Tilkynnt var um félagaskiptin fyrr í vikunni en Sancho gengst undir læknisskoðun þegar Evrópumótinu lýkur.
Sancho er í enska hópnum og fékk sinn fyrsta byrjunarliðsleik á EM í gær í 4-0 sigrinum í gær en hann var ekki tilbúinn að ræða Manchester United.
„Til þess að vera sanngjarn þá vil ég ekki tala um Manchester United. Núna er öll mín einbeiting á Englandi,“ sagði Sancho eftir leikinn.
„Ég er í skýjunum. Þetta var skyldusigur í dag og ég er mjög ánægður að hafa fengið tækifæri. Þetta er sérstakt augnablik fyrir mig.“
„Þrátt fyrir að hafa ekki verið að spila þá hef ég gefið allt á æfingasvæðinu og verið tilbúinn ef kallið kæmi.“
„Við vissum að þetta væri stór leikur í dag. Úkraína er með gott lið en við erum himinlifandi,“ sagði Sancho að lokum.
England mætir Danmörku á miðvikudaginn í undanúrslitunum á Wembley.
'I don't want to talk about Manchester United'
— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2021
Jadon Sancho refuses to talk about £73m dealhttps://t.co/nV3DQczWKV