Valsmenn lausir við EM-kappa á illa förnum velli í Zagreb Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2021 16:01 Mario Gavranovic skoraði jöfnunarmark Sviss gegn Frakklandi og einnig í vítaspyrnukeppninni þegar Svisslendingar slógu heimsmeistarana út af EM. EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Valsmenn eiga fyrir höndum gríðarlega erfiðan leik á illa förnum Maksimir-vellinum í Zagreb á miðvikudaginn, í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Dinamo Zagreb er sennilega sterkasta liðið í fyrstu umferð undankeppninnar enda átti liðið átta fulltrúa á Evrópumótinu sem nú er að ljúka, og sló út Tottenham í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í vetur. Dinamo var auk þess í þriðja sæti yfir þau félög sem „ólu upp“ flesta leikmenn á EM – menn á borð við Luka Modric, Mateo Kovacic og fleiri. Leikmenn Dinamo sem spiluðu á EM virðast hins vegar flestir fá stutt sumarfrí í stað þess að mæta Val á miðvikudaginn. Ein af hetjum Sviss, Mario Gavranovic, verður alla vega í fríi og Króatarnir Mislav Orsic, sem skoraði í tapinu gegn Spáni, Bruno Petkovic og Dominik Livakovic, aðalmarkvörður Króata, verða ekki með gegn Val, samkvæmt króatíska miðlinum 24 Sata. Illa farinn völlur en áhorfendur mega mæta Miðillinn bendir á það að Maksimir-völlurinn sé í skelfilegu ástandi vegna sýkingar í grassverðinum. Leikurinn við Val verður fyrsti heimaleikur Dinamo síðan 22. maí þegar liðið lauk síðasta tímabili, þar sem liðið varð króatískur meistari af miklu öryggi. Sjá má á myndum á heimasíðu Dinamo hve illa farinn völlur liðsins er.Dinamo Zagreb Það verða hins vegar áhorfendur á Maksimir-leikvanginum, í fyrsta sinn í níu mánuði vegna banns sem sett var vegna kórónuveirufaraldursins. Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst kl. 17 á miðvikudaginn og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liðin mætast svo aftur á Hlíðarenda viku síðar. Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Dinamo Zagreb er sennilega sterkasta liðið í fyrstu umferð undankeppninnar enda átti liðið átta fulltrúa á Evrópumótinu sem nú er að ljúka, og sló út Tottenham í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í vetur. Dinamo var auk þess í þriðja sæti yfir þau félög sem „ólu upp“ flesta leikmenn á EM – menn á borð við Luka Modric, Mateo Kovacic og fleiri. Leikmenn Dinamo sem spiluðu á EM virðast hins vegar flestir fá stutt sumarfrí í stað þess að mæta Val á miðvikudaginn. Ein af hetjum Sviss, Mario Gavranovic, verður alla vega í fríi og Króatarnir Mislav Orsic, sem skoraði í tapinu gegn Spáni, Bruno Petkovic og Dominik Livakovic, aðalmarkvörður Króata, verða ekki með gegn Val, samkvæmt króatíska miðlinum 24 Sata. Illa farinn völlur en áhorfendur mega mæta Miðillinn bendir á það að Maksimir-völlurinn sé í skelfilegu ástandi vegna sýkingar í grassverðinum. Leikurinn við Val verður fyrsti heimaleikur Dinamo síðan 22. maí þegar liðið lauk síðasta tímabili, þar sem liðið varð króatískur meistari af miklu öryggi. Sjá má á myndum á heimasíðu Dinamo hve illa farinn völlur liðsins er.Dinamo Zagreb Það verða hins vegar áhorfendur á Maksimir-leikvanginum, í fyrsta sinn í níu mánuði vegna banns sem sett var vegna kórónuveirufaraldursins. Leikur Dinamo Zagreb og Vals hefst kl. 17 á miðvikudaginn og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liðin mætast svo aftur á Hlíðarenda viku síðar.
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira