Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2021 09:01 Danskir stuðningsmenn með kærleikskveðju til Christians Eriksen. Getty/Jonathan Nackstrand Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. Mögulegt er að Eriksen og sjúkraliðarnir fái að sjá landa sína í danska landsliðinu spila úrslitaleikinn en það skýrist í kvöld hvort að Danmörk eða England kemst þangað. Kærustu Eriksens var einnig boðið á úrslitaleikinn en ekki liggur fyrir hvort að þau muni þekkjast boðið. Sex manns sem komu að því að bjarga lífi Eriksen, eftir að hann hneig niður og fór í hjartastopp í leik Danmerkur gegn Finnlandi í upphafi Evrópumótsins, fengu einnig boð á úrslitaleikinn. Þar á meðal er Peder Ersgaard sem var einn þeirra fyrstu sem komu að Eriksen. „Ég er rosalega stoltur af minni frammistöðu en líka af öllum hópnum í heild. Þetta var ekki eins manns verk,“ sagði Ersgaard við Fagbladet FOA. Hann var að vonum hæstánægður þegar hann opnaði tölvupóstinn frá UEFA: „Þarna stóð að Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vildi bjóða mér að koma sem VIP gestur á úrslitaleik EM í London 11. júlí. Ég var alveg í losti,“ sagði Ersgaard. Eriksen var lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn eftir að Ersgaard og félögum hafði tekist að bjarga lífi hans, fyrir tæpum mánuði síðan. Þar gekkst Eriksen undir rannsóknir og bjargráður var svo græddur í hann – tæki sem á að koma hjartanu í gang ef það stoppar aftur eins og í leiknum gegn Finnum. Enn er óljóst hvaða þýðingu þetta hefur varðandi knattspyrnuferil Eriksens en hann er í dag leikmaður Ítalíumeistara Inter. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Mögulegt er að Eriksen og sjúkraliðarnir fái að sjá landa sína í danska landsliðinu spila úrslitaleikinn en það skýrist í kvöld hvort að Danmörk eða England kemst þangað. Kærustu Eriksens var einnig boðið á úrslitaleikinn en ekki liggur fyrir hvort að þau muni þekkjast boðið. Sex manns sem komu að því að bjarga lífi Eriksen, eftir að hann hneig niður og fór í hjartastopp í leik Danmerkur gegn Finnlandi í upphafi Evrópumótsins, fengu einnig boð á úrslitaleikinn. Þar á meðal er Peder Ersgaard sem var einn þeirra fyrstu sem komu að Eriksen. „Ég er rosalega stoltur af minni frammistöðu en líka af öllum hópnum í heild. Þetta var ekki eins manns verk,“ sagði Ersgaard við Fagbladet FOA. Hann var að vonum hæstánægður þegar hann opnaði tölvupóstinn frá UEFA: „Þarna stóð að Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vildi bjóða mér að koma sem VIP gestur á úrslitaleik EM í London 11. júlí. Ég var alveg í losti,“ sagði Ersgaard. Eriksen var lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn eftir að Ersgaard og félögum hafði tekist að bjarga lífi hans, fyrir tæpum mánuði síðan. Þar gekkst Eriksen undir rannsóknir og bjargráður var svo græddur í hann – tæki sem á að koma hjartanu í gang ef það stoppar aftur eins og í leiknum gegn Finnum. Enn er óljóst hvaða þýðingu þetta hefur varðandi knattspyrnuferil Eriksens en hann er í dag leikmaður Ítalíumeistara Inter.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira