annarri hendi sinni þegar hann gekk inn á heimili sitt í úthverfi Fíladelfíu í kvöld. Cosby, sem er 83 ára gamall, hafði afplánað rúm tvö ár af þriggja til tíu ára dómi sem hann fékk árið 2018 eftir að hann var sakfelldur fyrir að hafa byrlað Andreu Constand, íþróttastjórnanda Temple Háskóla, ólyfjan og brotið á henni kynferðislega árið 2004. Fjölmiðlar vestanhafs biðu fyrir utan heimili Cosby eftir að honum var sleppt úr fangelsinu en hann yrti ekki á fréttamennina. Lögmaður hans, Jennifer Bonjean, sagði hins vegar: „Við erum mjög glöð að herra Cosby sé kominn heim.“ „Hann afplánaði þriggja ára óréttlátan fangelsisdóm og hann gerði það með sæmd og af prinsippi,“ bætti Bonjean við. Mátti ekki svíkja loforð forvera síns Cosby, sem gerði garðinn frægan í grínþáttunum Cosby Show, var fyrsti þjóðþekkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot í kjölfar MeToo byltingarinnar. Hann varð hins vegar ekki sá síðasti til að vera það. Cosby var handtekinn árið 2015, þegar saksóknari í Fíladelfíu gaf út ákæru á hendur honum. Þá höfðu nýjar upplýsingar litið dagsins ljós úr vitnisburði Constand. Ákæran var gefin út aðeins nokkrum dögum áður en 12 ára fyrningarfrestur vegna málsins hefði runnið út. Hæstiréttur Pensylvaníu dæmdi hins vegar svo í dag að Kevin Steele, saksóknaranum sem gaf út ákæruna, hafi borið skylda að standa við loforð forvera hans um að ákæra Cosby ekki, þrátt fyrir að engar sannanir hafi verið til um að það loforð hafi verið skriflegt. Fjórir dómarar á móti þremur Hæstaréttardómarinn David Wench sagði að Cosby hafi stólað á þá ákvörðun fyrrverandi saksóknarans að ákæra hann ekki í kjölfar þess að Cosby gaf vitnisburð í einkadómsmáli Constand gegn honum sem gæti talist viðurkenning á sekt hans. Dómararnir voru ekki allir sammála um niðurstöðu málsins, þeir voru fjórir á móti þremur, en svo fór og verður nú ekki hægt að sækja mál gegn Cosby aftur fyrir dómstólum, alla vega ekki í máli Constand. Loforð fyrrverandi saksóknarans var ekki það eina sem hafði áhrif á ákvörðun dómsins en hann taldi að vitnisburðir fimm annarra kvenna, sem hafa ásakað Cosby um að hafa byrlað sér ólyfjan og í kjölfarið kynferðislega brotið á sér, var talinn hafa litað málið talsvert. Konurnar voru kallaðar til sem svokölluð persónuleikavitni, eða karaktervitni, og var tilgangurinn að sýna ákveðið hegðunarmynstur hjá Cosby. Í dómsmálinu árið 2018 var Cosby aðeins ákærður fyrir kynferðisbrot gegn Constand en dómarinn heimilaði saksóknara að kalla til konurnar fimm, sem höfðu ásakað Cosby um ofbeldi, til vitnisburðar. Þær höfðu allar þekkt Cosby á níunda áratugnum og kynnst honum í gegn um skemmtanabransann. Taldi Constand hafa beðið of lengi með að stíga fram Constand leitaði til lögreglu árið 2005 vegna Cosby en þáverandi saksóknari Bruce Castor taldi málið ekki vænlegt til að fara með fyrir dóm vegna þess að hún hefði beðið í ár með að tilkynna brotið. Þá taldi hann það einnig koma illa út að Constand hafi haldið sambandi við Cosby í kjölfar atviksins. Castor ákvað því ekki að ákæra Cosby en hvatti Constand til að stefna Cosby fyrir einkadómstól. Í því dómsmáli var Cosby látinn bera vitni fyrir dómi og sagði hann í vitnisburði sínum að hann ætti til að bjóða konum sem hann vildi sofa hjá sljóvgandi lyf, svokölluð quaaludes. Einkamálið endaði þannig að Cosby greiddi Constand 3,4 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur. Hluti vitnisburðarins var síðar meir gerður opinber, að beiðni fréttastofu AP, sem leiddi til flóðbylgju áskana annarra kvenna á hendur Cosby. Meira en 60 konur stigu fram og sögðu Cosby hafa brotið á sér. „Mér finnst þetta vera réttarmorð“ Í vitnisburðinum greindi Cosby meðal annars frá því að hafa gefið nítján ára gamalli stúlku sljóvgandi lyf áður en hann „svaf“ hjá henni á hótelherbergi í Las Vegas árið 1976, þegar hann var fertugur. Hann sagði mökin hins vegar hafa verið með vilja beggja aðila. Konan steig fram í dag en hún heitir Therese Serignese og er 64 ára gömul, og sagði niðurstöðu hæstaréttar vera sláandi. „Mér finnst þetta vera réttarmorð. Þetta er út af tæknilegu máli. Þetta snýst ekki um sannleika kvennanna,“ sagði hún. Hún sagðist hins vegar hugga sig við það að Cosby hafi setið inni í nær þrjú ár. „Það er eins gott og það verður í Bandaríkjunum fyrir þolendur kynferðisofbeldis.