Segir það hjálpa Englendingum að fara frá Wembley Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júlí 2021 23:01 Gareth Southgate segir andlegan ferskleika vera mikilvægan á morgun. Getty Images/Marc Atkins Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það muni hjálpa enska liðinu að fara frá Wembley eftir 2-0 sigur liðsins á Þýskalandi í 16-liða úrslitum mótsins. England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum mótsins í Róm annað kvöld. Southgate sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag. Enska liðið hefur leikið alla leiki sína á mótinu til þessa á heimavelli, Wembley í Lundúnum, en fara nú í fyrsta sinn frá bresku höfuðborginni. Langt er síðan England hefur unnið sigur á Þýskalandi á stórmóti en Southgate segir leikmenn enska liðsins hafa tekist vel á við tilfinningarnar sem fylgdu þeim sigri. „Mér finnst leikurinn klárlega hafa tekið mikinn tilfinningalegan toll og allir nutu hans, en strax í klefanum eftir leik voru leikmennirnir farnir að tala um næsta leik og þörf þess að undirbúa sig vel.“ „Við náðum þarna að sigrast á einni áskorun en það er ekki Everest markmiðið sem við settum okkur, í raun. Við viljum byggja á þessu.“ Southgate segir þá að eftir þennan tilfinningaríka sigur á Þjóðverjum muni það koma sér vel fyrir enska liðið að komast frá Wembley. „Ég held að sálfræðilegur ferskleiki sér lykillinn. Við erum svo auðvitað með sterkan hóp að auki.“ „Í raun, fyrir okkur, er það örugglega gott að komast aðeins burt. Það hefði verið mjög erfitt, þremur dögum síðar, að endurskapa svona stemningu á Wembley.“ segir Southgate. Engir enskir áhorfendur verða í stúkunni á morgun þar sem ítölsk stjórnvöld settu ferðabann á fólk frá Bretlandi vegna risa í COVID-smitum í landinu. Leikur Englands og Úkraínu hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:30. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira
Southgate sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag. Enska liðið hefur leikið alla leiki sína á mótinu til þessa á heimavelli, Wembley í Lundúnum, en fara nú í fyrsta sinn frá bresku höfuðborginni. Langt er síðan England hefur unnið sigur á Þýskalandi á stórmóti en Southgate segir leikmenn enska liðsins hafa tekist vel á við tilfinningarnar sem fylgdu þeim sigri. „Mér finnst leikurinn klárlega hafa tekið mikinn tilfinningalegan toll og allir nutu hans, en strax í klefanum eftir leik voru leikmennirnir farnir að tala um næsta leik og þörf þess að undirbúa sig vel.“ „Við náðum þarna að sigrast á einni áskorun en það er ekki Everest markmiðið sem við settum okkur, í raun. Við viljum byggja á þessu.“ Southgate segir þá að eftir þennan tilfinningaríka sigur á Þjóðverjum muni það koma sér vel fyrir enska liðið að komast frá Wembley. „Ég held að sálfræðilegur ferskleiki sér lykillinn. Við erum svo auðvitað með sterkan hóp að auki.“ „Í raun, fyrir okkur, er það örugglega gott að komast aðeins burt. Það hefði verið mjög erfitt, þremur dögum síðar, að endurskapa svona stemningu á Wembley.“ segir Southgate. Engir enskir áhorfendur verða í stúkunni á morgun þar sem ítölsk stjórnvöld settu ferðabann á fólk frá Bretlandi vegna risa í COVID-smitum í landinu. Leikur Englands og Úkraínu hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:30. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira