Skemmtun skólafélags í Þrastalundi fór „algerlega úr böndunum“ Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2021 14:44 Um tíma var öll lögregluvaktin á Selfossi bundin yfir umræddri skemmtun skólafélags í Þrastalundi. Myndin er frá tjaldsvæðinu í Þrastaskógi og tekin fyrir nokkrum árum. Lögregla á Suðurlandi var kölluð út þegar skemmtun skólafélags í Þrastalundi í Grímsnesi var „algerlega komin úr böndunum“ síðasta laugardagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en þar segir að umrætt skólafélag, sem ekki er nafngreint í tilkynningunni, hafði ekki fengið leyfi til skemmtunarinnar. Á Facebook hafði Skólafélag Menntaskólans við Sund í Reykjavík áður boðað til útilegu í Þrastalundi umrætt kvöld. Lögregla segir að þegar liðið hafi verið á kvöldið hafi skemmtunin verið algerlega komin úr böndunum. Lítil ef einhver gæsla á svæðinu og hinir ýmsu aðilar búnir að gera sig heimakomna þar án þess að vera sérstaklega boðið. „Um tíma var öll vaktin á Selfossi bundin yfir þessari skemmtun en skipuleggjendur skemmtunarinnar gerðu sitt besta til að koma skikki á sitt fólk en á endanum voru flestir tjaldgestir flúnir undan leiðindum tiltölulega fámenns hóps gesta á svæðinu. Einhverjar líkamsmeiðingar urðu og mál til rannsóknar vegna þess. Einn gestanna gisti fangageymslur fram til morguns en hann reyndist stjórnlaus á vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Í sömu tilkynningu getur Lögreglan á Suðurlandi þess að Skólafélag Menntaskólans á Laugavatni hafi verið með sína árlegu útilegu á tjaldsvæðinu við Faxa á föstudagskvöld. Þar hafi gæsla verið til fyrirmyndar og ekki vitað annað en að skemmtunin hafi farið vel fram. Lögreglumál Framhaldsskólar Grímsnes- og Grafningshreppur Skóla - og menntamál Tjaldsvæði Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en þar segir að umrætt skólafélag, sem ekki er nafngreint í tilkynningunni, hafði ekki fengið leyfi til skemmtunarinnar. Á Facebook hafði Skólafélag Menntaskólans við Sund í Reykjavík áður boðað til útilegu í Þrastalundi umrætt kvöld. Lögregla segir að þegar liðið hafi verið á kvöldið hafi skemmtunin verið algerlega komin úr böndunum. Lítil ef einhver gæsla á svæðinu og hinir ýmsu aðilar búnir að gera sig heimakomna þar án þess að vera sérstaklega boðið. „Um tíma var öll vaktin á Selfossi bundin yfir þessari skemmtun en skipuleggjendur skemmtunarinnar gerðu sitt besta til að koma skikki á sitt fólk en á endanum voru flestir tjaldgestir flúnir undan leiðindum tiltölulega fámenns hóps gesta á svæðinu. Einhverjar líkamsmeiðingar urðu og mál til rannsóknar vegna þess. Einn gestanna gisti fangageymslur fram til morguns en hann reyndist stjórnlaus á vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Í sömu tilkynningu getur Lögreglan á Suðurlandi þess að Skólafélag Menntaskólans á Laugavatni hafi verið með sína árlegu útilegu á tjaldsvæðinu við Faxa á föstudagskvöld. Þar hafi gæsla verið til fyrirmyndar og ekki vitað annað en að skemmtunin hafi farið vel fram.
Lögreglumál Framhaldsskólar Grímsnes- og Grafningshreppur Skóla - og menntamál Tjaldsvæði Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira