Þrætur íbúa blokkarinnar töfðu viðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 12:23 Enn eru um 145 manns saknað eftir að álma Champlain-turnsins á Surfside hrundi laugardaginn 24. júní. AP/Emily Michot/Miami Herald Meirihluti stjórnar húsfélags blokkarinnar sem hrundi í bænum Surfside á Flórída sagði af sér í skugga deilna um hvort ráðast ætti í viðgerðir á byggingunni í kjölfar skýrslu verkfræðinga sem leiddi í ljós skemmdir. Að minnsta kosti átján eru látnir. Ein álma Champlain-turnsins, tólf hæða íbúðablokkar, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Auk þeirra átján sem eru staðfestir látnir er á annað hundrað manns enn saknað. Greint hefur verið frá því að verkfræðingar sem fóru yfir bygginguna árið 2018 vöruðu við sprungum í bílakjallara. Nú segir Washington Post að forseti húsfélagsins hafi sagt af sér árið 2019, að hluta til vegna gremju með viðbrögð þess við skýrslu verkfræðinganna. Fjórir aðrir stjórnarmenn fylgdu honum út um dyrnar á tveggja vikna tímabili. Afsagnirnar komu í kjölfar átaka um viðgerðir á byggingunni sem áttu að hlaupa á milljónum dollara, jafnvirði hundraða milljóna íslenskra króna. Deilt var um kostnaðinn og umfang framkvæmdanna. Mörgum íbúðareigendum óx það í augum að ráðast í framkvæmdir sem urðu sífellt dýrari þrátt fyrir að varnaðarorð húsfélagsstjórnarinnar yrðu æ alvarlegri. Framkvæmdirnar drógust um þrjú ár vegna óeiningarinnar samkvæmt gögnum sem bandaríska blaðið hefur séð. Þannig var enn ekki byrjað á steypuviðgerðum þegar hluti byggingarinnar hrundi fyrir einni og hálfri viku. Ekki liggur þó fyrir hvað olli hruninu eða hvort að skemmdirnar sem húsfélagið fékk vitneskju um árið 2018 hafi átt þátt í því. Sérfræðingar hafa sagt að svo virðist sem að eitthvað hafi brostið á neðstu hæðum blokkarinnar eða í bílakjallaranum undir henni. Íbúi sem komst lífs af segist hafa séð að hluti af sundlaugarsvæði og bílastæðum hafi hrunið ofan í bílakjallarann skömmu áður en álman öll fylgdi á eftir. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru væntanleg til Surfside í dag en þar ætla þau að hitta viðbragðsaðila og leitar- og björgunarlið sem hefur lagt nótt við dag í leit að fólki í rústunum. Þau ætla einnig að hitta fjölskyldur þeirra sem létust og er saknað. Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13 Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Ein álma Champlain-turnsins, tólf hæða íbúðablokkar, hrundi aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Auk þeirra átján sem eru staðfestir látnir er á annað hundrað manns enn saknað. Greint hefur verið frá því að verkfræðingar sem fóru yfir bygginguna árið 2018 vöruðu við sprungum í bílakjallara. Nú segir Washington Post að forseti húsfélagsins hafi sagt af sér árið 2019, að hluta til vegna gremju með viðbrögð þess við skýrslu verkfræðinganna. Fjórir aðrir stjórnarmenn fylgdu honum út um dyrnar á tveggja vikna tímabili. Afsagnirnar komu í kjölfar átaka um viðgerðir á byggingunni sem áttu að hlaupa á milljónum dollara, jafnvirði hundraða milljóna íslenskra króna. Deilt var um kostnaðinn og umfang framkvæmdanna. Mörgum íbúðareigendum óx það í augum að ráðast í framkvæmdir sem urðu sífellt dýrari þrátt fyrir að varnaðarorð húsfélagsstjórnarinnar yrðu æ alvarlegri. Framkvæmdirnar drógust um þrjú ár vegna óeiningarinnar samkvæmt gögnum sem bandaríska blaðið hefur séð. Þannig var enn ekki byrjað á steypuviðgerðum þegar hluti byggingarinnar hrundi fyrir einni og hálfri viku. Ekki liggur þó fyrir hvað olli hruninu eða hvort að skemmdirnar sem húsfélagið fékk vitneskju um árið 2018 hafi átt þátt í því. Sérfræðingar hafa sagt að svo virðist sem að eitthvað hafi brostið á neðstu hæðum blokkarinnar eða í bílakjallaranum undir henni. Íbúi sem komst lífs af segist hafa séð að hluti af sundlaugarsvæði og bílastæðum hafi hrunið ofan í bílakjallarann skömmu áður en álman öll fylgdi á eftir. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru væntanleg til Surfside í dag en þar ætla þau að hitta viðbragðsaðila og leitar- og björgunarlið sem hefur lagt nótt við dag í leit að fólki í rústunum. Þau ætla einnig að hitta fjölskyldur þeirra sem létust og er saknað.
Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13 Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29 Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30. júní 2021 16:13
Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28. júní 2021 20:29
Hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í Miami Mikill viðbúnaður er nú á Surfside í Miami í Flórída eftir að hluti tólf hæða íbúðahúss hrundi í nótt. 24. júní 2021 08:42