Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2021 21:21 Bílar aka yfir Oddabrú að vígsluathöfn lokinni. Arnar Halldórsson Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. Formleg opnun brúarinnar í gær markaði jafnframt upphaf Oddahátíðar. Meðal viðstaddra voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Frá Oddahátíð í gær. Hátíðartjaldi hafði verið slegið upp þar sem boðið var upp á tónleika, veitingar og ræðuhöld.Arnar Halldórsson Eftir að bílaöld gekk í garð og menn hættu að fara yfir fljótin á hestum varð það hlutskipti Odda að verða endastöð á botnlanga, þar til núna. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sagði langþráð baráttumál í höfn og hrósaði meðal annars verktakanum, vinnuflokki Mikaels ehf. frá Hornafirði. „Hvílíkir dugnaðarforkar. Við höfum bara aldrei séð annað eins. Og eru þó Rangæingar duglegir að eðlisfari,“ sagði Ágúst. Sveitarstjórinn afhenti síðan Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra brúna og veginn. Verkinu lýkur þó ekki fyrr en í haust með malbikun vegarins. Vígsluathöfnin fór fram við brúarsporðinn Landeyjamegin.Arnar Halldórsson Samgönguráðherra nefndi sem dæmi að fyrir íbúa í Landeyjum og á Bakkabæjum styttist leiðin til Hellu um 15 kílómetra. Hann sagði þetta langþráða og þarfa öryggistengingu sem myndi þjóna sem flóttaleið í Kötluhlaupum fyrir íbúa í Rangárþingi. Sóknarpresturinn í Odda, Elína Hrund Kristjánsdóttir, blessaði að lokum mannvirkið. Gestir héldu síðan til Oddahátíðar þar sem þrjátíu ára afmæli Oddafélagsins var fagnað. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Samgöngur Katla Tengdar fréttir Katrín líkti Sæmundi fróða við tístara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Oddahátið í dag. Hátíðin fór fram á Rangárvöllum í tilefni þrjátíu ára afmælis Oddafélagsins. 3. júlí 2021 18:15 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Sjá meira
Formleg opnun brúarinnar í gær markaði jafnframt upphaf Oddahátíðar. Meðal viðstaddra voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Frá Oddahátíð í gær. Hátíðartjaldi hafði verið slegið upp þar sem boðið var upp á tónleika, veitingar og ræðuhöld.Arnar Halldórsson Eftir að bílaöld gekk í garð og menn hættu að fara yfir fljótin á hestum varð það hlutskipti Odda að verða endastöð á botnlanga, þar til núna. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sagði langþráð baráttumál í höfn og hrósaði meðal annars verktakanum, vinnuflokki Mikaels ehf. frá Hornafirði. „Hvílíkir dugnaðarforkar. Við höfum bara aldrei séð annað eins. Og eru þó Rangæingar duglegir að eðlisfari,“ sagði Ágúst. Sveitarstjórinn afhenti síðan Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra brúna og veginn. Verkinu lýkur þó ekki fyrr en í haust með malbikun vegarins. Vígsluathöfnin fór fram við brúarsporðinn Landeyjamegin.Arnar Halldórsson Samgönguráðherra nefndi sem dæmi að fyrir íbúa í Landeyjum og á Bakkabæjum styttist leiðin til Hellu um 15 kílómetra. Hann sagði þetta langþráða og þarfa öryggistengingu sem myndi þjóna sem flóttaleið í Kötluhlaupum fyrir íbúa í Rangárþingi. Sóknarpresturinn í Odda, Elína Hrund Kristjánsdóttir, blessaði að lokum mannvirkið. Gestir héldu síðan til Oddahátíðar þar sem þrjátíu ára afmæli Oddafélagsins var fagnað. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Samgöngur Katla Tengdar fréttir Katrín líkti Sæmundi fróða við tístara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Oddahátið í dag. Hátíðin fór fram á Rangárvöllum í tilefni þrjátíu ára afmælis Oddafélagsins. 3. júlí 2021 18:15 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Sjá meira
Katrín líkti Sæmundi fróða við tístara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Oddahátið í dag. Hátíðin fór fram á Rangárvöllum í tilefni þrjátíu ára afmælis Oddafélagsins. 3. júlí 2021 18:15
Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23