“ Mál Bill Cosby Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21 Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33 Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Cosby, sem er 83 ára gamall, hafði afplánað rúm tvö ár af þriggja til tíu ára dómi sem hann fékk árið 2018 eftir að hann var sakfelldur fyrir að hafa byrlað Andreu Constand, íþróttastjórnanda Temple Háskóla, ólyfjan og brotið á henni kynferðislega árið 2004. Fjölmiðlar vestanhafs biðu fyrir utan heimili Cosby eftir að honum var sleppt úr fangelsinu en hann yrti ekki á fréttamennina. Lögmaður hans, Jennifer Bonjean, sagði hins vegar: „Við erum mjög glöð að herra Cosby sé kominn heim.“ „Hann afplánaði þriggja ára óréttlátan fangelsisdóm og hann gerði það með sæmd og af prinsippi,“ bætti Bonjean við. Mátti ekki svíkja loforð forvera síns Cosby, sem gerði garðinn frægan í grínþáttunum Cosby Show, var fyrsti þjóðþekkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot í kjölfar MeToo byltingarinnar. Hann varð hins vegar ekki sá síðasti til að vera það. Cosby var handtekinn árið 2015, þegar saksóknari í Fíladelfíu gaf út ákæru á hendur honum. Þá höfðu nýjar upplýsingar litið dagsins ljós úr vitnisburði Constand. Ákæran var gefin út aðeins nokkrum dögum áður en 12 ára fyrningarfrestur vegna málsins hefði runnið út. Hæstiréttur Pensylvaníu dæmdi hins vegar svo í dag að Kevin Steele, saksóknaranum sem gaf út ákæruna, hafi borið skylda að standa við loforð forvera hans um að ákæra Cosby ekki, þrátt fyrir að engar sannanir hafi verið til um að það loforð hafi verið skriflegt. Fjórir dómarar á móti þremur Hæstaréttardómarinn David Wench sagði að Cosby hafi stólað á þá ákvörðun fyrrverandi saksóknarans að ákæra hann ekki í kjölfar þess að Cosby gaf vitnisburð í einkadómsmáli Constand gegn honum sem gæti talist viðurkenning á sekt hans. Dómararnir voru ekki allir sammála um niðurstöðu málsins, þeir voru fjórir á móti þremur, en svo fór og verður nú ekki hægt að sækja mál gegn Cosby aftur fyrir dómstólum, alla vega ekki í máli Constand. Loforð fyrrverandi saksóknarans var ekki það eina sem hafði áhrif á ákvörðun dómsins en hann taldi að vitnisburðir fimm annarra kvenna, sem hafa ásakað Cosby um að hafa byrlað sér ólyfjan og í kjölfarið kynferðislega brotið á sér, var talinn hafa litað málið talsvert. Konurnar voru kallaðar til sem svokölluð persónuleikavitni, eða karaktervitni, og var tilgangurinn að sýna ákveðið hegðunarmynstur hjá Cosby. Í dómsmálinu árið 2018 var Cosby aðeins ákærður fyrir kynferðisbrot gegn Constand en dómarinn heimilaði saksóknara að kalla til konurnar fimm, sem höfðu ásakað Cosby um ofbeldi, til vitnisburðar. Þær höfðu allar þekkt Cosby á níunda áratugnum og kynnst honum í gegn um skemmtanabransann. Taldi Constand hafa beðið of lengi með að stíga fram Constand leitaði til lögreglu árið 2005 vegna Cosby en þáverandi saksóknari Bruce Castor taldi málið ekki vænlegt til að fara með fyrir dóm vegna þess að hún hefði beðið í ár með að tilkynna brotið. Þá taldi hann það einnig koma illa út að Constand hafi haldið sambandi við Cosby í kjölfar atviksins. Castor ákvað því ekki að ákæra Cosby en hvatti Constand til að stefna Cosby fyrir einkadómstól. Í því dómsmáli var Cosby látinn bera vitni fyrir dómi og sagði hann í vitnisburði sínum að hann ætti til að bjóða konum sem hann vildi sofa hjá sljóvgandi lyf, svokölluð quaaludes. Einkamálið endaði þannig að Cosby greiddi Constand 3,4 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur. Hluti vitnisburðarins var síðar meir gerður opinber, að beiðni fréttastofu AP, sem leiddi til flóðbylgju áskana annarra kvenna á hendur Cosby. Meira en 60 konur stigu fram og sögðu Cosby hafa brotið á sér. „Mér finnst þetta vera réttarmorð“ Í vitnisburðinum greindi Cosby meðal annars frá því að hafa gefið nítján ára gamalli stúlku sljóvgandi lyf áður en hann „svaf“ hjá henni á hótelherbergi í Las Vegas árið 1976, þegar hann var fertugur. Hann sagði mökin hins vegar hafa verið með vilja beggja aðila. Konan steig fram í dag en hún heitir Therese Serignese og er 64 ára gömul, og sagði niðurstöðu hæstaréttar vera sláandi. „Mér finnst þetta vera réttarmorð. Þetta er út af tæknilegu máli. Þetta snýst ekki um sannleika kvennanna,“ sagði hún. Hún sagðist hins vegar hugga sig við það að Cosby hafi setið inni í nær þrjú ár. „Það er eins gott og það verður í Bandaríkjunum fyrir þolendur kynferðisofbeldis.“
Mál Bill Cosby Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21 Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33 Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14
Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21
Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33
Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48