Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2021 22:23 Eldgígurinn í Fagradalsfjalli í kvöld. Vísir/Vefmyndavél Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir vel hvernig nánast slökknaði á gosinu snemma í morgun. Það var svo á áttunda tímanum í kvöld sem óróalínan fór að rísa á ný og fljótlega fékkst staðfesting á vefmyndavél Vísis á kraumandi kviku þegar fór að sjást í roða og síðan hraunslettur. Óróarit Veðurstofunnar sýnir sveiflurnar síðustu tíu sólarhringa. Goshléin undanfarna daga sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir skalann 2.000.Veðurstofa Íslands Spyrja má hvort eldgosið sé búið að finna sér nýjan reglubundinn takt, þegar lesið er úr óróaritinu. Álíka langt goshlé varð í fyrradag. Óróalínan féll þá bratt upp úr miðnætti þegar hratt dró úr gosinu. Það reif sig svo aftur upp síðdegis sama dag, einnig eftir um sextán stunda goshlé. Þá tók við um 36 stunda samfelld goshrina með miklum hraunelfum. Haldi gosið áfram þessum takti má búast við sýnilegri virkni með hraunám næsta einn og hálfan sólarhringinn eða svo. Næsta goshlé gæti þá orðið á þriðjudagsmorgni. Hér má sjá gosið í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp að nýju í fyrrakvöld. Atburðarásin er sýnd á tíföldum hraða. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort upptakturinn verði með svipuðum hætti í kvöld og nótt: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. 4. júlí 2021 13:13 Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. 1. júlí 2021 16:40 Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29. júní 2021 20:13 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir vel hvernig nánast slökknaði á gosinu snemma í morgun. Það var svo á áttunda tímanum í kvöld sem óróalínan fór að rísa á ný og fljótlega fékkst staðfesting á vefmyndavél Vísis á kraumandi kviku þegar fór að sjást í roða og síðan hraunslettur. Óróarit Veðurstofunnar sýnir sveiflurnar síðustu tíu sólarhringa. Goshléin undanfarna daga sjást þar sem bláa línan fer niður fyrir skalann 2.000.Veðurstofa Íslands Spyrja má hvort eldgosið sé búið að finna sér nýjan reglubundinn takt, þegar lesið er úr óróaritinu. Álíka langt goshlé varð í fyrradag. Óróalínan féll þá bratt upp úr miðnætti þegar hratt dró úr gosinu. Það reif sig svo aftur upp síðdegis sama dag, einnig eftir um sextán stunda goshlé. Þá tók við um 36 stunda samfelld goshrina með miklum hraunelfum. Haldi gosið áfram þessum takti má búast við sýnilegri virkni með hraunám næsta einn og hálfan sólarhringinn eða svo. Næsta goshlé gæti þá orðið á þriðjudagsmorgni. Hér má sjá gosið í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp að nýju í fyrrakvöld. Atburðarásin er sýnd á tíföldum hraða. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort upptakturinn verði með svipuðum hætti í kvöld og nótt:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. 4. júlí 2021 13:13 Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. 1. júlí 2021 16:40 Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29. júní 2021 20:13 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. 4. júlí 2021 13:13
Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. 1. júlí 2021 16:40
Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili. 29. júní 2021 20:13