Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu í dag.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en áform eru um að leggja brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd.

Þá verður fjallað um atvinnuástandið nú þegar ferðamenn eru farnir að streyma til landsins. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga í vandræðum með að fá fólk til vinnu og segir hótelrekandi skort á starfskröftum valda því að opnun ferðaþjónustunnar gangi hægar en hún gæti annars gert.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við ósátta leigubílstjóra sem vilja banna rafhlaupahjól um helgar, þeir segja þau hættuleg og taka af þeim styttri túrana.

Þá verður staðan tekin á hundahaldi eftir covid-tímabilið og við hittum elsta Íslendinginn sem á afmæli í dag, 109 ára!

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×