Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2021 20:31 Andri Adolphsson skoraði seinna mark Valsmanna sem gæti reynst dýrmætt í seinni leiknum. Vísir/Daníel Þór Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi kom Dinamo yfir strax á áttundu mínútu leiksins og voru Dinamo-menn með öll völd á vellinum. Annað markið skoraði Lovro Majer úr vítaspyrnu á 41. mínútu og 2-0 var staðan í hléi. Þannig stóð fram á 72. mínútu þegar Ademi skoraði sitt annað mark og kom Dinamo í 3-0. Ademi fékk þá tækifæri til að koma heimamönnum í 4-0 og fullkomna þrennu sína í leiðinni, þegar vítaspyrna var dæmd á Christian Köhler. Vítaspyrna Ademi var hins vegar slök og Hannes Þór Halldórsson varði frá honum. Það átti eftir að reynast Valsmönnum dýrmætt. Þriðja vítaspyrna leiksins var nefnilega dæmd á 88. mínútu þegar brotið var á Guðmundi Andra Tryggvasyni. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en tók slaka spyrnu sem var varin, en beint til Kristins sem skallaði frákastið í netið. Aðeins mínútu síðar gerði svo Daninn Rasmus Lauritsen í vörn Dinamo sig sekan um skelfileg mistök þar sem hann hreinsaði boltann í höfuðið á sjálfum sér, hvaðan boltinn féll fyrir fætur Andra Adophssonar sem gekk á lagið og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. 3-2 fór leikurinn fyrir Dinamo og Valsmenn í góðri stöðu úr því sem komið var. Liðin mætast aftur að viku liðinni á Hlíðarenda. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Dinamo - Valur Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi kom Dinamo yfir strax á áttundu mínútu leiksins og voru Dinamo-menn með öll völd á vellinum. Annað markið skoraði Lovro Majer úr vítaspyrnu á 41. mínútu og 2-0 var staðan í hléi. Þannig stóð fram á 72. mínútu þegar Ademi skoraði sitt annað mark og kom Dinamo í 3-0. Ademi fékk þá tækifæri til að koma heimamönnum í 4-0 og fullkomna þrennu sína í leiðinni, þegar vítaspyrna var dæmd á Christian Köhler. Vítaspyrna Ademi var hins vegar slök og Hannes Þór Halldórsson varði frá honum. Það átti eftir að reynast Valsmönnum dýrmætt. Þriðja vítaspyrna leiksins var nefnilega dæmd á 88. mínútu þegar brotið var á Guðmundi Andra Tryggvasyni. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en tók slaka spyrnu sem var varin, en beint til Kristins sem skallaði frákastið í netið. Aðeins mínútu síðar gerði svo Daninn Rasmus Lauritsen í vörn Dinamo sig sekan um skelfileg mistök þar sem hann hreinsaði boltann í höfuðið á sjálfum sér, hvaðan boltinn féll fyrir fætur Andra Adophssonar sem gekk á lagið og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. 3-2 fór leikurinn fyrir Dinamo og Valsmenn í góðri stöðu úr því sem komið var. Liðin mætast aftur að viku liðinni á Hlíðarenda. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Dinamo - Valur
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira