Ástæðan fyrir því að þetta er Bobby Bonilla dagurinn í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 15:30 Bobby Bonilla fær borgað árlega frá New York Mets og á enn eftir fjórtán ár af 148 milljónagreiðslu á hverju ári. Getty/George Gojkovich 1. júlí er ávallt frábær dagur fyrir hafnaboltaleikmanninn Bobby Bonilla. Bonilla er reyndar orðinn 58 ára gamall og hætti að spila fyrir tveimur áratugum síðan. Hann fær samt enn borgað fyrir að gera ekki neitt. Ástæðan er jú ótrúlegur starfslokasamningur Bobby Bonilla við New York Mets liðið sem var gerður í upphafi aldarinnar. Happy Bobby Bonilla Day What are some of the worst sports signings in history? pic.twitter.com/S5XU0Lh8VE— PFF (@PFF) July 1, 2021 Samkvæmt þeim samningi þá þarf New York Mets að borga honum meira en eina milljón Bandaríkjadala á hverju ári til ársins 2035. Þetta eru samtals 1,19 milljónir dala eða um 148 milljónir íslenskra króna fyrsta dag júlímánaðar á hverju ári. Upphafið af þessu var að Bonilla kom til Mets í skiptum frá Los Angeles Dodgers fyrir 1999 tímabilið. Hann spilaði eitt tímabil með Mets sem síðan vildi kaupa hann út. Þá skuldaði Mets honum 5,9 milljónir dollara fyrir síðasta ár samningsins. Bobby Bonilla Day is the greatest American holiday. On today s show, we find out why by talking to Bobby Bonilla himself.https://t.co/S3npEoxysb— NPR's Planet Money (@planetmoney) June 26, 2021 Umboðsmaður Bonilla bauð Mets upp á það að þeir þyrftu ekki að borga honum strax en þess í stað yrði félagið að borga honum það sem þeir skulduðu honum með vöxtum, dreift á eina greiðslu á ári frá 2011 til 2035. Forráðamenn Mets samþykktu þetta af því að þeir ætluðu að nota vextina til að eiga fyrir árlegri greiðslu Bonilla. Það er tíu prósent vextina sem fjárglæframaðurinn Bernie Madoff hafði lofað þeim. Madoff var handtekinn fyrir að skipuleggja mesta pýramídasvindl sögunnar og lést í fangelsi fyrr á þessu ári. Announcement: Tomorrow is July 1, also known as "Bobby Bonilla Day". He will once again receive a payment of $1,193,248.20 Just 14 more years to go on the payment plan. https://t.co/ndbRBuc545— Keith Britton (@KeithBritton86) June 30, 2021 Eftir stóð árlega greiðslan og þess vegna fær Bobby Bonilla 148 milljónir inn á reikninginn sinn 1. júlí á hverju ári. Það er líka ástæðan fyrir því að þetta er kallaður Bobby Bonilla dagurinn í Bandaríkjunum. Það fyndna er að Bonilla spilaði fyrir Atlanta Braves þetta umrædda tímabil og lagði síðan skóna á hilluna eftir 2001 tímabil með St. Louis Cardinals, þá orðinn 38 ára gamall. Update: We ve actually sold 9 Bobby Bonilla Plans already! I may take all plan participants to lunch in the year 2046 as a perk! https://t.co/Hk4Vw08Afg— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) July 1, 2021 Þetta eina tímabil, sem Bonilla spilaði fyrir annað félag, mun kosta New York Mets 29,8 milljónir dollara á endanum eða tæpa 3,7 milljarða íslenskra króna. Hafnabolti Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Ástæðan er jú ótrúlegur starfslokasamningur Bobby Bonilla við New York Mets liðið sem var gerður í upphafi aldarinnar. Happy Bobby Bonilla Day What are some of the worst sports signings in history? pic.twitter.com/S5XU0Lh8VE— PFF (@PFF) July 1, 2021 Samkvæmt þeim samningi þá þarf New York Mets að borga honum meira en eina milljón Bandaríkjadala á hverju ári til ársins 2035. Þetta eru samtals 1,19 milljónir dala eða um 148 milljónir íslenskra króna fyrsta dag júlímánaðar á hverju ári. Upphafið af þessu var að Bonilla kom til Mets í skiptum frá Los Angeles Dodgers fyrir 1999 tímabilið. Hann spilaði eitt tímabil með Mets sem síðan vildi kaupa hann út. Þá skuldaði Mets honum 5,9 milljónir dollara fyrir síðasta ár samningsins. Bobby Bonilla Day is the greatest American holiday. On today s show, we find out why by talking to Bobby Bonilla himself.https://t.co/S3npEoxysb— NPR's Planet Money (@planetmoney) June 26, 2021 Umboðsmaður Bonilla bauð Mets upp á það að þeir þyrftu ekki að borga honum strax en þess í stað yrði félagið að borga honum það sem þeir skulduðu honum með vöxtum, dreift á eina greiðslu á ári frá 2011 til 2035. Forráðamenn Mets samþykktu þetta af því að þeir ætluðu að nota vextina til að eiga fyrir árlegri greiðslu Bonilla. Það er tíu prósent vextina sem fjárglæframaðurinn Bernie Madoff hafði lofað þeim. Madoff var handtekinn fyrir að skipuleggja mesta pýramídasvindl sögunnar og lést í fangelsi fyrr á þessu ári. Announcement: Tomorrow is July 1, also known as "Bobby Bonilla Day". He will once again receive a payment of $1,193,248.20 Just 14 more years to go on the payment plan. https://t.co/ndbRBuc545— Keith Britton (@KeithBritton86) June 30, 2021 Eftir stóð árlega greiðslan og þess vegna fær Bobby Bonilla 148 milljónir inn á reikninginn sinn 1. júlí á hverju ári. Það er líka ástæðan fyrir því að þetta er kallaður Bobby Bonilla dagurinn í Bandaríkjunum. Það fyndna er að Bonilla spilaði fyrir Atlanta Braves þetta umrædda tímabil og lagði síðan skóna á hilluna eftir 2001 tímabil með St. Louis Cardinals, þá orðinn 38 ára gamall. Update: We ve actually sold 9 Bobby Bonilla Plans already! I may take all plan participants to lunch in the year 2046 as a perk! https://t.co/Hk4Vw08Afg— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) July 1, 2021 Þetta eina tímabil, sem Bonilla spilaði fyrir annað félag, mun kosta New York Mets 29,8 milljónir dollara á endanum eða tæpa 3,7 milljarða íslenskra króna.
Hafnabolti Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira