Íslenski boltinn

Tveir Víkingar í sótt­kví

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tveir leikmenn Víkings eru komnir í sóttkví.
Tveir leikmenn Víkings eru komnir í sóttkví. Vísir/Elín Björg

Tveir leikmenn Pepsi Max-deildarliðs Víkings eru komnir í sóttkví eftir að hafa umgengist leikmann Fylkis sem er með kórónuveiruna.

Þetta kom fram í viðtali Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkinga, við knattspyrnuvefinn 433.is. Ekki kemur fram hvaða leikmenn er um að ræða en ljóst er leikmennirnir tveir verða ekki með Víkingum í leik liðsins gegn ÍA á mánudag, 5. júlí.

Báðir leikmenn eru bólusettir en það er svo stutt síðan þeir fóru í bólusetninguna að hún er ekki farin að virka enn og því þurfa þeir að fara í sóttkví.

Um 15 manns í kringum aðallið Fylkis er í sóttkví eftir að í ljós kom að leikmaður liðsins er með kórónuveiruna. Samkvæmt Fótbolti.net hefur leik Fylkis og HK sem átti að fara fram á sunnudag, 4. júlí, verið frestað.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×