Myndband af Henderson á hliðarlínunni í Þjóðverjaleiknum vekur lukku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 10:00 Jordan Henderson faðmar markaskorarana Raheem Sterling og Harry Kane í leikslok. Getty/Shaun Botterill Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er kannski í aukahlutverki í enska landsliðinu á EM en hann hefur fengið mikið lof eftir að myndband af honum fór á flug á neitnu. Enska landsliðið komst í átta liða úrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Þjóðverjum á þriðjudaginn. Þetta var langþráður sigur hjá þeim ensku enda sá fyrsti á Þjóðverjum á stórmóti í 55 ár. Harry Kane fór langt með að innsigla sigurinn þegar hann kom enska landsliðinu í 2-0 á 86. mínútu. Harry Kane scored England's 2nd goal as Jordan Henderson waited to come on and his live reaction to the build up and finish was caught on camera. Amazing! https://t.co/rLLd5VKkRS— SPORTbible (@sportbible) June 30, 2021 Rétt áður en markið kom þá var landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate búinn að ákveða að setja Jordan Henderson inn á völlinn síðustu mínúturnar. Henderson stóð því á hliðarlínunni tilbúinn að koma inn til að landa sigri og sæti í átta liða úrslitunum. Myndavélin var á Henderson alla sókn enska liðsins sem endaði með stoðsendingu Jack Grealish og skallamarki Kane. Henderson rekur sína menn áfram í sókninni og fagnar svo markinu innilega. Hann endar svo á því að faðma Southgate landsliðsþjálfara. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem UEFA setti inn á EM Twittersíðu sína. When you're waiting to come on but end up celebrating a goal! @JHenderson living every moment #EURO2020 | @England pic.twitter.com/xgwtelabpD— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Henderson komst loksins inn á völlinn stuttu síðar fyrir Declan Rice og átti þátt í því að landa þessum sögulega sigri. Henderson hefur fengið hrós fyrir frábært hugarfari hjá leikmanni sem hefur þurft að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum alla keppnina. Þarna sýnir hann leiðtogahæfileikana sína sem Liverpool stuðningsmenn elska hann fyrir. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Sjá meira
Enska landsliðið komst í átta liða úrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Þjóðverjum á þriðjudaginn. Þetta var langþráður sigur hjá þeim ensku enda sá fyrsti á Þjóðverjum á stórmóti í 55 ár. Harry Kane fór langt með að innsigla sigurinn þegar hann kom enska landsliðinu í 2-0 á 86. mínútu. Harry Kane scored England's 2nd goal as Jordan Henderson waited to come on and his live reaction to the build up and finish was caught on camera. Amazing! https://t.co/rLLd5VKkRS— SPORTbible (@sportbible) June 30, 2021 Rétt áður en markið kom þá var landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate búinn að ákveða að setja Jordan Henderson inn á völlinn síðustu mínúturnar. Henderson stóð því á hliðarlínunni tilbúinn að koma inn til að landa sigri og sæti í átta liða úrslitunum. Myndavélin var á Henderson alla sókn enska liðsins sem endaði með stoðsendingu Jack Grealish og skallamarki Kane. Henderson rekur sína menn áfram í sókninni og fagnar svo markinu innilega. Hann endar svo á því að faðma Southgate landsliðsþjálfara. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem UEFA setti inn á EM Twittersíðu sína. When you're waiting to come on but end up celebrating a goal! @JHenderson living every moment #EURO2020 | @England pic.twitter.com/xgwtelabpD— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Henderson komst loksins inn á völlinn stuttu síðar fyrir Declan Rice og átti þátt í því að landa þessum sögulega sigri. Henderson hefur fengið hrós fyrir frábært hugarfari hjá leikmanni sem hefur þurft að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum alla keppnina. Þarna sýnir hann leiðtogahæfileikana sína sem Liverpool stuðningsmenn elska hann fyrir. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Sjá meira