Útlendingastefna andskotans í skjóli Vinstri grænna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 8. júlí 2021 13:00 Tveir palestínskir menn voru leiddir í gildru núna í vikunni samkvæmt fréttum, lokkaðir í húsakynni Útlendingastofnunar á fölskum forsendum svo senda mætti þá fyrirvaralaust úr landi. Þeim var sagt að bólusetningarskírteinin þeirra væru tilbúin til afhendingar og beðnir um að sækja þau en svo læstir inni, handteknir af lögreglu og beittir hörku. Þarna voru sóttvarnaráðstafanir – helsta verkfærið okkar í samstöðunni gegn veirunni – notaðar sem vopn gegn fólki í viðkvæmri stöðu. Annar mannanna var strax sendur af landi brott. Hinn þurfti læknisaðstoð eftir meðferðina, var með áverka á höfði, bólginn og marinn, en sendur úr landi núna í morgun. Stefnan birtist í einstökum málum Stjórnmálamenn bera stundum fyrir sig að þeir geti ekki tjáð sig um einstök mál. En það er einmitt í einstöku málunum sem stjórnarstefnan birtist svart á hvítu. Atburðir undanfarinna daga eru birtingarmynd þeirrar hörðu útlendingastefnu sem er rekin á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við sáum stefnuna líka í verki fyrr í sumar þegar sömu menn voru hraktir á götuna og sviptir fæði og húsnæði með ólögmætum hætti. Og þegar kona langt gengin með barn var rekin úr landi og neydd í 19 klukkustunda flugferð fyrr á þessu kjörtímabili. Í báðumtilvikum var farið á svig við lög að mati eftirlitsaðila eða æðra stjórnvalds. Útlendingayfirvöld brjóta trekk í trekk á rétti umsækjenda um alþjóðlega vernd. Stundum meira að segja af ásettu ráði að því er fram hefur komið í úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur gagnvart stjórnsýslu útlendingamála en grípur ekki í taumana heldur viðheldur hörkunni og leggur fram frumvarp um að herða útlendingastefnuna enn frekar. Afturhald og stjórnlyndi Spindoktorar reyna að telja okkur trú um að „frjálslyndið“ hafi orðið ofan á í Sjálfstæðisflokknum í nýafstöðnum prófkjörum, flokkurinn hafi fengið mýkri og nútímalegri ásýnd – en sjá ekki allir í gegnum það? Það er ekkert frjálslynt við að koma fram við fólk í viðkvæmri stöðu eins og skepnur, ekkert frjálslynt við það þegar stjórnvöld verja ekki frelsi, mannhelgi og réttindi einstaklinga heldur leika sér að þeim eins og köttur að mús. Á næsta kjörtímabili þarf að vinda ofan af lögleysunni sem viðgengst í stjórnsýslu útlendingamála og taka fyrirkomulagið til rækilegrar endurskoðunar með mannúð og sanngirni að leiðarljósi. Mannvonskan sem hefur viðgengist gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd undanfarin ár sýnir að núverandi stjórnarflokkum er ekki treystandi til að leiða það verkefni. Við þurfum að lofta út. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Tveir palestínskir menn voru leiddir í gildru núna í vikunni samkvæmt fréttum, lokkaðir í húsakynni Útlendingastofnunar á fölskum forsendum svo senda mætti þá fyrirvaralaust úr landi. Þeim var sagt að bólusetningarskírteinin þeirra væru tilbúin til afhendingar og beðnir um að sækja þau en svo læstir inni, handteknir af lögreglu og beittir hörku. Þarna voru sóttvarnaráðstafanir – helsta verkfærið okkar í samstöðunni gegn veirunni – notaðar sem vopn gegn fólki í viðkvæmri stöðu. Annar mannanna var strax sendur af landi brott. Hinn þurfti læknisaðstoð eftir meðferðina, var með áverka á höfði, bólginn og marinn, en sendur úr landi núna í morgun. Stefnan birtist í einstökum málum Stjórnmálamenn bera stundum fyrir sig að þeir geti ekki tjáð sig um einstök mál. En það er einmitt í einstöku málunum sem stjórnarstefnan birtist svart á hvítu. Atburðir undanfarinna daga eru birtingarmynd þeirrar hörðu útlendingastefnu sem er rekin á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við sáum stefnuna líka í verki fyrr í sumar þegar sömu menn voru hraktir á götuna og sviptir fæði og húsnæði með ólögmætum hætti. Og þegar kona langt gengin með barn var rekin úr landi og neydd í 19 klukkustunda flugferð fyrr á þessu kjörtímabili. Í báðumtilvikum var farið á svig við lög að mati eftirlitsaðila eða æðra stjórnvalds. Útlendingayfirvöld brjóta trekk í trekk á rétti umsækjenda um alþjóðlega vernd. Stundum meira að segja af ásettu ráði að því er fram hefur komið í úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur gagnvart stjórnsýslu útlendingamála en grípur ekki í taumana heldur viðheldur hörkunni og leggur fram frumvarp um að herða útlendingastefnuna enn frekar. Afturhald og stjórnlyndi Spindoktorar reyna að telja okkur trú um að „frjálslyndið“ hafi orðið ofan á í Sjálfstæðisflokknum í nýafstöðnum prófkjörum, flokkurinn hafi fengið mýkri og nútímalegri ásýnd – en sjá ekki allir í gegnum það? Það er ekkert frjálslynt við að koma fram við fólk í viðkvæmri stöðu eins og skepnur, ekkert frjálslynt við það þegar stjórnvöld verja ekki frelsi, mannhelgi og réttindi einstaklinga heldur leika sér að þeim eins og köttur að mús. Á næsta kjörtímabili þarf að vinda ofan af lögleysunni sem viðgengst í stjórnsýslu útlendingamála og taka fyrirkomulagið til rækilegrar endurskoðunar með mannúð og sanngirni að leiðarljósi. Mannvonskan sem hefur viðgengist gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd undanfarin ár sýnir að núverandi stjórnarflokkum er ekki treystandi til að leiða það verkefni. Við þurfum að lofta út. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun