Ekki má höggva tvisvar í sama knérunn barna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 1. júlí 2021 12:30 Reglulega berast fréttir af kvíða, þunglyndi og vanlíðan ungmenna á Íslandi. Margt bendir til versnandi líðan þeirra, drengjum gangi illa í skóla og þar fram eftir götunum. Upphlaup verður í samfélaginu þegar niðurstöður koma úr PISA könnunum, ekki síst vegna stöðu íslenskra drengja í lestri. Bertrand Andre Marc Lauth, geðlæknir á BUGL, var í viðtali við Rúv þann 23. maí sl. og kom þar fram að tilvísunum vegna alvarlega veikra ungmenna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgi hratt. Sömuleiðis fjölgi þeim sem þangað koma eftir sjálfsvígstilraunir og bráðaðainnlagnir hafa aukist um tugir prósenta á ári. Viðbrögð samfélagsins við fregnum sem þessum eru misjafnar. Sumir skella skollaeyrum við þeim en aðrir klóra sér í kollinum og velta fyrir sér hvað veldur þessari vanlíðan og/eða vankunnáttu íslenskra barna. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um ástæðurnar og margs konar patentlausnir og plástrar verið lagðir til. En getur ástæðan mögulega vera að finna í því áfalli sem íslenskt samfélag varð fyrir árið 2008 í kjölfar fjármálahrunsins og þeim ráðstöfunum sem gripið var til þá í kjölfarið? „Ég held að við séum öll sammála um það, sérfræðingarnir, að við séum núna að fá yfir okkur afleiðingar bankakreppunnar sem varð 2008”sagði Bertrand Andre Marc Lauth jafnframt í viðtalinu. Niðurskurður í grunnstoðum skólaumhverfisins, sérkennslu og félagsþjónustu barna og unglinga hafi haft mun alvarlegri áhrif en margan grunaði. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýstu á sínum tíma yfir áhyggjum sínum um að þessi niðurskurður í þjónustu við börn myndi hafa alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Á árunum eftir hrun skoruðu samtökin ítrekað á stjórnvöld að skera ekki niður í málefnum barna, að líta á fjármagn sem varið er til þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra sem fjárfestingu. Í þeim áskorunum sem Barnaheill sendu frá sér kom m.a. fram að slíkur niðurskurður á sviði menntamála, heilbrigðis- og félagsþjónustu væri óafturkræfur sem og áhrif hans á þau börn sem fyrir honum verða. Þau ungmenni sem nú eru á aldrinum 15-19 ára voru árið 2008 í leik- og grunnskólum. Þau hafa alla sína skólagöngu alist upp í skugga bankahrunsins og niðurskurður í þjónustu hefur bitnað á þeim, þó að þau bæru svo sannarlega enga ábyrgð á því sem gerðist. Þau voru þolendur. Segja má að eftir hrunið hafi kerfið verið núllstillt og ný viðmið sett, viðmið sem voru byggð á stöðunni eftir niðurskurð. Börnin hafa þurft að súpa seiðið af því. Nú hefur nýtt áfall dunið yfir af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum um að aftur verði gripið til niðurskurðar í þjónustu við börn og þá frá þessum nýja núllpunkti sem settur var eftir bankahrunið. Ef sú verður raunin er ljóst að það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar, ekki bara fyrir börn og ungmenni, heldur fyrir samfélagið allt. Í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar sem birtist í blaðinu The Lancet Psychiatry um breytingar á andlegri heilsu unglinga á tímum heimsfaraldurs COVID-19 kemur fram að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega stúlkur. Þetta er sá hópur sem var á barnsaldri við bankahrunið. Því er brýnt að forgangsraðað verði í þágu barna og ungmenna á næstu árum þannig að þeir einstaklingar sem eru að vaxa úr grasi hafi styrk og getu til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Annað er óverjandi. Eitt sinn taldist það ekki góður siður að höggva tvisvar í sama knérunn. Það á svo sannarlega við hér. Barnaheill munu senda stjórnvöldum áskoranir og vera á vaktinni fyrir öll börn á Íslandi og skora á aðra að gera slíkt hið sama. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Sjá meira
