Hrópaði að Bjarna í þingsal: „Þetta var nú bara í hita leiksins“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2021 16:08 vísir Fyrsti varaforseti Alþingis var í dag truflaður í miðri kynningu sinni á næsta þingmanni í pontu með hrópum Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, sem hafði þá nýlokið svari sínu við óundirbúinni fyrirspurn. Forsetinn varð að slá í þingbjölluna og biðja Loga að hrópa ekki úr salnum: „Forseti biður þingmenn um að hafa ró í þingsalnum og vera ekki að skiptast á skoðunum hornanna á milli,“ sagði hann á meðan Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, beið eftir að forsetinn gæti lokið kynningu sinni svo hann gæti stigið upp í pontu og borið fram fyrirspurn sína. Bjarni hafði verið að svara óundirbúinni fyrirspurn frá samflokkskonu Loga, Oddnýju G. Harðardóttur, sem spurði ráðherrann hvort hann gæti svarað því hver ávinningur almennings væri af því að erlendir fjárfestar hefðu getað keypt hluti í Íslandsbanka á undirverði þegar ríkið seldi 35 prósent hlut í honum á dögunum. „Virðulegi forseti. Þeir keppast nú við að útskýra fyrir okkur að við hefðum selt banka á of lágu verði þeir sem sögðu að ekki væri hægt að selja bankann vegna þess að það myndi ekki fást nægilega hátt verð,“ svaraði Bjarni þá. Hann sagði þá að ríkið hefði nú beitt markaðnum til þess að fá endanlegt verð á þann hlut sem ekki var seldur: „Og það kemur í ljós að við höfum líklega verið að vanmeta þessa eign okkar þrátt fyrir að við höfum selt á markaði núna yfir bókfærðu verði ríkisins,“ sagði hann. Hvers vegna er sömu aðferð ekki beitt á kvótann? Það var þessi punktur Bjarna sem varð Loga tilefni til upphrópana, þó þær kæmu reyndar ekki fyrr en nokkru síðar, eftir að Bjarni hafði lokið annarri ræðu sinni. Þegar Bjarni hafði þá stigið úr pontu og forseti þingsins í miðjum klíðum að kynna næsta ræðumann heyrðist í Loga úr salnum: „Notaðu þá sömu aðferðir við að fá rétt markaðsverð… við sjávarútveginn…“ segir hann en erfitt er að greina hluta setningarinnar fyrir nokkrum klið sem kom upp í þingsalnum. Atvikið má sjá í klippunni hér að neðan. Í samtali við Vísi skýrir Logi mál sitt: „Ég sagði við hann að það væri nú nær…, því að hann væri búinn að tala um að þetta hefði verið leið til að finna út raunverulegt markaðsvirði á Íslandsbanka, af hverju þau notuðu ekki sömu aðferð til að finna út rétt markaðsverð á aflaheimildum?“ segir hann. Útboð á aflaheimildum sé meðal þess sem Samfylkingin hafi gjarnan talað fyrir, þegar verið væri að auka aflaheimildir eða fara í veiðar á nýjum tegundum. „Þannig þetta var nú bara svona í hita leiksins,“ segir Logi en Bjarni hafði í ræðu sinni, áður en Logi tók að kalla á hann, sakað Samfylkinguna um sýndarmennsku og sagt að flokkurinn vildi í raun ekki að neinn hlutur í bankanum yrði seldur. Bjarni hafi farið rangt með staðreyndir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Þið eruð að tala um það að þið viljið einfaldlega ekki að svona hlutir séu markaðssettir, jafnvel þó þið hafið á sínum tíma setið í ríkisstjórn og boðað 30 prósent sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka,“ sagði Bjarni. „Aðferðafræðin sem notuð var í þessu máli, sölunni á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, var teiknuð upp í ríkisstjórnartíð Samfylkingarinnar.“ Logi segir að Samfylkingin hafi vissulega talað fyrir því að eðlilegt væri að ríkið losaði einhvern hlut sinn í bankanum en það yrði að vera gert á hentugum tíma þegar sem best verð fengist fyrir hann – ekki að hann yrði seldur á undirverði. Hann bendir þá á að Bjarni hafi farið með rangt mál í pontu; Samfylkingin hafi í ríkisstjórnartíð sinni talað fyrir sölu á fimm prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka, enda hafi ríkið á þeim tíma ekki átt stærri hlut og verið algjör minnihlutaeigandi í bankanum. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. 