Meðlimir barnaníðshrings dæmdir í Þýskalandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2021 13:31 Adrian V var dæmdur í fjórtán ára fangelsi en hann mun sitja nokkuð lengur inni, þar sem talin er hætt á að hann muni brjóta aftur af sér. EPA-EFE/Guido Kirchner Sex meðlimir barnaníðshrings voru sakfelldir fyrir að hafa ítrekað brotið kynferðislega á börnum. Dómari í málinu sagði við dómsuppskurð að málið sé hræðilegt og mjög óhugnanlegt. Höfuðpaurinn, sem er 28 ára gamall og kallaður Adrian V af dómstólum, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi en meðsakborningar hans þrír, allir karlmenn, voru dæmdir í 10 til 12 ára fangelsi en móðir Adrians V var dæmd í fimm ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við ofbeldið. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Meðal ákæruliðanna sem mennirnir stóðu frammi fyrir var að þeir hafi byrlað hópi drengja ólyfjan og haldið þeim föngum í húsi í Münster í nokkra daga. Þeir hafi tekið drengina, þar sem þeir voru læstir inni, upp á myndband og dreift myndskeiðunum á huldunetið. Eitt fórnarlamba Adrians V er sonur maka hans, sem nú er ellefu ára gamall. Adrian V var sakfelldur fyrir 29 ákæruliði um ofbeldi og misnotkun. Eftir að hann verður búinn að sitja þennan 14 ára fangelsisdóm mun honum haldið áfram í fangelsi í svokallaðri preventative detention þar sem talin er mikil hætta á að hann muni brjóta aftur af sér. Vilja þyngja dóma barnaníðinga Talið er að Adrian hafi kynnst hinum sakborningunum, sem eru ekki frá Münster og eru á aldrinum 31 til 43 ára, í gegn um netið. Þetta eru ekki fyrsta umfangsmikla barnaníðsmálið sem komið hefur upp í Norðurrín-Vestfalíu undanfarin misseri. Nýverið kom í ljós að hundruð barna höfðu verið misnotuð af hópi manna á tjaldsvæði. Nýverið tilkynntu þýsk yfirvöld það jafnframt að rannsókn sé hafin á meira en 30 þúsund manns vegna mögulegra tengsla við barnaníðshring sem starfar á netinu. Þá tilkynnti Christine Lambrecht, dómsmálaráðherra Þýskalands á dögunum að til standi að þyngja refsingar þeirra sem gerast sekir um barnaníð. Þýskaland Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rannsókn á risastórum barnaníðshring Þrír hafa verið handteknir í Þýskalandi og einn í Paragvæ í tengslum við rannsókn lögrelgu á einum stærsta barnaníðshring sem starfræktur hefur verið á netinu. Um er að ræða samfélag á djúpvefnum (e. dark net) sem ber heitið Boystown. 3. maí 2021 11:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Höfuðpaurinn, sem er 28 ára gamall og kallaður Adrian V af dómstólum, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi en meðsakborningar hans þrír, allir karlmenn, voru dæmdir í 10 til 12 ára fangelsi en móðir Adrians V var dæmd í fimm ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við ofbeldið. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Meðal ákæruliðanna sem mennirnir stóðu frammi fyrir var að þeir hafi byrlað hópi drengja ólyfjan og haldið þeim föngum í húsi í Münster í nokkra daga. Þeir hafi tekið drengina, þar sem þeir voru læstir inni, upp á myndband og dreift myndskeiðunum á huldunetið. Eitt fórnarlamba Adrians V er sonur maka hans, sem nú er ellefu ára gamall. Adrian V var sakfelldur fyrir 29 ákæruliði um ofbeldi og misnotkun. Eftir að hann verður búinn að sitja þennan 14 ára fangelsisdóm mun honum haldið áfram í fangelsi í svokallaðri preventative detention þar sem talin er mikil hætta á að hann muni brjóta aftur af sér. Vilja þyngja dóma barnaníðinga Talið er að Adrian hafi kynnst hinum sakborningunum, sem eru ekki frá Münster og eru á aldrinum 31 til 43 ára, í gegn um netið. Þetta eru ekki fyrsta umfangsmikla barnaníðsmálið sem komið hefur upp í Norðurrín-Vestfalíu undanfarin misseri. Nýverið kom í ljós að hundruð barna höfðu verið misnotuð af hópi manna á tjaldsvæði. Nýverið tilkynntu þýsk yfirvöld það jafnframt að rannsókn sé hafin á meira en 30 þúsund manns vegna mögulegra tengsla við barnaníðshring sem starfar á netinu. Þá tilkynnti Christine Lambrecht, dómsmálaráðherra Þýskalands á dögunum að til standi að þyngja refsingar þeirra sem gerast sekir um barnaníð.
Þýskaland Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rannsókn á risastórum barnaníðshring Þrír hafa verið handteknir í Þýskalandi og einn í Paragvæ í tengslum við rannsókn lögrelgu á einum stærsta barnaníðshring sem starfræktur hefur verið á netinu. Um er að ræða samfélag á djúpvefnum (e. dark net) sem ber heitið Boystown. 3. maí 2021 11:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við rannsókn á risastórum barnaníðshring Þrír hafa verið handteknir í Þýskalandi og einn í Paragvæ í tengslum við rannsókn lögrelgu á einum stærsta barnaníðshring sem starfræktur hefur verið á netinu. Um er að ræða samfélag á djúpvefnum (e. dark net) sem ber heitið Boystown. 3. maí 2021 11:09