Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2021 22:57 Frá Reykjanesbraut við Voga. Þar er talið að hraun gæti runnið til sjávar. Arnar Halldórsson Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. Hafi einhver haldið að eldgosið væri í andarslitrunum, þá birtist allt önnur sýn á vefmyndavél Vísis í gærkvöldi en þá gengu gusurnar upp með reglulegu millibili, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar sýna raunar einhvern mesta ham eldgossins á þeim liðlega eitthundrað dögum sem liðnir frá því upphafi þess. Svo mikill var krafturinn á köflum að barmar gígsins fylltust og flæddi hraunið upp úr til allra átta. Í þessum ham var gosið frá því um kvöldmatarleytið og fram til klukkan tvö í nótt og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að óróakviðurnar hafi á köflum verið þær mestu sem hann hafi séð til þessa. Heldur dró úr hamaganginum þegar leið á nóttina og virðist gosið núna aftur komið í sígos með stöðugu hraunrennsli. Á vegum Almannavarna er búið að reisa lítinn varnargarð í mynni Nátthaga í von um að tefja hraunrennsli í átt að Suðurstrandarvegi. Einnig er kominn leiðigarður við gönguleið A sem ætlað er að beina hrauni frá því að komast til vesturs í Nátthagakrika. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson „Þetta verður til þess að hraunið sem er að koma að þessum garði fer ofan í Nátthagann í stað þess að fara til vesturs þar sem það gæti verið að flæmast um. Og það er mjög mikið til vinnandi að fresta því að minnsta kosti sem mest,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Hraunflæðispá miðað við langt eldgos og að hraun nái óhindrað að renna vestur fyrir Nátthagakrika.Verkís Hraunflæðilíkön sýna hvað gæti verið í húfi, byggðin í Grindavík sem og orkuverið í Svartsengi, og er byrjað að teikna upp varnarmannvirki, út frá mismunandi sviðsmyndum. Jafnframt eru menn farnir að huga að vörnum fyrir einhverja mikilvægustu samgönguæð landsins, Reykjanesbraut. „Það er líka verið að tala um hraunrennsli til norðurs að Reykjanesbrautinni og jafnvel til sjávar þar. Það er einmitt verið að hanna þessi mannvirki núna þannig að það verði hægt að bregðast við í tíma,“ segir bæjarstjórinn. Fannar tekur þó fram að verið sé að horfa til nokkuð langrar framtíðar. „Það er verið að tala um einhver ár. Við erum að tala um kannski svona þriggja ára tímabil. Við erum að horfa til þess núna. Og innan þess tíma gæti þurft að vera búið að koma upp þessum varnargörðum. Þannig að það er tími til stefnu. En það er ástæðulaust að bíða eftir því að hanna þetta,“ segir bæjarstjóri Grindavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá vefmyndavél Vísis á gosstöðvunum: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Samgöngur Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Hafi einhver haldið að eldgosið væri í andarslitrunum, þá birtist allt önnur sýn á vefmyndavél Vísis í gærkvöldi en þá gengu gusurnar upp með reglulegu millibili, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar sýna raunar einhvern mesta ham eldgossins á þeim liðlega eitthundrað dögum sem liðnir frá því upphafi þess. Svo mikill var krafturinn á köflum að barmar gígsins fylltust og flæddi hraunið upp úr til allra átta. Í þessum ham var gosið frá því um kvöldmatarleytið og fram til klukkan tvö í nótt og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að óróakviðurnar hafi á köflum verið þær mestu sem hann hafi séð til þessa. Heldur dró úr hamaganginum þegar leið á nóttina og virðist gosið núna aftur komið í sígos með stöðugu hraunrennsli. Á vegum Almannavarna er búið að reisa lítinn varnargarð í mynni Nátthaga í von um að tefja hraunrennsli í átt að Suðurstrandarvegi. Einnig er kominn leiðigarður við gönguleið A sem ætlað er að beina hrauni frá því að komast til vesturs í Nátthagakrika. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson „Þetta verður til þess að hraunið sem er að koma að þessum garði fer ofan í Nátthagann í stað þess að fara til vesturs þar sem það gæti verið að flæmast um. Og það er mjög mikið til vinnandi að fresta því að minnsta kosti sem mest,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Hraunflæðispá miðað við langt eldgos og að hraun nái óhindrað að renna vestur fyrir Nátthagakrika.Verkís Hraunflæðilíkön sýna hvað gæti verið í húfi, byggðin í Grindavík sem og orkuverið í Svartsengi, og er byrjað að teikna upp varnarmannvirki, út frá mismunandi sviðsmyndum. Jafnframt eru menn farnir að huga að vörnum fyrir einhverja mikilvægustu samgönguæð landsins, Reykjanesbraut. „Það er líka verið að tala um hraunrennsli til norðurs að Reykjanesbrautinni og jafnvel til sjávar þar. Það er einmitt verið að hanna þessi mannvirki núna þannig að það verði hægt að bregðast við í tíma,“ segir bæjarstjórinn. Fannar tekur þó fram að verið sé að horfa til nokkuð langrar framtíðar. „Það er verið að tala um einhver ár. Við erum að tala um kannski svona þriggja ára tímabil. Við erum að horfa til þess núna. Og innan þess tíma gæti þurft að vera búið að koma upp þessum varnargörðum. Þannig að það er tími til stefnu. En það er ástæðulaust að bíða eftir því að hanna þetta,“ segir bæjarstjóri Grindavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá vefmyndavél Vísis á gosstöðvunum:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Samgöngur Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03
Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31