Allir andstæðingar Íslands í sögu Þjóðadeildar enn með á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 14:01 Phil Foden og félagar mættu á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni en þá var Foden ekki búinn að aflita hárið sitt. Foden var svo rekinn heim frá Íslandi eftir brott á sóttvarnareglum. Getty/Hafliði Breiðfjörð Íslendingar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í Þjóðadeildinni í fótbolta karla en þar hafa andstæðingarnir líka verið fjórar af bestu knattspyrnuþjóðum Evrópu. Það vill þannig til að allir mótherjar Íslands í sögu Þjóðadeildarinnar eru enn með á Evrópumótinu nú þegar átta liða úrslit eru að hefjast. Engin þeirra fjögurra liða sem Ísland hefur mætt í Þjóðadeildinni mætast í átta liða úrslitunum og því ekki útilokað að þau komist öll í undanúrslitin. Eftir þann magnaða árangur Íslands að komast í átta liða úrslit á EM í Frakklandi 2016, og á sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018, fékk íslenska liðið sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar þegar henni var komið á laggirnar haustið 2018. Íslendingar býsnuðust sumir hverjir yfir hverju tapinu á fætur öðru í keppninni, án þess kannski að átta sig á hve mikið erfiðara verkefni Íslands var en liða á borð við Svíþjóð, Noreg og fleiri sem fengu ekki sæti í A-deild. Tíu töp í Þjóðadeildinni undir stjórn Hamréns Erik Hamrén tók við íslenska landsliðinu skömmu fyrir fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Alls voru 10 af 28 leikjum Íslands undir stjórn Hamréns í Þjóðadeildinni og töpuðust allir, en liðið vann aftur á móti sex af tíu leikjum sínum í undankeppni EM. Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar var Ísland í riðli með Belgíu og Sviss, og tapaði öllum sínum leikjum. Eina mark Íslands kom í 2-1 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli. Liðum í A-deild var svo fjölgað úr 12 í 16 og því hélt Ísland sæti sínu þar í næstu keppni. Þá mætti liðið aftur Belgíu, og einnig Englandi og Danmörku. Aftur tapaði Ísland öllum sínum leikjum, og skoraði þrjú mörk gegn 17. Sviss mætir Spáni í dag klukkan 16 og í kvöld mætir Belgía liði Ítalíu. Á morgun eiga Danir leik við Tékka og Englendingar mæta svo Úkraínumönnum. Margir fyrrverandi gestir Laugardalsvallar verða því á ferðinni í dag og á morgun á EM. Áætlað er að þriðja leiktíð í Þjóðadeildinni hefjist í júní á næsta ári. Ísland verður þá í B-deild. Úkraína er eina liðið í átta liða úrslitum EM sem einnig verður í B-deildinni en hin sjö verða í A-deildinni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Það vill þannig til að allir mótherjar Íslands í sögu Þjóðadeildarinnar eru enn með á Evrópumótinu nú þegar átta liða úrslit eru að hefjast. Engin þeirra fjögurra liða sem Ísland hefur mætt í Þjóðadeildinni mætast í átta liða úrslitunum og því ekki útilokað að þau komist öll í undanúrslitin. Eftir þann magnaða árangur Íslands að komast í átta liða úrslit á EM í Frakklandi 2016, og á sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018, fékk íslenska liðið sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar þegar henni var komið á laggirnar haustið 2018. Íslendingar býsnuðust sumir hverjir yfir hverju tapinu á fætur öðru í keppninni, án þess kannski að átta sig á hve mikið erfiðara verkefni Íslands var en liða á borð við Svíþjóð, Noreg og fleiri sem fengu ekki sæti í A-deild. Tíu töp í Þjóðadeildinni undir stjórn Hamréns Erik Hamrén tók við íslenska landsliðinu skömmu fyrir fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Alls voru 10 af 28 leikjum Íslands undir stjórn Hamréns í Þjóðadeildinni og töpuðust allir, en liðið vann aftur á móti sex af tíu leikjum sínum í undankeppni EM. Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar var Ísland í riðli með Belgíu og Sviss, og tapaði öllum sínum leikjum. Eina mark Íslands kom í 2-1 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli. Liðum í A-deild var svo fjölgað úr 12 í 16 og því hélt Ísland sæti sínu þar í næstu keppni. Þá mætti liðið aftur Belgíu, og einnig Englandi og Danmörku. Aftur tapaði Ísland öllum sínum leikjum, og skoraði þrjú mörk gegn 17. Sviss mætir Spáni í dag klukkan 16 og í kvöld mætir Belgía liði Ítalíu. Á morgun eiga Danir leik við Tékka og Englendingar mæta svo Úkraínumönnum. Margir fyrrverandi gestir Laugardalsvallar verða því á ferðinni í dag og á morgun á EM. Áætlað er að þriðja leiktíð í Þjóðadeildinni hefjist í júní á næsta ári. Ísland verður þá í B-deild. Úkraína er eina liðið í átta liða úrslitum EM sem einnig verður í B-deildinni en hin sjö verða í A-deildinni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira