Fyrstu töpuðu stig Framara og þrenna á fjórum mínútum Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júlí 2021 21:31 Grindvíkingar eru fyrstir til að taka stig af Fram í sumar. Níunda umferð Lengjudeildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með fjórum leikjum. Fram tapaði sínum fyrstu stigum og þá var skoruð ótrúleg þrenna í mikilvægum sigri Þróttar. KR fór þá á topp Lengjudeildar kvenna. Topplið Fram var með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins en þurfti að sjá eftir fyrstu stigum sumarsins í 2-2 jafntefli við Grindavík. Gunnar Gunnarsson og Tryggvi Snær Geirsson komu Frömurum yfir leiknum en í bæði skiptin var það Laurens Symons sem jafnaði fyrir Grindavík. Fram er sem fyrr á toppi deildarinnar með 25 stig, sex stigum á undan ÍBV sem er í öðru sæti með 19 stig eftir sigur sinn á Selfossi fyrr í kvöld. Grindavík er í þriðja sætinu með 17 stig. Þar á eftir koma Kórdrengir í fjórða sæti með 16 stig eftir markalaust jafntefli þeirra við Fjölni í kvöld en Fjölnir er með 14 stig í fimmta sæti. Ótrúleg þrenna í 7-0 sigri Þróttur vann aðeins sinn annan sigur í sumar er liðið fór illa með sigurlaust botnlið Víkings á Ólafsvík. Lokatölur á Ólafsvík 7-0 fyrir gestina en athygli vakti að Bretinn Kairo Edwards-John skoraði þrennu á fjórum mínútum í leiknum; mörkin á 27., 29. og 30. mínútu leiksins. Önnur mörk Þróttar skoruðu Daði Bergsson, Róbert Hauksson, Lárus Björnsson og Baldur Hannes Stefánsson. Víkingur er áfram með eitt stig á botninum en Þróttur er með sjö stig í ellefta sætinu, einu stigi frá Selfossi og Gróttu sem eru í sætunum fyrir ofan. Flautumark í Mosfellsbæ Gróttumenn voru í heimsókn hjá Aftureldingu Mosfellsbæ þar sem gestirnir af Seltjarnarnesi komust yfir með marki Júlí Karlssonar snemma leiks. Það voru hins vegar aðeins um 27 mínútur liðnar af leiknum þegar Arnar Þór Helgason, fyrirliði Gróttu, fékk að líta rautt spjald. Kristján Atli Marteinsson jafnaði gegn tíu Gróttumönnum undir lok fyrri hálfleiks og þá var komið fram á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Pedro Vazquez skoraði sigurmark Aftureldingar. 2-1 sigur þeirra staðreynd. Afturelding nær með sigrinum að slíta sig lítillega frá botnbaráttunni, með tólf stig í sjöunda sæti. KR á toppinn kvenna megin Í Lengjudeild kvenna var einn leikur á dagskrá þar sem KR heimsótti Hauka á Ásvelli. KR leiddi þar 3-0 í hálfleik eftir tvö mörk Guðmundu Brynju Óladóttur og eitt frá Kristínu Erlu Johnson undir lok hálfleiksins. Vienna Behnke minnkaði muninn fyrir Haukakonur snemma í síðari hálfleiknum en Guðmunda Brynja endurnýjaði þriggja marka forskot KR með þriðja marki sínu um hálfleikinn miðjan. Tólf mínútum fyrir leikslok skoraði Þórey Björk Eyþórsdóttir fyrir Hauka og Erla Sól Vigfúsdóttir minnkaði muninn í eitt mark 4-3 þegar sex mínútur lifðu leiks. Haukar komust þó ekki nær en það og KR fagnaði 4-3 sigri. Hann skilar Vesturbæingum á topp deildarinnar þar sem liðið er með 19 stig, einu á undan Aftureldingu sem fer niður í annað sætið. FH er þá með 15 stig í þriðja sæti og á leik inni. Lengjudeildin Fram Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Topplið Fram var með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins en þurfti að sjá eftir fyrstu stigum sumarsins í 2-2 jafntefli við Grindavík. Gunnar Gunnarsson og Tryggvi Snær Geirsson komu Frömurum yfir leiknum en í bæði skiptin var það Laurens Symons sem jafnaði fyrir Grindavík. Fram er sem fyrr á toppi deildarinnar með 25 stig, sex stigum á undan ÍBV sem er í öðru sæti með 19 stig eftir sigur sinn á Selfossi fyrr í kvöld. Grindavík er í þriðja sætinu með 17 stig. Þar á eftir koma Kórdrengir í fjórða sæti með 16 stig eftir markalaust jafntefli þeirra við Fjölni í kvöld en Fjölnir er með 14 stig í fimmta sæti. Ótrúleg þrenna í 7-0 sigri Þróttur vann aðeins sinn annan sigur í sumar er liðið fór illa með sigurlaust botnlið Víkings á Ólafsvík. Lokatölur á Ólafsvík 7-0 fyrir gestina en athygli vakti að Bretinn Kairo Edwards-John skoraði þrennu á fjórum mínútum í leiknum; mörkin á 27., 29. og 30. mínútu leiksins. Önnur mörk Þróttar skoruðu Daði Bergsson, Róbert Hauksson, Lárus Björnsson og Baldur Hannes Stefánsson. Víkingur er áfram með eitt stig á botninum en Þróttur er með sjö stig í ellefta sætinu, einu stigi frá Selfossi og Gróttu sem eru í sætunum fyrir ofan. Flautumark í Mosfellsbæ Gróttumenn voru í heimsókn hjá Aftureldingu Mosfellsbæ þar sem gestirnir af Seltjarnarnesi komust yfir með marki Júlí Karlssonar snemma leiks. Það voru hins vegar aðeins um 27 mínútur liðnar af leiknum þegar Arnar Þór Helgason, fyrirliði Gróttu, fékk að líta rautt spjald. Kristján Atli Marteinsson jafnaði gegn tíu Gróttumönnum undir lok fyrri hálfleiks og þá var komið fram á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Pedro Vazquez skoraði sigurmark Aftureldingar. 2-1 sigur þeirra staðreynd. Afturelding nær með sigrinum að slíta sig lítillega frá botnbaráttunni, með tólf stig í sjöunda sæti. KR á toppinn kvenna megin Í Lengjudeild kvenna var einn leikur á dagskrá þar sem KR heimsótti Hauka á Ásvelli. KR leiddi þar 3-0 í hálfleik eftir tvö mörk Guðmundu Brynju Óladóttur og eitt frá Kristínu Erlu Johnson undir lok hálfleiksins. Vienna Behnke minnkaði muninn fyrir Haukakonur snemma í síðari hálfleiknum en Guðmunda Brynja endurnýjaði þriggja marka forskot KR með þriðja marki sínu um hálfleikinn miðjan. Tólf mínútum fyrir leikslok skoraði Þórey Björk Eyþórsdóttir fyrir Hauka og Erla Sól Vigfúsdóttir minnkaði muninn í eitt mark 4-3 þegar sex mínútur lifðu leiks. Haukar komust þó ekki nær en það og KR fagnaði 4-3 sigri. Hann skilar Vesturbæingum á topp deildarinnar þar sem liðið er með 19 stig, einu á undan Aftureldingu sem fer niður í annað sætið. FH er þá með 15 stig í þriðja sæti og á leik inni.
Lengjudeildin Fram Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira