Sigurður Ingi lofar nýju ráðuneyti Snorri Másson skrifar 3. júlí 2021 12:08 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Eða ætti kannski að standa innviðaráðherra? Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill að ráðuneyti sitt verði að „innviðaráðuneyti“ við myndun næstu ríkisstjórnar. Innviðaráðherra hefði þá áfram á sinni könnu samgöngurnar og sveitarstjórnarmálin, en myndi taka til sín skipulagsmálin frá umhverfisráðuneytinu og húsnæðismælin frá félagsmálaráðuneytinu. „Skipulagsmálin og sveitarstjórnarmálin eru svo nátengd, að það er mín skoðun og ég deili henni með Samtökum iðnaðarins að þau eigi heima saman í innviðaráðuneyti,“ segir Sigurður og bætir við að hið sama gildi um húsnæðismálin, sem nú eru innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem er undir félagsmálaráðuneytinu. „Ef Framsóknarflokkurinn nær nægilega góðri stöðu eftir kosningar og ég get framkallað þessar hugmyndir mínar, þá mun ég standa fyrir því,“ segir Sigurður. Málin á of mörgum höndum Samtök iðnaðarins áttu á þessu kjörtímabili frumkvæði að þessum hugmyndum og hefur Sigurður Hannesson formaður þeirra skrifað fjölda greina um þetta áherslumál, jafnvel með meðhöfundum frá öðrum hagsmunasamtökum. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins.SI Sigurður segir í samtali við Vísi að samtökin séu mjög vongóð um að eftir kosningar í september verði stokkað upp í ráðuneytunum og þar af leiðandi verði innviðaráðuneytið að veruleika. Svona breytingar verða yfirleitt við ríkisstjórnarskipti. Sigurður óttast ekki að þessar breytingar mæti mótstöðu. „En ég ætla ekki að fullyrða um það. Sigurður Ingi hefur verið mjög opinn með það hvað honum hugnast þessi breyting, að því gefnu að hann verði áfram í sama ráðuneyti,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að umræddir málaflokkar séu á of mörgum höndum í dag og að sameining þeirra myndi leiða til meiri skilvirkni og ábyrgðar af hálfu stjórnvalda, sem hafi vantað svolítið upp á. Uppbygging verði skilvirkari með einu sterku innviðaráðuneyti. Loftslagsráðuneyti og matvæla- og landbúnaðarráðuneyti Sigurður Ingi ráðherra segir að hugmyndirnar eigi sér erlenda fyrirmynd. „Ég held að þessir hlutir eigi heima á sama stað. Þetta er það sem vinir okkar og fyrirmyndir Danir hafa gert og ég get mjög vel séð fyrir mér slíkt ráðuneyti framtíðarinnar þó að ég sjái ekki endilega fyrir mér að ég sé þar.“ Ráðherra vill að öðru leyti ráðast í nokkrar breytingar á stjórnkerfinu á næsta kjörtímabili. Ráðist hafi verið í breytingar á tímum vinstristjórnarinnar 2009-2013 sem hafi miðað við að Ísland gengi í Evrópusambandið, en þær breytingar henti ekki lengur íslenskum aðstæðum. „Ég er með ákveðnar hugmyndir um það. Eitt er innviðaráðuneytið, annað er matvæla- og landbúnaðarráðuneyti og þriðja er loftslagsráðuneyti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Innviðaráðherra hefði þá áfram á sinni könnu samgöngurnar og sveitarstjórnarmálin, en myndi taka til sín skipulagsmálin frá umhverfisráðuneytinu og húsnæðismælin frá félagsmálaráðuneytinu. „Skipulagsmálin og sveitarstjórnarmálin eru svo nátengd, að það er mín skoðun og ég deili henni með Samtökum iðnaðarins að þau eigi heima saman í innviðaráðuneyti,“ segir Sigurður og bætir við að hið sama gildi um húsnæðismálin, sem nú eru innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem er undir félagsmálaráðuneytinu. „Ef Framsóknarflokkurinn nær nægilega góðri stöðu eftir kosningar og ég get framkallað þessar hugmyndir mínar, þá mun ég standa fyrir því,“ segir Sigurður. Málin á of mörgum höndum Samtök iðnaðarins áttu á þessu kjörtímabili frumkvæði að þessum hugmyndum og hefur Sigurður Hannesson formaður þeirra skrifað fjölda greina um þetta áherslumál, jafnvel með meðhöfundum frá öðrum hagsmunasamtökum. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins.SI Sigurður segir í samtali við Vísi að samtökin séu mjög vongóð um að eftir kosningar í september verði stokkað upp í ráðuneytunum og þar af leiðandi verði innviðaráðuneytið að veruleika. Svona breytingar verða yfirleitt við ríkisstjórnarskipti. Sigurður óttast ekki að þessar breytingar mæti mótstöðu. „En ég ætla ekki að fullyrða um það. Sigurður Ingi hefur verið mjög opinn með það hvað honum hugnast þessi breyting, að því gefnu að hann verði áfram í sama ráðuneyti,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að umræddir málaflokkar séu á of mörgum höndum í dag og að sameining þeirra myndi leiða til meiri skilvirkni og ábyrgðar af hálfu stjórnvalda, sem hafi vantað svolítið upp á. Uppbygging verði skilvirkari með einu sterku innviðaráðuneyti. Loftslagsráðuneyti og matvæla- og landbúnaðarráðuneyti Sigurður Ingi ráðherra segir að hugmyndirnar eigi sér erlenda fyrirmynd. „Ég held að þessir hlutir eigi heima á sama stað. Þetta er það sem vinir okkar og fyrirmyndir Danir hafa gert og ég get mjög vel séð fyrir mér slíkt ráðuneyti framtíðarinnar þó að ég sjái ekki endilega fyrir mér að ég sé þar.“ Ráðherra vill að öðru leyti ráðast í nokkrar breytingar á stjórnkerfinu á næsta kjörtímabili. Ráðist hafi verið í breytingar á tímum vinstristjórnarinnar 2009-2013 sem hafi miðað við að Ísland gengi í Evrópusambandið, en þær breytingar henti ekki lengur íslenskum aðstæðum. „Ég er með ákveðnar hugmyndir um það. Eitt er innviðaráðuneytið, annað er matvæla- og landbúnaðarráðuneyti og þriðja er loftslagsráðuneyti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira