„Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2021 07:31 Atvikið umdeilda þegar Raheem Sterling féll til jarðar. Getty Images/Laurence Griffiths Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. Staðan var 1-1 þegar Raheem Sterling, leikmaður Englands, féll innan teigs í fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Vítaspyrna var dæmd sem Harry Kane tók. Kasper Schmeichel varði spyrnuna frá honum en Kane skoraði úr frákastinu. „England var betra í leiknum, England verðskuldar að vinna leikinn. En hvorki England né nokkuð annað lið finnst mér verðskulda að vinna á þessu. Mér finnst þetta aldrei vera vítaspyrna,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í þættinum EM í dag í gærkvöld. Ólafur og þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sammældust um það að það væri skiljanlegt að dæma vítið við fyrstu sýn. En óskiljanlegra var af hverju myndbandsdómari leiksins sendi Danny Makkelie, dómara leiksins, ekki í skjáinn til að endurmeta atvikið. „Ég er alveg sannfærður um það að ef hann sér þetta aftur, þá sér hann, 'ah, þetta er ekki víti'. Eins og ég sagði áðan á England skilið að vinna leikinn, en það er súrsætt, finnst mér að þeir vinni á þessu atviki í leiknum,“ sagði Ólafur. Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, sem halda úti hlaðvarpinu Steve Dagskrá, voru sammála því að um óréttmæta vítaspyrnu væri að ræða. „VAR er taparinn í þessu,“ sagði Andri Geir. „Til hvers er VAR ef þetta er ekki skoðað?“ bætti Vilhjálmur við. Einnig var rætt um að tveir boltar voru á vellinum þegar atvikið átti sér stað. Úr urðu svo miklar frekari umræður um atvikið. Umræðuna í heild sinni má sjá að neðan. England mætir Ítalíu í úrslitum EM á sunnudag klukkan 19:00 og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Klippa: Vítadómurinn - EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Staðan var 1-1 þegar Raheem Sterling, leikmaður Englands, féll innan teigs í fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Vítaspyrna var dæmd sem Harry Kane tók. Kasper Schmeichel varði spyrnuna frá honum en Kane skoraði úr frákastinu. „England var betra í leiknum, England verðskuldar að vinna leikinn. En hvorki England né nokkuð annað lið finnst mér verðskulda að vinna á þessu. Mér finnst þetta aldrei vera vítaspyrna,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í þættinum EM í dag í gærkvöld. Ólafur og þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sammældust um það að það væri skiljanlegt að dæma vítið við fyrstu sýn. En óskiljanlegra var af hverju myndbandsdómari leiksins sendi Danny Makkelie, dómara leiksins, ekki í skjáinn til að endurmeta atvikið. „Ég er alveg sannfærður um það að ef hann sér þetta aftur, þá sér hann, 'ah, þetta er ekki víti'. Eins og ég sagði áðan á England skilið að vinna leikinn, en það er súrsætt, finnst mér að þeir vinni á þessu atviki í leiknum,“ sagði Ólafur. Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, sem halda úti hlaðvarpinu Steve Dagskrá, voru sammála því að um óréttmæta vítaspyrnu væri að ræða. „VAR er taparinn í þessu,“ sagði Andri Geir. „Til hvers er VAR ef þetta er ekki skoðað?“ bætti Vilhjálmur við. Einnig var rætt um að tveir boltar voru á vellinum þegar atvikið átti sér stað. Úr urðu svo miklar frekari umræður um atvikið. Umræðuna í heild sinni má sjá að neðan. England mætir Ítalíu í úrslitum EM á sunnudag klukkan 19:00 og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Klippa: Vítadómurinn - EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45
Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35