Rio Ferdinand: Hann lítur út eins og fjall í mínum augum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 08:00 Harry Maguire fagnar markinu sínu á móti Úkraínu í átta liða úrslitum EM um helgina. AP/Alessandra Tarantino Rio Ferdinand, fyrrum miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hrósaði miðverði Manchester United og enska landsliðsins mikið eftir að Englendingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins um helgina. Harry Maguire átti enn einn stórleikinn í ensku vörninni sem hefur enn ekki fengið á sig mark á mótinu. Maguire gerði síðan enn betur með því að skora eitt af fjórum mörkum enska liðsins í leiknum á móti Úkraínu. Það eru ekki mörg veikleikamerki að finna á ensku vörninni sem hefur haldið hreinu í fimm fyrstu leikjum sínum á EM og mætir Danmörku í undanúrslitaleik á Wembley í vikunni. Rio Ferdinand Harry Maguire #Euro2020— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 4, 2021 „Alþjóðlegur fótbolti virðist vera svo þægilegur fyrir Harry Maguire,“ sagði Rio Ferdinand við BBC Sport. „Hann lítur út eins og fjall í mínum augum þegar hann er kominn í enska landsliðsbúninginn. Hann kemur líka upp með boltann og velur réttu sendingarnar,“ sagði Ferdinand. „Hann reynir alltaf að koma út með boltann til að fá einhvern til að koma í sig og svo gefur hann boltann. Þarna liggur munurinn á honum og öðrum miðvörðum,“ sagði Ferdinand. "He looks like a man mountain to me." https://t.co/SNXKDoen1f— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 4, 2021 Maguire missti af lokum tímabilsins hjá Manchester United vegna meiðsla og var ekki með í upphafi Evrópumótsins. Hann hefur aftur á móti komið sterkur inn í enska landsliðið. Maguire, sem er 28 ára gamall, var að leika sinn 35. landsleik á móti Úkraínu þar af hafa síðustu fimmtán komið sem leikmaður Manchester United en í hinum tuttugu var hann leikmaður Leicester City. Þetta var hans fjórða landsliðsmark. Rio Ferdinand lék alls 81 landsleik fyrir England þar af 54 þeirra sem leikmaður Manchester United. Rio skoraði þrjú mörk í þessum leikjum þar af eitt þeirra á stórmóti en það kom á móti Dönum á HM 2002. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Harry Maguire átti enn einn stórleikinn í ensku vörninni sem hefur enn ekki fengið á sig mark á mótinu. Maguire gerði síðan enn betur með því að skora eitt af fjórum mörkum enska liðsins í leiknum á móti Úkraínu. Það eru ekki mörg veikleikamerki að finna á ensku vörninni sem hefur haldið hreinu í fimm fyrstu leikjum sínum á EM og mætir Danmörku í undanúrslitaleik á Wembley í vikunni. Rio Ferdinand Harry Maguire #Euro2020— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 4, 2021 „Alþjóðlegur fótbolti virðist vera svo þægilegur fyrir Harry Maguire,“ sagði Rio Ferdinand við BBC Sport. „Hann lítur út eins og fjall í mínum augum þegar hann er kominn í enska landsliðsbúninginn. Hann kemur líka upp með boltann og velur réttu sendingarnar,“ sagði Ferdinand. „Hann reynir alltaf að koma út með boltann til að fá einhvern til að koma í sig og svo gefur hann boltann. Þarna liggur munurinn á honum og öðrum miðvörðum,“ sagði Ferdinand. "He looks like a man mountain to me." https://t.co/SNXKDoen1f— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 4, 2021 Maguire missti af lokum tímabilsins hjá Manchester United vegna meiðsla og var ekki með í upphafi Evrópumótsins. Hann hefur aftur á móti komið sterkur inn í enska landsliðið. Maguire, sem er 28 ára gamall, var að leika sinn 35. landsleik á móti Úkraínu þar af hafa síðustu fimmtán komið sem leikmaður Manchester United en í hinum tuttugu var hann leikmaður Leicester City. Þetta var hans fjórða landsliðsmark. Rio Ferdinand lék alls 81 landsleik fyrir England þar af 54 þeirra sem leikmaður Manchester United. Rio skoraði þrjú mörk í þessum leikjum þar af eitt þeirra á stórmóti en það kom á móti Dönum á HM 2002. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira