Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2021 22:55 Airbus A321-þota Play lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag. Sigurjón Ólason Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins. Það eru liðnar þrjár vikur frá því Play fékk sína fyrstu þotu til landsins og tíu dagar frá fyrsta áætlunarfluginu. Í dag lenti vél frá þessu nýjasta flugfélagi Íslendinga í fyrsta sinn á flugvelli höfuðborgarinnar, en lendinguna mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, við þotuna á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason Ekki var þó staldrað lengi við því eftir að fulltrúar Play og Kauphallarinnar sem og aðrir gestir höfðu stigið um borð var aftur haldið í loftið og stefnan tekin yfir hálendi Íslands. Í tólf þúsund feta hæð var svo hin hefðbundna bjölluhringing tekin upp, en það verður þó ekki fyrr en á föstudagsmorgun sem hlutabréfaviðskiptin hefjast formlega. Kauphallarbjallan komin í tólf þúsund feta hæð.Sigurjón Ólason Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, sagði að núna hefði Kauphöllin fengið vængi og tekið flugið. Úr yrði ógleymanleg tímamótaathöfn. „Fyrsta skráningarathöfnin í háloftunum. Og með því fullkomnar Play þrennu á markaðnum á þessu ári. Það er að segja; það hafa verið skráningar það sem af er þessu ári í lofti, láði og legi,“ sagði Magnús. Hlutafjárútboð Play þykir hafa heppnast vel en eftirspurnin reyndist áttfalt meiri en framboð hlutafjár. Þota Play að leggja að fyrir framan höfuðstöðvar Icelandair í dag.Sigurjón Ólason „Við erum auðvitað bara ótrúlega glöð og hrærð yfir viðtökunum sem fyrirtækið er að fá. Frá fólki, frá ferðalöngum, fólki sem er að kaupa sér flugmiða til og frá Íslandi, og öllum þessum fjárfestum sem hafa trú á félaginu núna og ekki síst þessum gríðarlega fjölda af einstaklingum,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play. Um síðustu helgi fékk Play sína aðra þotu og sú þriðja er væntanleg eftir hálfan mánuð. Allar eru af gerðinni Airbus A321 með sæti fyrir 192 farþega hver. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Play Fréttir af flugi Kauphöllin Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. 25. júní 2021 17:21 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Það eru liðnar þrjár vikur frá því Play fékk sína fyrstu þotu til landsins og tíu dagar frá fyrsta áætlunarfluginu. Í dag lenti vél frá þessu nýjasta flugfélagi Íslendinga í fyrsta sinn á flugvelli höfuðborgarinnar, en lendinguna mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, við þotuna á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason Ekki var þó staldrað lengi við því eftir að fulltrúar Play og Kauphallarinnar sem og aðrir gestir höfðu stigið um borð var aftur haldið í loftið og stefnan tekin yfir hálendi Íslands. Í tólf þúsund feta hæð var svo hin hefðbundna bjölluhringing tekin upp, en það verður þó ekki fyrr en á föstudagsmorgun sem hlutabréfaviðskiptin hefjast formlega. Kauphallarbjallan komin í tólf þúsund feta hæð.Sigurjón Ólason Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, sagði að núna hefði Kauphöllin fengið vængi og tekið flugið. Úr yrði ógleymanleg tímamótaathöfn. „Fyrsta skráningarathöfnin í háloftunum. Og með því fullkomnar Play þrennu á markaðnum á þessu ári. Það er að segja; það hafa verið skráningar það sem af er þessu ári í lofti, láði og legi,“ sagði Magnús. Hlutafjárútboð Play þykir hafa heppnast vel en eftirspurnin reyndist áttfalt meiri en framboð hlutafjár. Þota Play að leggja að fyrir framan höfuðstöðvar Icelandair í dag.Sigurjón Ólason „Við erum auðvitað bara ótrúlega glöð og hrærð yfir viðtökunum sem fyrirtækið er að fá. Frá fólki, frá ferðalöngum, fólki sem er að kaupa sér flugmiða til og frá Íslandi, og öllum þessum fjárfestum sem hafa trú á félaginu núna og ekki síst þessum gríðarlega fjölda af einstaklingum,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play. Um síðustu helgi fékk Play sína aðra þotu og sú þriðja er væntanleg eftir hálfan mánuð. Allar eru af gerðinni Airbus A321 með sæti fyrir 192 farþega hver. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. 25. júní 2021 17:21 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29
Áttföld eftirspurn eftir hlutum í Play Um 4.600 áskriftir bárust fyrir um 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði flugfélagsins Play sem lauk nú klukkan 16:00 í dag. Það var áttfalt meiri eftirspurn en framboð var af hlutum í útboðinu. 25. júní 2021 17:21