Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2021 07:49 Gosmóðunnar hefur meðal annars gætt á höfuðborgarsvæðinu. Vegna hennar rétt sést móta fyrir Esjunni úr húsnæði fréttastofunnar við Suðurlandsbraut nú í morgun. Vísir/Vésteinn Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við vætu með köflum í dag og á morgun á sunnanverðu landinu. Á Norðurlandi er von á sólríkara veðri, þó möguleiki sé á síðdegisskúrum. Hlýjast verður líklega á Norðausturlandi, en hiti í innsveitum þar gæti náð allt að 20 stiga hita. Í samtali við fréttastofu segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, að gosmóðan sé líklega ekki á förum fyrr en á morgun. „Kannski þynnist hún aðeins en hún verður áfram sjáanleg í dag,“ segir hann. Móðunnar hefur helst gætt á Suðurlandi og suðvesturhorninu, og á Reykjanesinu sjálfu. Hann segir erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvar hún liggur á þessari stundu, vegna áðurnefndrar þoku sem blandast við móðuna. Eins og áður segir ætti þokunni þó að létta síðar í dag. Sjá einnig: Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Eins og fram hefur komið getur gosmóðan orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna, og haft sérstaklega mikil áhrif á börn og þau sem veik eru fyrir í öndunarfærum. Þau sem síður eru viðkvæm geta þó einnig fundið fyrir einkennum vegna móðunnar. „Það verður kannski eindregnari ein vindátt á morgun, það er svo erfitt þegar þetta er svona breytilegt því þá er hún bara að fjúka fram og til baka,“ segir Eiríkur. Þá séu meiri líkur á að móðunni sloti. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Breytileg átt 3-8 m/s og væta af og til um landið sunnanvert, en skýjað með köflum fyrir norðan og stöku skúrir síðdegis. Víða þokuloft við ströndina, einkum austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. Á þriðjudag:Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austantil. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðvestlæg átt og stöku skúrir, 5-13 m/s um kvöldið með rigningu vestast. Hiti 14 til 20 stig. Á fimmtudag:Suðvestan strekkingur, skýjað og rigning vestantil, en annars bjart að mestu. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast austantil. Á föstudag:Suðlæg átt og rigning víða, en þurrt NA-til. Hiti breytist lítið. Á laugardag:Áfram sunnanátt með rigningu Sunnanlands, annars þurrt. Hlýnar heldur Veður Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við vætu með köflum í dag og á morgun á sunnanverðu landinu. Á Norðurlandi er von á sólríkara veðri, þó möguleiki sé á síðdegisskúrum. Hlýjast verður líklega á Norðausturlandi, en hiti í innsveitum þar gæti náð allt að 20 stiga hita. Í samtali við fréttastofu segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, að gosmóðan sé líklega ekki á förum fyrr en á morgun. „Kannski þynnist hún aðeins en hún verður áfram sjáanleg í dag,“ segir hann. Móðunnar hefur helst gætt á Suðurlandi og suðvesturhorninu, og á Reykjanesinu sjálfu. Hann segir erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvar hún liggur á þessari stundu, vegna áðurnefndrar þoku sem blandast við móðuna. Eins og áður segir ætti þokunni þó að létta síðar í dag. Sjá einnig: Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Eins og fram hefur komið getur gosmóðan orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna, og haft sérstaklega mikil áhrif á börn og þau sem veik eru fyrir í öndunarfærum. Þau sem síður eru viðkvæm geta þó einnig fundið fyrir einkennum vegna móðunnar. „Það verður kannski eindregnari ein vindátt á morgun, það er svo erfitt þegar þetta er svona breytilegt því þá er hún bara að fjúka fram og til baka,“ segir Eiríkur. Þá séu meiri líkur á að móðunni sloti. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Breytileg átt 3-8 m/s og væta af og til um landið sunnanvert, en skýjað með köflum fyrir norðan og stöku skúrir síðdegis. Víða þokuloft við ströndina, einkum austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. Á þriðjudag:Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austantil. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðvestlæg átt og stöku skúrir, 5-13 m/s um kvöldið með rigningu vestast. Hiti 14 til 20 stig. Á fimmtudag:Suðvestan strekkingur, skýjað og rigning vestantil, en annars bjart að mestu. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast austantil. Á föstudag:Suðlæg átt og rigning víða, en þurrt NA-til. Hiti breytist lítið. Á laugardag:Áfram sunnanátt með rigningu Sunnanlands, annars þurrt. Hlýnar heldur
Veður Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira