Fjörutíu af heitustu stuðningsmönnum Dana fá að fljúga til Englands Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2021 16:16 Danir fengu stuðning úr stúkunni í Bakú þegar þeir unnu Tékka í átta liða úrslitum. Getty/Tom Dulat Danska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að 40 af dyggustu stuðningsmönnum danska landsliðsins fengju að ferðast frá Danmörku til Englands á undanúrslitaleik liðanna á EM. Krafa er um fimm daga sóttkví fyrir fólk sem ferðast frá Danmörku til Englands. Því hafði hinn almenni, danski stuðningsmaður ekki tíma til að ferðast frá Danmörku til Englands í tæka tíð fyrir undanúrslitaleikinn á morgun, eftir að Danmörk vann Tékkland á laugardaginn. Nú hefur danska knattspyrnusambandið hins vegar staðfest að 40 stuðningsmenn fái að fara með einkaflugi til Lundúna, til að sjá leikinn á Wembley, gegn því að þeir haldi sig í eins konar sóttvarnakúlu í ferðinni. Auk stuðningsmannanna verða í fluginu eiginkonur og kærustur leikmanna, fulltrúar danska sambandsins og fáeinir, útvaldir hollvinir sambandsins til viðbótar. Danska sambandið valdi stuðningsmennina 40 út frá því hve duglegt fólk hefur verið að mæta og styðja við landsliðið sitt. Þeir tíu sem safnað hafa flestum „hollustustigum“ fara á undanúrslitaleikinn, sem og þeir 30 með flest stig af þeim sem ekki var boðið í ferð á leikinn við Tékkland í Bakú. Danskir stuðningsmenn hafa lagt sitt að mörkum í EM-ævintýri liðsins sem lék alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á Parken heima í Kaupmannahöfn. Einn þyrstur stuðningsmaður vakti sérstaka athygli: Forget Ronaldo This is the performance of #EURO2020 pic.twitter.com/ZcySOc4LuZ— Samantha Quek (@SamanthaQuek) June 23, 2021 Bresk stjórnvöld hafa gefið leyfi fyrir því að um 60.000 áhorfendur verði á Wembley annað kvöld. Danska sambandið fær 7.900 miða og samkvæmt Ekstrabladet fara þeir miðar til Dana sem búsettir eru í Englandi og Skotlandi. Komist Danmörk í úrslitaleikinn, sem fram fer á sunnudaginn, hefur samkomulag náðst um að 1.000 Danir fái að fljúga til Englands til að sjá leikinn og styðja sína menn. Bresk stjórnvöld gáfu ekki leyfi fyrir slíkri undanþágu vegna undanúrslitaleiksins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Krafa er um fimm daga sóttkví fyrir fólk sem ferðast frá Danmörku til Englands. Því hafði hinn almenni, danski stuðningsmaður ekki tíma til að ferðast frá Danmörku til Englands í tæka tíð fyrir undanúrslitaleikinn á morgun, eftir að Danmörk vann Tékkland á laugardaginn. Nú hefur danska knattspyrnusambandið hins vegar staðfest að 40 stuðningsmenn fái að fara með einkaflugi til Lundúna, til að sjá leikinn á Wembley, gegn því að þeir haldi sig í eins konar sóttvarnakúlu í ferðinni. Auk stuðningsmannanna verða í fluginu eiginkonur og kærustur leikmanna, fulltrúar danska sambandsins og fáeinir, útvaldir hollvinir sambandsins til viðbótar. Danska sambandið valdi stuðningsmennina 40 út frá því hve duglegt fólk hefur verið að mæta og styðja við landsliðið sitt. Þeir tíu sem safnað hafa flestum „hollustustigum“ fara á undanúrslitaleikinn, sem og þeir 30 með flest stig af þeim sem ekki var boðið í ferð á leikinn við Tékkland í Bakú. Danskir stuðningsmenn hafa lagt sitt að mörkum í EM-ævintýri liðsins sem lék alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á Parken heima í Kaupmannahöfn. Einn þyrstur stuðningsmaður vakti sérstaka athygli: Forget Ronaldo This is the performance of #EURO2020 pic.twitter.com/ZcySOc4LuZ— Samantha Quek (@SamanthaQuek) June 23, 2021 Bresk stjórnvöld hafa gefið leyfi fyrir því að um 60.000 áhorfendur verði á Wembley annað kvöld. Danska sambandið fær 7.900 miða og samkvæmt Ekstrabladet fara þeir miðar til Dana sem búsettir eru í Englandi og Skotlandi. Komist Danmörk í úrslitaleikinn, sem fram fer á sunnudaginn, hefur samkomulag náðst um að 1.000 Danir fái að fljúga til Englands til að sjá leikinn og styðja sína menn. Bresk stjórnvöld gáfu ekki leyfi fyrir slíkri undanþágu vegna undanúrslitaleiksins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira