Sjáðu mörk Dinamo og Vals: Ævintýraleg mistök í marki Andra Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2021 20:31 Andri Adolphsson skoraði seinna mark Valsmanna sem gæti reynst dýrmætt í seinni leiknum. Vísir/Daníel Þór Íslandsmeistarar Vals töpuðu 3-2 fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb á Maksimir-vellinum í Zagreb í kvöld. Dinamo leiddi 3-0 áður en tvö mörk seint í leiknum héldu einvíginu á lífi fyrir Valsara. Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi kom Dinamo yfir strax á áttundu mínútu leiksins og voru Dinamo-menn með öll völd á vellinum. Annað markið skoraði Lovro Majer úr vítaspyrnu á 41. mínútu og 2-0 var staðan í hléi. Þannig stóð fram á 72. mínútu þegar Ademi skoraði sitt annað mark og kom Dinamo í 3-0. Ademi fékk þá tækifæri til að koma heimamönnum í 4-0 og fullkomna þrennu sína í leiðinni, þegar vítaspyrna var dæmd á Christian Köhler. Vítaspyrna Ademi var hins vegar slök og Hannes Þór Halldórsson varði frá honum. Það átti eftir að reynast Valsmönnum dýrmætt. Þriðja vítaspyrna leiksins var nefnilega dæmd á 88. mínútu þegar brotið var á Guðmundi Andra Tryggvasyni. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en tók slaka spyrnu sem var varin, en beint til Kristins sem skallaði frákastið í netið. Aðeins mínútu síðar gerði svo Daninn Rasmus Lauritsen í vörn Dinamo sig sekan um skelfileg mistök þar sem hann hreinsaði boltann í höfuðið á sjálfum sér, hvaðan boltinn féll fyrir fætur Andra Adophssonar sem gekk á lagið og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. 3-2 fór leikurinn fyrir Dinamo og Valsmenn í góðri stöðu úr því sem komið var. Liðin mætast aftur að viku liðinni á Hlíðarenda. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Dinamo - Valur Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Norður-Makedóníumaðurinn Arijan Ademi kom Dinamo yfir strax á áttundu mínútu leiksins og voru Dinamo-menn með öll völd á vellinum. Annað markið skoraði Lovro Majer úr vítaspyrnu á 41. mínútu og 2-0 var staðan í hléi. Þannig stóð fram á 72. mínútu þegar Ademi skoraði sitt annað mark og kom Dinamo í 3-0. Ademi fékk þá tækifæri til að koma heimamönnum í 4-0 og fullkomna þrennu sína í leiðinni, þegar vítaspyrna var dæmd á Christian Köhler. Vítaspyrna Ademi var hins vegar slök og Hannes Þór Halldórsson varði frá honum. Það átti eftir að reynast Valsmönnum dýrmætt. Þriðja vítaspyrna leiksins var nefnilega dæmd á 88. mínútu þegar brotið var á Guðmundi Andra Tryggvasyni. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn en tók slaka spyrnu sem var varin, en beint til Kristins sem skallaði frákastið í netið. Aðeins mínútu síðar gerði svo Daninn Rasmus Lauritsen í vörn Dinamo sig sekan um skelfileg mistök þar sem hann hreinsaði boltann í höfuðið á sjálfum sér, hvaðan boltinn féll fyrir fætur Andra Adophssonar sem gekk á lagið og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. 3-2 fór leikurinn fyrir Dinamo og Valsmenn í góðri stöðu úr því sem komið var. Liðin mætast aftur að viku liðinni á Hlíðarenda. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Dinamo - Valur
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira