Evra með fisk, franskar og fleiri kyndingar í stórfurðulegu myndbandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 09:00 Patrice Evra er enginn venjulegur maður og sannar það í hverju myndbandinu á fætur öðru. Instagram/@patrice.evra Þetta er hvatningarmyndband fyrir enska landsliðið en þetta er líka myndband með frönsku goðsögninni Patrice Evra. Þá er víst von á öllu. Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, heldur áfram að senda frá sér stórfurðuleg myndbönd. Hann fer bráðum að verða þekktari fyrir fíflagang sinn fyrir framan myndavélina en fyrir frábæran fótboltaferil. Nýjasta myndbandið hans er til heiðurs enska landsliðinu í tilefni að þeir ensku eru nú aðeins tveimur sigurleikjum frá Evrópumeistaratitlinum. Patrice Evra is on a different planet https://t.co/Khvhxu9iJC— SPORTbible (@sportbible) July 5, 2021 Evra er enn mikill United maður og stríddi stuðningsmönnum Manchester City, og þá sérstaklega Oasis bræðrunum, þegar City tókst ekki að vinna Meistaradeildina í vor. Evra lék mjög lengi í Englandi og er mjög upptekinn af enskum fótbolta. Hann er líka tilbúinn að fíflast fyrir framan myndavélina. Evra var að þessu sinni í bílnum sínum með spriklandi fisk og franskar í höndum og endurgerði textann við „Praise You“ lagið með Fatboy Slim. Hann var auðvitað með hárkollu og sólgleraugu í takt við ensku staðalmyndina. „Risaeðlurnar voru á lífi þegar þið unnið síðast,“ skaut Evra á enska liðið en síðasti titill liðsins kom á HM í Englandi 1966. Síðan eru liðin 55 ár. Evra gerði grín af þeim ensku en um leið hvatti hann þá áfram að fara alla leið og koma með titilinn heim. Hann hoppaði líka upp um sóllúguna á bílnum en birtist svo aftur. Í það heila er þetta stórfurðulegt myndband sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrice Evra (@patrice.evra) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjá meira
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, heldur áfram að senda frá sér stórfurðuleg myndbönd. Hann fer bráðum að verða þekktari fyrir fíflagang sinn fyrir framan myndavélina en fyrir frábæran fótboltaferil. Nýjasta myndbandið hans er til heiðurs enska landsliðinu í tilefni að þeir ensku eru nú aðeins tveimur sigurleikjum frá Evrópumeistaratitlinum. Patrice Evra is on a different planet https://t.co/Khvhxu9iJC— SPORTbible (@sportbible) July 5, 2021 Evra er enn mikill United maður og stríddi stuðningsmönnum Manchester City, og þá sérstaklega Oasis bræðrunum, þegar City tókst ekki að vinna Meistaradeildina í vor. Evra lék mjög lengi í Englandi og er mjög upptekinn af enskum fótbolta. Hann er líka tilbúinn að fíflast fyrir framan myndavélina. Evra var að þessu sinni í bílnum sínum með spriklandi fisk og franskar í höndum og endurgerði textann við „Praise You“ lagið með Fatboy Slim. Hann var auðvitað með hárkollu og sólgleraugu í takt við ensku staðalmyndina. „Risaeðlurnar voru á lífi þegar þið unnið síðast,“ skaut Evra á enska liðið en síðasti titill liðsins kom á HM í Englandi 1966. Síðan eru liðin 55 ár. Evra gerði grín af þeim ensku en um leið hvatti hann þá áfram að fara alla leið og koma með titilinn heim. Hann hoppaði líka upp um sóllúguna á bílnum en birtist svo aftur. Í það heila er þetta stórfurðulegt myndband sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrice Evra (@patrice.evra) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjá meira