Reglulega berast fréttir af kvíða, þunglyndi og vanlíðan ungmenna á Íslandi. Margt bendir til versnandi líðan þeirra, drengjum gangi illa í skóla og þar fram eftir götunum. Upphlaup verður í samfélaginu þegar niðurstöður koma úr PISA könnunum, ekki síst vegna stöðu íslenskra drengja í lestri. Bertrand Andre Marc Lauth, geðlæknir á BUGL, var í viðtali við Rúv þann 23. maí sl. og kom þar fram að tilvísunum vegna alvarlega veikra ungmenna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgi hratt. Sömuleiðis fjölgi þeim sem þangað koma eftir sjálfsvígstilraunir og bráðaðainnlagnir hafa aukist um tugir prósenta á ári. Viðbrögð samfélagsins við fregnum sem þessum eru misjafnar. Sumir skella skollaeyrum við þeim en aðrir klóra sér í kollinum og velta fyrir sér hvað veldur þessari vanlíðan og/eða vankunnáttu íslenskra barna. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um ástæðurnar og margs konar patentlausnir og plástrar verið lagðir til. En getur ástæðan mögulega vera að finna í því áfalli sem íslenskt samfélag varð fyrir árið 2008 í kjölfar fjármálahrunsins og þeim ráðstöfunum sem gripið var til þá í kjölfarið? „Ég held að við séum öll sammála um það, sérfræðingarnir, að við séum núna að fá yfir okkur afleiðingar bankakreppunnar sem varð 2008”sagði Bertrand Andre Marc Lauth jafnframt í viðtalinu. Niðurskurður í grunnstoðum skólaumhverfisins, sérkennslu og félagsþjónustu barna og unglinga hafi haft mun alvarlegri áhrif en margan grunaði. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýstu á sínum tíma yfir áhyggjum sínum um að þessi niðurskurður í þjónustu við börn myndi hafa alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Á árunum eftir hrun skoruðu samtökin ítrekað á stjórnvöld að skera ekki niður í málefnum barna, að líta á fjármagn sem varið er til þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra sem fjárfestingu. Í þeim áskorunum sem Barnaheill sendu frá sér kom m.a. fram að slíkur niðurskurður á sviði menntamála, heilbrigðis- og félagsþjónustu væri óafturkræfur sem og áhrif hans á þau börn sem fyrir honum verða. Þau ungmenni sem nú eru á aldrinum 15-19 ára voru árið 2008 í leik- og grunnskólum. Þau hafa alla sína skólagöngu alist upp í skugga bankahrunsins og niðurskurður í þjónustu hefur bitnað á þeim, þó að þau bæru svo sannarlega enga ábyrgð á því sem gerðist. Þau voru þolendur. Segja má að eftir hrunið hafi kerfið verið núllstillt og ný viðmið sett, viðmið sem voru byggð á stöðunni eftir niðurskurð. Börnin hafa þurft að súpa seiðið af því. Nú hefur nýtt áfall dunið yfir af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum um að aftur verði gripið til niðurskurðar í þjónustu við börn og þá frá þessum nýja núllpunkti sem settur var eftir bankahrunið. Ef sú verður raunin er ljóst að það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar, ekki bara fyrir börn og ungmenni, heldur fyrir samfélagið allt. Í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar sem birtist í blaðinu The Lancet Psychiatry um breytingar á andlegri heilsu unglinga á tímum heimsfaraldurs COVID-19 kemur fram að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega stúlkur. Þetta er sá hópur sem var á barnsaldri við bankahrunið. Því er brýnt að forgangsraðað verði í þágu barna og ungmenna á næstu árum þannig að þeir einstaklingar sem eru að vaxa úr grasi hafi styrk og getu til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Annað er óverjandi. Eitt sinn taldist það ekki góður siður að höggva tvisvar í sama knérunn. Það á svo sannarlega við hér. Barnaheill munu senda stjórnvöldum áskoranir og vera á vaktinni fyrir öll börn á Íslandi og skora á aðra að gera slíkt hið sama. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun