Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júlí 2021 15:38 Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár. Vísir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. Fyrirtækið er breskt þó nafn þess sé íslenskt og það stíli inn á íslenskan markað. Og það er varla hægt að skilja nafnið öðruvísi en sem kaldhæðnislegt skeyti til ÁTVR, sem rekur verslanir sínar undir heitinu „Vínbúðin“. Sverrir Einar segir að Nýja vínbúðin hafi einfaldlega verið besta nafnið sem honum datt í hug á áfengisverslun sína. Það vakti nokkra athygli á síðustu vikum þegar Arnar Sigurðarson hóf svipaðan rekstur með netverslun sinni sante.is. Hún hlaut góðar viðtökur neytenda en ekki eins góðar frá ÁTVR sem vill fá lögbann á vefverslanir með áfengi. Samkvæmt lögum í dag hefur ríkið einkarétt á sölu með áfengi á Íslandi en þó má fólk panta sér vín frá útlöndum, frá útlenskum fyrirtækjum. Íslenskir vínkaupmenn hafa lengi gagnrýnt þetta fyrirkomulag. Arnar Sigurðsson opnaði síðan síðuna sante.is, sem hann rekur sem franskt fyrirtæki. Hann er þó með lager á Íslandi þaðan sem hann sendir vín sem keypt er af vefsíðunni. Óljóst hvort starfsemi sé á Íslandi Sverrir Einar og Nýja vínbúðin hafa fylgt fordæmi Arnars og selja vínið sem breskt fyrirtæki. Sverrir vill þó ekki svara því hvort hann sé með lager á Íslandi: „Við erum með vöruhús í Evrópu sem við sendum frá.“ Og vöruhús á Íslandi líka? „Eins og ég segi, þá erum við með vöruhús í Evrópu sem við sendum frá.“ Hann telur sig í fullkomnum rétti til að selja vín á íslenskum markaði. „Ég sé ekki hvernig einhver fær það út að þetta sé ólöglegt. Þetta er bresk netverslun og það er pantað í gegn um hana. Áfengið er síðan meira og minna allt sent frá útlöndum,“ segir hann. „Af hverju á það að vera í lagi að það sé hægt að panta bara til dæmis frá fyrirtæki í Póllandi ef að eigandinn er pólskur en ef eigandinn er íslenskur þá er það orðið eitthvað undarlegt og bannað.“ Sverrir hefur áður komist í fréttir fyrir viðskipti sín, meðal annars fyrir kaup á gulli, viðskipti með demanta og rekstur Þrastarlundar í Grímsnesi. Þá vakti athygli þegar hann hóf að bjóða 95% fasteignalán. Lesa má um viðskiptasögu Sverris í fréttinni að neðan. 100 milljónir í vasa neytenda Nýja vínbúðin segist bjóða upp á 10 til 30 prósent lægra verð en ÁTVR. Bjórinn Stella Artois í gleri er til dæmis 30 prósent ódýrari; flaskan kostar 389 í ríkinu en 272 krónur í Nýju vínbúðinni. „Það er allavega tíu prósent af öllum vörum sem ÁTVR selur. Það er standardinn,“ segir Sverrir. Ofan á það bætist reyndar sendingarkostnaður, sem getur verið misjafn eftir því hvort fólk vilji láta senda sér varninginn beint heim að dyrum eða sækja hann í gegn um Dropp. „Þetta er þvílík kjarabót fyrir Íslendinga. Þetta skilar sér beint í vasa þeirra. Við stefnum á að selja fyrir milljarð á fyrstu 12 mánuðunum og það eru þá að lágmarki 100 milljón króna sparnaður sem rennur beint í vasa neytenda,“ segir Sverrir. Útreikningarnir miðast vitaskuld við að allar vörur hans séu að minnsta kosti tíu prósent ódýrari en hjá ÁTVR en hér virðist hann ekki taka sendingarkostnað með í jöfnuna. Hann segist þó fullviss um fólk komi betur út úr viðskiptum við Nýju vínbúðina, þó sendingarkostnaður bætist ofan á verðin, en við ÁTVR. Áfengi og tóbak Tengdar fréttir ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26 „Vínáhugamaður“ skrifar níðgrein Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé. 8. júní 2021 14:30 Hindrar ÁTVR frjálsa samkeppni í áfengissölu eða verndar? Árið 2001 lögðu sjálfstæðismenn fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt var til að léttvín og bjór yrðu leyfileg í almennri sölu og aðeins sterkt vín yrðir selt í ÁTVR. 6. júní 2021 14:02 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Fyrirtækið er breskt þó nafn þess sé íslenskt og það stíli inn á íslenskan markað. Og það er