Ítalir unnu Spánverja í vítakeppni og eiga nú möguleika að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil síðan 1968 eða í 53 ár.
Þetta verður tíundi úrslitaleikur Ítala á stórmóti og sá númer fjögur á EM. Ítalir hafa tapað tveimur síðustu úrslitaleikjum sínum á EM, 2000 og 2012.
Ítalska liðið hefur leikið 32 landsleiki í röð án þess að tapa og Roberto Mancini er að gera frábæra hluti með liðið.
Það er athyglisvert að skoða forsíðu blaðanna og þá sérstaklega þá hjá íþróttablaðinu Corriere dello Sport.
Fyrirsögnin hjá Corriere dello Sport er „Dio é italino“ eða einfaldlega „Guð er ítalskur“ eins og sjá má hér fyrir neðan.
Á myndinni sem fylgir með er Jorginho að fagna vítinu sem tryggði ítalska liðinu sigurinn í vítakeppninni.
Annað stórt íþróttablað, Gazzetta dello Sport, var með „Veislu“ eða „Fiesta“ í fyrirsögninni á forsíðu sinni.
Tuttosport er með fyrirsögnina „Che Leoni“ eða „Hvaða ljón“ með væntanlega vísun í ensku ljónin sem mæta mögulega Ítölum í úrslitaleiknum.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar forsíður blaðanna á Ítalíu.