23. júní 2021 16:25 Salan á Íslandsbanka: Segir Bjarna hafa deilt út eignum fjöldans til hinna ríku Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir söluna á Íslandsbanka grímulaust rán á eignum almennings. Í boð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 23. júní 2021 11:35 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Forsetinn varð að slá í þingbjölluna og biðja Loga að hrópa ekki úr salnum: „Forseti biður þingmenn um að hafa ró í þingsalnum og vera ekki að skiptast á skoðunum hornanna á milli,“ sagði hann á meðan Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, beið eftir að forsetinn gæti lokið kynningu sinni svo hann gæti stigið upp í pontu og borið fram fyrirspurn sína. Bjarni hafði verið að svara óundirbúinni fyrirspurn frá samflokkskonu Loga, Oddnýju G. Harðardóttur, sem spurði ráðherrann hvort hann gæti svarað því hver ávinningur almennings væri af því að erlendir fjárfestar hefðu getað keypt hluti í Íslandsbanka á undirverði þegar ríkið seldi 35 prósent hlut í honum á dögunum. „Virðulegi forseti. Þeir keppast nú við að útskýra fyrir okkur að við hefðum selt banka á of lágu verði þeir sem sögðu að ekki væri hægt að selja bankann vegna þess að það myndi ekki fást nægilega hátt verð,“ svaraði Bjarni þá. Hann sagði þá að ríkið hefði nú beitt markaðnum til þess að fá endanlegt verð á þann hlut sem ekki var seldur: „Og það kemur í ljós að við höfum líklega verið að vanmeta þessa eign okkar þrátt fyrir að við höfum selt á markaði núna yfir bókfærðu verði ríkisins,“ sagði hann. Hvers vegna er sömu aðferð ekki beitt á kvótann? Það var þessi punktur Bjarna sem varð Loga tilefni til upphrópana, þó þær kæmu reyndar ekki fyrr en nokkru síðar, eftir að Bjarni hafði lokið annarri ræðu sinni. Þegar Bjarni hafði þá stigið úr pontu og forseti þingsins í miðjum klíðum að kynna næsta ræðumann heyrðist í Loga úr salnum: „Notaðu þá sömu aðferðir við að fá rétt markaðsverð… við sjávarútveginn…“ segir hann en erfitt er að greina hluta setningarinnar fyrir nokkrum klið sem kom upp í þingsalnum. Atvikið má sjá í klippunni hér að neðan. Í samtali við Vísi skýrir Logi mál sitt: „Ég sagði við hann að það væri nú nær…, því að hann væri búinn að tala um að þetta hefði verið leið til að finna út raunverulegt markaðsvirði á Íslandsbanka, af hverju þau notuðu ekki sömu aðferð til að finna út rétt markaðsverð á aflaheimildum?“ segir hann. Útboð á aflaheimildum sé meðal þess sem Samfylkingin hafi gjarnan talað fyrir, þegar verið væri að auka aflaheimildir eða fara í veiðar á nýjum tegundum. „Þannig þetta var nú bara svona í hita leiksins,“ segir Logi en Bjarni hafði í ræðu sinni, áður en Logi tók að kalla á hann, sakað Samfylkinguna um sýndarmennsku og sagt að flokkurinn vildi í raun ekki að neinn hlutur í bankanum yrði seldur. Bjarni hafi farið rangt með staðreyndir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Þið eruð að tala um það að þið viljið einfaldlega ekki að svona hlutir séu markaðssettir, jafnvel þó þið hafið á sínum tíma setið í ríkisstjórn og boðað 30 prósent sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka,“ sagði Bjarni. „Aðferðafræðin sem notuð var í þessu máli, sölunni á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, var teiknuð upp í ríkisstjórnartíð Samfylkingarinnar.“ Logi segir að Samfylkingin hafi vissulega talað fyrir því að eðlilegt væri að ríkið losaði einhvern hlut sinn í bankanum en það yrði að vera gert á hentugum tíma þegar sem best verð fengist fyrir hann – ekki að hann yrði seldur á undirverði. Hann bendir þá á að Bjarni hafi farið með rangt mál í pontu; Samfylkingin hafi í ríkisstjórnartíð sinni talað fyrir sölu á fimm prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka, enda hafi ríkið á þeim tíma ekki átt stærri hlut og verið algjör minnihlutaeigandi í bankanum.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. 23. júní 2021 16:25 Salan á Íslandsbanka: Segir Bjarna hafa deilt út eignum fjöldans til hinna ríku Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir söluna á Íslandsbanka grímulaust rán á eignum almennings. Í boð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 23. júní 2021 11:35 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29
Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. 23. júní 2021 16:25
Salan á Íslandsbanka: Segir Bjarna hafa deilt út eignum fjöldans til hinna ríku Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir söluna á Íslandsbanka grímulaust rán á eignum almennings. Í boð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 23. júní 2021 11:35