varla hægt að skilja nafnið öðruvísi en sem kaldhæðnislegt skeyti til ÁTVR, sem rekur verslanir sínar undir heitinu „Vínbúðin“. Sverrir Einar segir að Nýja vínbúðin hafi einfaldlega verið besta nafnið sem honum datt í hug á áfengisverslun sína. Það vakti nokkra athygli á síðustu vikum þegar Arnar Sigurðarson hóf svipaðan rekstur með netverslun sinni sante.is. Hún hlaut góðar viðtökur neytenda en ekki eins góðar frá ÁTVR sem vill fá lögbann á vefverslanir með áfengi. Samkvæmt lögum í dag hefur ríkið einkarétt á sölu með áfengi á Íslandi en þó má fólk panta sér vín frá útlöndum, frá útlenskum fyrirtækjum. Íslenskir vínkaupmenn hafa lengi gagnrýnt þetta fyrirkomulag. Arnar Sigurðsson opnaði síðan síðuna sante.is, sem hann rekur sem franskt fyrirtæki. Hann er þó með lager á Íslandi þaðan sem hann sendir vín sem keypt er af vefsíðunni. Óljóst hvort starfsemi sé á Íslandi Sverrir Einar og Nýja vínbúðin hafa fylgt fordæmi Arnars og selja vínið sem breskt fyrirtæki. Sverrir vill þó ekki svara því hvort hann sé með lager á Íslandi: „Við erum með vöruhús í Evrópu sem við sendum frá.“ Og vöruhús á Íslandi líka? „Eins og ég segi, þá erum við með vöruhús í Evrópu sem við sendum frá.“ Hann telur sig í fullkomnum rétti til að selja vín á íslenskum markaði. „Ég sé ekki hvernig einhver fær það út að þetta sé ólöglegt. Þetta er bresk netverslun og það er pantað í gegn um hana. Áfengið er síðan meira og minna allt sent frá útlöndum,“ segir hann. „Af hverju á það að vera í lagi að það sé hægt að panta bara til dæmis frá fyrirtæki í Póllandi ef að eigandinn er pólskur en ef eigandinn er íslenskur þá er það orðið eitthvað undarlegt og bannað.“ Sverrir hefur áður komist í fréttir fyrir viðskipti sín, meðal annars fyrir kaup á gulli, viðskipti með demanta og rekstur Þrastarlundar í Grímsnesi. Þá vakti athygli þegar hann hóf að bjóða 95% fasteignalán. Lesa má um viðskiptasögu Sverris í fréttinni að neðan. 100 milljónir í vasa neytenda Nýja vínbúðin segist bjóða upp á 10 til 30 prósent lægra verð en ÁTVR. Bjórinn Stella Artois í gleri er til dæmis 30 prósent ódýrari; flaskan kostar 389 í ríkinu en 272 krónur í Nýju vínbúðinni. „Það er allavega tíu prósent af öllum vörum sem ÁTVR selur. Það er standardinn,“ segir Sverrir. Ofan á það bætist reyndar sendingarkostnaður, sem getur verið misjafn eftir því hvort fólk vilji láta senda sér varninginn beint heim að dyrum eða sækja hann í gegn um Dropp. „Þetta er þvílík kjarabót fyrir Íslendinga. Þetta skilar sér beint í vasa þeirra. Við stefnum á að selja fyrir milljarð á fyrstu 12 mánuðunum og það eru þá að lágmarki 100 milljón króna sparnaður sem rennur beint í vasa neytenda,“ segir Sverrir. Útreikningarnir miðast vitaskuld við að allar vörur hans séu að minnsta kosti tíu prósent ódýrari en hjá ÁTVR en hér virðist hann ekki taka sendingarkostnað með í jöfnuna. Hann segist þó fullviss um fólk komi betur út úr viðskiptum við Nýju vínbúðina, þó sendingarkostnaður bætist ofan á verðin, en við ÁTVR.
Áfengi og tóbak Tengdar fréttir ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26 „Vínáhugamaður“ skrifar níðgrein Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé. 8. júní 2021 14:30 Hindrar ÁTVR frjálsa samkeppni í áfengissölu eða verndar? Árið 2001 lögðu sjálfstæðismenn fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt var til að léttvín og bjór yrðu leyfileg í almennri sölu og aðeins sterkt vín yrðir selt í ÁTVR. 6. júní 2021 14:02 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26
„Vínáhugamaður“ skrifar níðgrein Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé. 8. júní 2021 14:30
Hindrar ÁTVR frjálsa samkeppni í áfengissölu eða verndar? Árið 2001 lögðu sjálfstæðismenn fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt var til að léttvín og bjór yrðu leyfileg í almennri sölu og aðeins sterkt vín yrðir selt í ÁTVR. 6. júní 2021 14:02