Lukaku gnæfði yfir Ítali í vetur og ætlar að halda því áfram í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 10:31 Romelu Lukaku er búinn að kveðja Cristiano Ronaldo og ætlar sér að senda Ítali í sumarfrí í kvöld. EPA-EFE/Lluis Gene Ef að veðja ætti á einn leikmann í heiminum sem gæti brotið sér leið í gegnum ítalska múrinn og fundið leið framhjá Gianluigi Donnarumma þá virðist Romelu Lukaku skynsamlegt val. Lukaku fær að reyna sig gegn Ítölum í stórleik 8-liða úrslita EM í kvöld. Framganga Lukaku í kvöld gæti þó oltið að talsverðu leyti á því hvort Kevin De Bruyne og Eden Hazard geti eitthvað beitt sér. Þeir meiddust báðir í sigri Belgíu gegn Portúgal svo þeim sigri fylgdi einnig mikið áfall fyrir Belga. Hvorugur æfði í gær og nær útilokað er talið að Hazard spili í kvöld en De Bruyne gæti komið við sögu. Leikur Belgíu og Ítalíu hefst kl. 19 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Klukkan 16 mætast Spánn og Sviss í fyrsta leik 8-liða úrslitanna, einnig á Stöð 2 EM. Á morgun eru svo leikir Tékklands og Danmerkur, og Úkraínu og Englands. Belgía og Ítalía hafa verið býsna sannfærandi það sem af er móti en Ítalir þurftu þó framlengingu til að slá Austurríki út í 16-liða úrslitum. Seint í framlengingunni fékk Ítalía á sig eina markið sem mótherjar liðsins hafa skorað í síðustu tólf leikjum. Liðið hefur unnið alla þessa leiki og þeir Federico Chiesa og Matteo Pessina höfðu komið Ítölum í 2-0 í framlengingunni gegn Austurríki, áður en Donnarumma þurfti loksins að sækja boltann í eigið mark. Skorar alltaf gegn Donnarumma Donnarumma þekkir það hins vegar fullvel að sækja boltann í netið eftir mörk frá Lukaku. Belgíski framherjinn hefur nefnilega skorað í öllum fjórum Mílanó-slögum sínum með Inter. Lukaku hefur lengi verið nánast óstöðvandi með belgíska landsliðinu og skorað 46 mörk í síðustu 45 landsleikjum, og alls 63 mörk í 97 landsleikjum auk þess að eiga 14 stoðsendingar. Hann hefur einnig verið stórkostlegur fyrir Inter og skoraði 24 mörk og lagði upp tíu í vetur. Romelu Lukaku hefur gengið vel að skora framhjá Gianluigi Donnarumma í leikjum Mílanóliðanna Inter og AC Milan.Getty/Marco Luzzani Lukaku kom eins og stormsveipur inn í ítalska boltann fyrir tveimur árum, eftir að hafa valdið nokkrum vonbrigðum hjá Manchester United. Eftir að hafa leitt Inter að langþráðum Ítalíumeistaratitli í vor var hann útnefndur mikilvægasti leikmaður ítölsku A-deildarinnar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti mótherja Lukaku í kvöld spilar. „Hann er frábær framherji,“ segir Francesco Acerbi, varnarmaður Ítalíu. „Hann hefur haft mikil áhrif á ítölsku deildina rétt eins og hjá Belgíu. Ef að maður gefur honum pláss þá skorar hann. Maður þarf alltaf að hafa kveikt á sér og getur ekki leyft honum neitt. En ég hef stoppað hann áður,“ segir Acerbi sem ásamt félögum sínum í Lazio hefur þrívegis mætt Lukaku án þess að fá á sig mark. Belginn skoraði hins vegar tvö í 3-1 sigri síðast þegar þeir mættust. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
Framganga Lukaku í kvöld gæti þó oltið að talsverðu leyti á því hvort Kevin De Bruyne og Eden Hazard geti eitthvað beitt sér. Þeir meiddust báðir í sigri Belgíu gegn Portúgal svo þeim sigri fylgdi einnig mikið áfall fyrir Belga. Hvorugur æfði í gær og nær útilokað er talið að Hazard spili í kvöld en De Bruyne gæti komið við sögu. Leikur Belgíu og Ítalíu hefst kl. 19 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Klukkan 16 mætast Spánn og Sviss í fyrsta leik 8-liða úrslitanna, einnig á Stöð 2 EM. Á morgun eru svo leikir Tékklands og Danmerkur, og Úkraínu og Englands. Belgía og Ítalía hafa verið býsna sannfærandi það sem af er móti en Ítalir þurftu þó framlengingu til að slá Austurríki út í 16-liða úrslitum. Seint í framlengingunni fékk Ítalía á sig eina markið sem mótherjar liðsins hafa skorað í síðustu tólf leikjum. Liðið hefur unnið alla þessa leiki og þeir Federico Chiesa og Matteo Pessina höfðu komið Ítölum í 2-0 í framlengingunni gegn Austurríki, áður en Donnarumma þurfti loksins að sækja boltann í eigið mark. Skorar alltaf gegn Donnarumma Donnarumma þekkir það hins vegar fullvel að sækja boltann í netið eftir mörk frá Lukaku. Belgíski framherjinn hefur nefnilega skorað í öllum fjórum Mílanó-slögum sínum með Inter. Lukaku hefur lengi verið nánast óstöðvandi með belgíska landsliðinu og skorað 46 mörk í síðustu 45 landsleikjum, og alls 63 mörk í 97 landsleikjum auk þess að eiga 14 stoðsendingar. Hann hefur einnig verið stórkostlegur fyrir Inter og skoraði 24 mörk og lagði upp tíu í vetur. Romelu Lukaku hefur gengið vel að skora framhjá Gianluigi Donnarumma í leikjum Mílanóliðanna Inter og AC Milan.Getty/Marco Luzzani Lukaku kom eins og stormsveipur inn í ítalska boltann fyrir tveimur árum, eftir að hafa valdið nokkrum vonbrigðum hjá Manchester United. Eftir að hafa leitt Inter að langþráðum Ítalíumeistaratitli í vor var hann útnefndur mikilvægasti leikmaður ítölsku A-deildarinnar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti mótherja Lukaku í kvöld spilar. „Hann er frábær framherji,“ segir Francesco Acerbi, varnarmaður Ítalíu. „Hann hefur haft mikil áhrif á ítölsku deildina rétt eins og hjá Belgíu. Ef að maður gefur honum pláss þá skorar hann. Maður þarf alltaf að hafa kveikt á sér og getur ekki leyft honum neitt. En ég hef stoppað hann áður,“ segir Acerbi sem ásamt félögum sínum í Lazio hefur þrívegis mætt Lukaku án þess að fá á sig mark. Belginn skoraði hins vegar tvö í 3-1 sigri síðast þegar þeir mættust. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira