Fæddi næstum því barn á bílastæði með annað barn í bílnum Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. júlí 2021 14:12 Anna Löscher og Baldur Karl Kristinsson eignuðust dreng 14. júní, eftir að Anna fékk hríðir í bílnum sínum á Selfossi. Þau eru þakklát fyrir hjálp sem þau fengu frá ókunnugum hjónum. Aðsend mynd Fyrir algera tilviljun leit kona á Selfossi inn í bíl á bílastæði í vikunni og kom þar auga á konu sem var augljóslega í nokkrum vandræðum. Hún áttaði sig ekki strax á því hvað amaði að en ákvað að kanna málið. Við nánari athugun kom í ljós að konan í bílnum var við það að fæða barn, með annað hjálparlaust tveggja ára barn í bílnum. Konan, Inga Lóa, fór beint í að koma konunni á sjúkrahús, þar sem hún fæddi dreng korteri síðar. Á sama tíma brunaði faðirinn frá Reykjavík og var mættur í tæka tíð til þess að skera á naflastrenginn. Drengnum heilsast að sögn móðurinnar vel þrátt fyrir brattan aðdraganda. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna Löscher móðirin í samtali við Vísi. Hún er þýsk og faðirinn er íslenskur, Baldur Karl Kristinsson. Keyrðu fyrst fram hjá „Það var í raun fyrir algjöra tilviljun að ég lít inn í bílinn hennar,“ segir Inga Lóa Ármannsdóttur en hún hafði verið í Húsasmiðjunni ásamt eiginmanni sínum áður en þau keyrðu framhjá bíl Önnu. Inga Lóa Ármannsdóttir var með eiginmanni sinni í bíl þegar hún kom Önnu til hjálpar.Aðsend mynd „Við keyrðum fyrst framhjá bílnum en svo fór ég að hugsa að það væri eitthvað að, mér fannst hún vera í angist,“ segir Inga sem bað mann sinn um að snúa við. „Ég fann það bara á mér að við yrðum að snúa við. Þegar við komum aftur að bílnum var hún komin út úr bílnum og var í keng við bílinn. Það var augljóst að hún þurfti á hjálp að halda. Ég áttaði mig samt ekki á því að það væri barn á leiðinni. Hún nær að koma því frá sér að hún þurfi að komast á sjúkrahús á ensku,“ segir Inga Lóa. Hélt að hún myndi ganga með barnið í viku í viðbót Inga Lóa keyrði Önnu og sjúkrahúsið á Selfossi og fór með tveggja ára son hennar til frænku Önnu. „Hún náði að útskýra fyrir mér hvert barnið ætti að fara og svo fór ég bara en ég hugsaði svo mikið til hennar,“ segir Inga Lóa sem heyrði ekkert meira fyrr en Anna lýsti eftir hjónum sem keyrðu hana á spítalann á Selfossi á Facebook-hópnum Góða systir. Anna fæddi son korteri eftir að komið var á spítalann. Hún segist vera gríðarlega þakklát hjónunum. „Ég var sett þann 21. júní en var ekki farin að finna neitt fyrr en allt í einu þarna. Ég var alveg viss um að ég myndi ganga með barnið í viku í viðbót,“ segir Anna. Kærasti Önnu var í Reykjavík en kom sér á fæðingardeildina á mettíma. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna og bætir við að það sé gott að vera búin að koma þökkunum á framfæri en þær Anna og Inga Lóa hafa talað saman á Facebook. Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Börn og uppeldi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Konan, Inga Lóa, fór beint í að koma konunni á sjúkrahús, þar sem hún fæddi dreng korteri síðar. Á sama tíma brunaði faðirinn frá Reykjavík og var mættur í tæka tíð til þess að skera á naflastrenginn. Drengnum heilsast að sögn móðurinnar vel þrátt fyrir brattan aðdraganda. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna Löscher móðirin í samtali við Vísi. Hún er þýsk og faðirinn er íslenskur, Baldur Karl Kristinsson. Keyrðu fyrst fram hjá „Það var í raun fyrir algjöra tilviljun að ég lít inn í bílinn hennar,“ segir Inga Lóa Ármannsdóttur en hún hafði verið í Húsasmiðjunni ásamt eiginmanni sínum áður en þau keyrðu framhjá bíl Önnu. Inga Lóa Ármannsdóttir var með eiginmanni sinni í bíl þegar hún kom Önnu til hjálpar.Aðsend mynd „Við keyrðum fyrst framhjá bílnum en svo fór ég að hugsa að það væri eitthvað að, mér fannst hún vera í angist,“ segir Inga sem bað mann sinn um að snúa við. „Ég fann það bara á mér að við yrðum að snúa við. Þegar við komum aftur að bílnum var hún komin út úr bílnum og var í keng við bílinn. Það var augljóst að hún þurfti á hjálp að halda. Ég áttaði mig samt ekki á því að það væri barn á leiðinni. Hún nær að koma því frá sér að hún þurfi að komast á sjúkrahús á ensku,“ segir Inga Lóa. Hélt að hún myndi ganga með barnið í viku í viðbót Inga Lóa keyrði Önnu og sjúkrahúsið á Selfossi og fór með tveggja ára son hennar til frænku Önnu. „Hún náði að útskýra fyrir mér hvert barnið ætti að fara og svo fór ég bara en ég hugsaði svo mikið til hennar,“ segir Inga Lóa sem heyrði ekkert meira fyrr en Anna lýsti eftir hjónum sem keyrðu hana á spítalann á Selfossi á Facebook-hópnum Góða systir. Anna fæddi son korteri eftir að komið var á spítalann. Hún segist vera gríðarlega þakklát hjónunum. „Ég var sett þann 21. júní en var ekki farin að finna neitt fyrr en allt í einu þarna. Ég var alveg viss um að ég myndi ganga með barnið í viku í viðbót,“ segir Anna. Kærasti Önnu var í Reykjavík en kom sér á fæðingardeildina á mettíma. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna og bætir við að það sé gott að vera búin að koma þökkunum á framfæri en þær Anna og Inga Lóa hafa talað saman á Facebook.
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Börn og uppeldi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira