Hettubannið til skoðunar eftir mikla gagnrýni Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2021 12:01 Alice Dearing verður fyrst svartra sundkvenna til að keppa fyrir Bretland á Ólympíuleikum, í Tókýó. Sem stendur mætti hún ekki nota þar sundhettur sem sérhannaðar eru fyrir svart fólk. Getty/Clive Rose Alþjóðasundsambandið, FINA, gæti breytt afstöðu sinni varðandi sundhettur sem sérhannaðar eru fyrir fólk með afróhár, eftir hávær mótmæli við því að hetturnar væru bannaðar á Ólympíuleikunum í Tókýó. FINA hefur verið gagnrýnt fyrir að banna hetturnar á stórmótum og bannið sagt draga úr vilja svarts fólks til að stunda sundíþróttir. Ungt, svart sundfólk hefur lýst yfir miklum vonbrigðum vegna þessa. Á meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg er jamaíski sundmaðurinn Michael Gunning sem kvaðst bæði í áfalli og fyllast viðbjóði yfir banninu, sem stuðli enn frekar að því að bola svörtu sundfólki í burtu á hæsta stigi íþróttarinnar. Það sé nauðsynlegt að sýna ungu fólki að sund sé fyrir alla. This is everything against what I ve been working so hard towards with my advocation & representation in elite swimming We must teach those young black swimmers out there that swimming is for ALL no matter what your authenticity! 2/2 #Diversity #Inclusion #BLM #Decoloniality— Michael Gunning (@MichaelGunning1) July 2, 2021 Soul Cap, sem framleiðir sundhettur sérstaklega ætlaðar fyrir fólk með þykkt eða mikið hár, sagði FINA hafa rökstutt ákvörðun sína með því að hetturnar væru ekki mótaðar að „náttúrulegu höfuðlagi“ fólks. Samkvæmt frétt BBC ætlar FINA nú að endurskoða afstöðu sína. Í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér segir að það skilji vel mikilvægi þess að öllum sé jafnvelkomið að taka þátt í íþróttinni. „FINA er staðráðið í að tryggja að allt sundfólk geti notað sundklæðnað við hæfi í keppni, þegar sá klæðnaður veitir ekki samkeppnisforskot,“ sagði í yfirlýsingunni. FINA mun nú fara yfir málið með forsvarsmönnum Soul Cap. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
FINA hefur verið gagnrýnt fyrir að banna hetturnar á stórmótum og bannið sagt draga úr vilja svarts fólks til að stunda sundíþróttir. Ungt, svart sundfólk hefur lýst yfir miklum vonbrigðum vegna þessa. Á meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg er jamaíski sundmaðurinn Michael Gunning sem kvaðst bæði í áfalli og fyllast viðbjóði yfir banninu, sem stuðli enn frekar að því að bola svörtu sundfólki í burtu á hæsta stigi íþróttarinnar. Það sé nauðsynlegt að sýna ungu fólki að sund sé fyrir alla. This is everything against what I ve been working so hard towards with my advocation & representation in elite swimming We must teach those young black swimmers out there that swimming is for ALL no matter what your authenticity! 2/2 #Diversity #Inclusion #BLM #Decoloniality— Michael Gunning (@MichaelGunning1) July 2, 2021 Soul Cap, sem framleiðir sundhettur sérstaklega ætlaðar fyrir fólk með þykkt eða mikið hár, sagði FINA hafa rökstutt ákvörðun sína með því að hetturnar væru ekki mótaðar að „náttúrulegu höfuðlagi“ fólks. Samkvæmt frétt BBC ætlar FINA nú að endurskoða afstöðu sína. Í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér segir að það skilji vel mikilvægi þess að öllum sé jafnvelkomið að taka þátt í íþróttinni. „FINA er staðráðið í að tryggja að allt sundfólk geti notað sundklæðnað við hæfi í keppni, þegar sá klæðnaður veitir ekki samkeppnisforskot,“ sagði í yfirlýsingunni. FINA mun nú fara yfir málið með forsvarsmönnum Soul Cap.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti