Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Viðkvæmustu hóparnir hafa haldið sig við inni við síðustu daga vegna gosmóðu frá Eldgosinu í Geldingadölum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við lungnasjúkling sem fer ekki út úr húsi vegna loftgæðanna.

Í fréttatímanum verður fjallað um afléttingar á Englandi frá og með 19. júlí. Forsætisráðherrann vill halda því til streitu að hætta með grímuskyldu, fjarlægðarreglu og samkomutakmarkanir þrátt fyrir varnarorð sérfræðinga.

Yfir tíu þúsund manns fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll síðasta laugardag. Fleiri hafa ekki farið í gegnum völlinn síðan í mars í fyrra. Rætt verður við framkvæmdastjóra hjá Isavia sem lítur bjartsýnn til framtíðar.

Fjallað verður um lúsmý enda hafa landsmenn ekki farið varhluta af óværunni. Mýið er komið víðar um land en síðasta sumar og verður kort af útbreiðslunni sýnt í tímanum. 

Þá hittum við börn sem hafa verið á japönskunámskeiði og leyfa okkur að heyra það sem þau hafa lært. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×