Grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson sýnir áhorfendum hvernig hann útbýr einfaldan forrétt úr steikinni Wagyu A5.
Hér er hægt að nálgast klippu úr þættinum og fyrir neðan má sjá uppskriftina og aðferð.
Verði ykkur að góðu!
Einfaldur forréttur úr Wagyu AF
- Wagyu ribeye A5:
-
- Vorlaukur
- Chili
- Sesamfræ
- Ponzu:
-
- 50 ml soja
- 50 ml sítrónusafi
- 25 ml mirin
Aðferð:
- Kyndið grillið í botn
- Blandið smana Ponzu sósu í skál
- Skerið vorlauk og chili í þunnar sneiðar
- Grillið kjötið í 30 sekúndur til mínútu á hverri hlið
- Skerið kjötið í þunnar sneiðar og stráið Ponzu, vorlauk, chili og sesamfræum yfir
Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar girnilegar uppskriftir úr fyrri þáttum en fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.
Fyllt grísalund með döðlum og brie í beikonteppi
Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati
Úrbeinað og fyllt lambalæri